fimmtudagur, desember 23, 2004


Thà er bùid ad flòdlýsa skùrinn!

Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

mánudagur, desember 13, 2004

Norðurljósagrín

Ég er búinn að vera að vinna töluvert mikið fyrir norðurljós á meðan þeir eru að koma þessu Digital dæmi í gagnið. Það hringja töluvert margir inn og eru eitthvað að vandræðast við að koma þessu í lag hjá sér og vandamálin eru alveg á öllum skalanaum, allt frá því að fólk fattar ekki að það þarf að vera kveikt á ruglaranum yfir í að það rjúki hreinlega úr gripnum..

Ég var að vinna þarna um helgina og fæ eitt símtal þar sem ég kannast eitthvað við nafnið sem poppar upp eftir innslátt kennitölu.. drengurinn sagðist vera að kanna málið fyrir móður sína og var alltaf að fá upp einhverja leiðinda meldingu á skjáinn eða "smart card wrong insert" og þar af leiðandi engin mynd. Maðurinn sem átti í hlut heitir Nonni og erum við báðir meðlimir í sama klúbbinum og höfum þekkst í, jaaaaaa, rétt rúman áratug eða svo. Hann kannaðist ekki við röddina í mér þannig að ég stóðst ekki mátið að rugla aðeins í honum.

Vitandi það að hann spilar sama tölvuleik og ég þá byrjaði grínið..

Ég sýndi að sjálfsögðu engin merki þess að ég hefði hugmynd um hver hann væri. Fór í gegnum nokkrar staðlar rullur og spurði hann svo hvort að það væri nokkuð heimilistölva í íbúðinni.

Hann sagði að svo væri.

Þá fer ég að segja honum frá því að við höfum verið að fá mikið af kvörtunum um að 1 ákveðinn leikur væri mikið að trufla útfrá sér, það væri búið að prufa þetta hérna hjá okkur líka með nokkrum afruglurum og PC-tölvum og niðurstaðan alltaf sú sama:

Ef menn eru að spila DOD innan við 50m frá ruglaranum þá virðast skothljóðin í leiknum hrekkja kortið það mikið að þau fara að koma með þessa "smart card wrong insert" meldingu

"Spilaru nokkuð tölvuleiki í þinni vél?"

"HA? JÁ! Ég spila einmitt DOD!! Ertu að meina þetta?"

"já, og ef þú skoðar kortið sjálft þá sérðu að á gullplattanum er hægt að greina ígreypt Sierra logoið þar sem við erum í samtarfsverkefni við þá í mælingum á því hversu margir sem horfa á og nota þessa afruglara spila DOD. En eins og þú sérð þá eru ákveðnir fylgikvillar sem tengdir þessu sem enn á .." hérna srping ég úr hlátri en næ að redda því með að segja að friends séu í sjónvarpinu og baðst innilegrar afsökunar "..eftir að laga.."

Nonni var orðinn frekar sáttur við þessa skýringu og ég ósáttur við það hvað hann efaðist lítið um þessa dellu þannig að ég bæti við..

"En það er fleirra sem kemur til, varstu nokkuð í brúnum leðurskóm þegar þú varst að stilla lykilinn?!"

Ok, hérna hætti hann að trúa mér og spurði hlæjandi hvað væri eiginlega í gangi..

Hehehe, hann sagðist hafa trúað þessu að hluta til svona lengi af því að þegar maður hringir í þjónustusíma útí bæ þá gerir maður ekki ráð fyrir því að maðurinn á hinni línunni fari hreinlega að fokka í manni.. nokkuð mikið til í því!

En gott grín engu að síður og ég skemmti mér konunglega!

þetta fer svo undir hann í sumar. Þarf reyndar að glerblása þær svo þetta sé almennilegt.. það er alveg 30-40þ
Mynd

Þetta er gripurinn, svo var ég að festa kaup á 18" sumarfelgum undir hann..
Mynd

föstudagur, desember 03, 2004

BMW kominn í hús!

Þjóðverjinn kann sko að framleiða bíla! Það er bara ekki flóknara en það! Ég var að fjárfesta í 1.stk BMW 535 1996 módel og það er líklega ljúfasti bíll sem ég hef átt frá upphafi ("mér finnst minn 323 bara ekkert síðri góði minn" - mamma) og er sá listi samt sem áður töluvert veglegur:

1. MMC colt 1982 - snilldar kerra sem kom okkur félögunum uppí Húnaver og til baka með glans
þrátt fyrir að vera samt nokkrara vikur að jafna sig í fjöðruninni.. gekk undir nafninu Gölturinn enda gullbrons að lit og belgmikill eins og feitt svín

2. Opel Cadett 1985 - þennan bíl átti móðir mín eiginlega en við bræðurnir tókum hann traustataki og löppuðum uppá hann eftir atvikum.. sem var eiginlega í hverri viku. Bíll með mikin og sterkan karakter, kallaður Cadilakkinn og átti lyklakippu í stíl!

3. MMC colt 1987 - Bíll sem ég notaði með henni Ingunni minni í nokkur ár, hvítur að lit og Jón Flasan klessti aftaná með stæl á bremsulausa Skódanum sínum (Skódi Rabbit!! grínlaust!) Þessi bíll fór víst bara nýlega (sem þýðir í mínum huga fyrir nokkrum árum) úr eigu Ingunnar skilst mér og hún fékk sér Yaris

4. Citroen Ax Sport 1988 - hehe, lítið og snaggaralegt tveggja blöndunga franskt hönnunarslys! En askoti sprækur og skemmtilegur.. þegar hann fór í gang og hægt var að halda innsoginu úti! Fékk símtal 3 árum eftir að ég seldi hann og þá var bíllinn búinn að vera númeralaus á einhverju bílastæði í Árbænum í nokkra mánuði og það eina sem fannst í bílnum var snepill með nafninu og símanúmerinu mínu á! Fríkí shit!

5. BMW M5 1993 - Mmmmmmm... hreinn eðall! Hreinn eðall!! Þvílíkur bíll, leðraður í hólf og gólf með ljósgráu leðri sem tónaði alveg fáránlega vel við svart lakkið á honum og 17" mutterbomser felgurnar (verð eiginlega að skella myndum inn af öllum þessum bílum). 340 hestöfl eru sko ekkert grín enda vafðist gripurinn utan um dansk tré.. Jónki leggur blómsveg við tréð á hverju ári til minningar um atvikið. Við KK erum eiginlega sammála um að þetta sé bíllinn!

6. Dodge GrandAm 1995 - Tók þennan uppí BMW M5 flakið, eða meira svona skipti á sléttu.. það var sko ekkert spennandi við þennan bíl enda staldraði hann stutt við..

7. MMC 3000gt VR-4 1991 - Skipti á þessum og bannsettum Dodginum.. fín skipti og gaman að vera aftur kominn á 300+ hö bíl, leður og rafmagn í sætum. mmm.. en maður verður nú samt soldið þreyttur á því að liggja alveg í götunni og þurfa að klifra útúr bílnum í hvert skipti. Bílprófsleysið á þessum tíma kom líka í veg fyrir að ég kynntist bílnum eitthvað að ráði. Helga frænka var með hann í láni í dágóðan tíma og KK fékk hann svo eftir það og var á honum þar til ég fékk bílprófið aftur.

8. BMW 750iAL 1991 - Skipti á MMCinum og þessum fleka. Uss hvað þetta er stór og mikill bíll! Og olíulekinn maður! Og stýrisvélin maður! Og 320 hestöflin! Mjög gaman að krúsa á þessum norður í land! En hann lenti á WV Polo.. reyndar kominn aftur á götuna, enda sveittur fully-loaded mafíósabíll!

9. Mazda 323 1982 - Bílnum hennar ömmu komið í mína umsjá. Þetta er líklega merkileagsti bíllinn í safninu, framleiddur 1982 og ekki ekinn nema 85þ KM árið 2004! Og ástandið eftir því! Hann fékk þó að víkja fyrir næsta bíl að neðan en ég hef nú ekki miklar áhyggjur af honum enda kominn í vandvirkar metro-hendur Bigga Gríngós! Loðstýrið fylgdi!

10. BMW 535 1996 - Þetta er hreinlega fullorðins kerra frá Germany! Þrátt fyrir að vera ekki alveg jafn sportí og M5-inn þá er þetta nýrri bíll og vegur upp það sem vantar í sportlegheitum og krafti með fágaðri og fallegri innréttingu og glæsilegri hönnun á boddíinu! It´s a keeper!

...annars er maður nú bara að vinna uppá Norðurljósum í frístundum sínum þessa dagana... reynir nú samt að eiga smá sosiallíf eftir það..

Ég ætla að reyna að finna myndir af þessum bílum öllum og skella þeim inn um helgina og ef ég finn ekki mynd af akkúrat því eintaki sem ég átti þá held ég að google vinur minn verði að redda þeim fyrir mig, en myndir skulu koma!
.

þriðjudagur, október 19, 2004

Lítið að gerast

Lítið?! það er sko ekkert að gerast þessa dagana.. bara vinna vinna vinna vinna..

Ég er ekki einusinni búinn að koma mér í það að skella upp einum skitnum milli vegg sem tekur innan við helgi að snikka saman. Verst að kó-smiður minn er orðinn hálfgerður aumingi í bakinu. Hann greindist með slit í hrygg eða eitthvað álíka, kornungur maðurinn.. þetta er svona..

Annars er nú eitt að frétta, það fer að koma tími á að endurnýja Mözduna! Nú er þetta allt spurning um hvað maður á að fá sér í staðin. BMW kemur náttlega sterkur inn en svo er maður nú alltaf soldið veikur fyrir því að fá sér svona slyddujeppa af eldri gerðinni. En B;W 530 eða 540 eða jafnvel 325 týpuna.. kemur í ljós á næstu vikum..

miðvikudagur, september 22, 2004

Seint blogga sumir en blogga þó!!

Júbb, það er að koma ný færsla hjá mér!!

Og hún ekki af verri endanum.

Nú styttist óðfluga í það árshátíð Og Vodafone bresti á þannig að þá er tilvalið að mæta sóðalegur í vinnuna í heila viku og snyrta sig síðan all verulega til á laugardaginn sem hún er haldin og fá "best makeover" verðlaunin!

Alveg hugmynd sem gæti orðið að veruleika..

Annars var hún móðir mín að fjárfesta í glæsilegum BMW 323 (myndir fyrir neðan) árgerð 1999! Þetta er sko alveg rugl bíll og eins og nýr úr kassanum!! Það er hætt við því að strákurinn þurfi að fá hann soldið lánaðan á kvöldin þegar gömlu hjónin eru að horfa á kassann... annars held ég að mamma sé nú orðin mesta gellan á götunni! Ekki spurning!

hmm.. kannski ætti maður að fara að gera eitthvað.. þetta var nú ekki merkileg færsla hjá manni.. þá er bara að klára árshátíðina og skella sér svo í ammlisveislu hjá Fíupíu
...

leeeður og viður!!
Mynd

glæsikerrra!!! BMW 323 1999
Mynd

leður!!
Mynd

felgurnar eru flottar
Mynd

miðvikudagur, ágúst 18, 2004


Alveg eins og klipptir úr Resóvar Dawgs, alveg tilbúnir í golfmótið!
Mynd

Golfmót SoG (Og Vodafone)

Þá er golfmótinu lokið.. allt búið og ég vann ekki til verðlauna! Algjör bömmer..

Maður er svosem enginn stera spilari þannig að svekkelsið er nú ekkert geeeðveikt.

Verst að geta ekki skellt link á myndir af mótinu (það voru teknar um tæplega 300stk.) því að veðurblíðan var þvílík að annað eins hefur ekki sést í háherrans tíð! Hef nú sigurvegarna samt grunaða um svindl, enda slíkt mjög þekkt á þessum mótum.. haha! Með misalvarlegum afleiðingum þó, stundum hefur það endað með slagsmálum nokkrum árum seinna (t.d. þegar menn fara að játa hluti á árshátíðum og þess háttar)

En þetta mót var algjör snilld og fær mann gjörsamlega til að velta því fyrir sér hvernig strumpur verður á litinn þegar maður reynir að kyrkja hann.. bleikur? grænn? rauður? tjah, hver veit..
Ef rauður, er þá alltaf nýbúið að reyna að kyrkja Æðstastrump þegar hann kemur fyrir í sögunum?!?! öss, það er ekki nokkur leið að segja til um það held ég.

Jæja, best að fara að njóta sólarinnar á meðan hún endist.
.

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Kominn frá Bene!

Uss hvað ég er búinn að vera lélegur í að blogga! Skrifaði reyndar alveg klukkutíma blogg um daginn á lappann minn en viti menn..

"Critical batterí.."

Svona alveg við það að ég var að smella á publish, allt draslið komið uppí 80% þá deyr helvítis vélin! Og eins og allir þekkja þá nennir maður hreinlega ekki að skrifa eitthvað aftur því það verður avo mikill útdráttarbragur á því.. þessi klukkutíma skrif eru kláruð á 10 mín og  maður er svona ekki alveg að muna allt þetta mest hnyttna sem maður skrifaði áður. Dæmigert!

En það var askoti gaman á Benedorm þrátt fyrir veikindi í tæpa 2 sólarhringa af 6 þannig að brunkukeppninni við Karó er hér með blásið af! Ég þarf bara að finna leið til að segja henni það án þess að missa útlim!

Ég er samt alveg á því að 32-35° hiti er svona nánast tú mötch.. maður er rétt að venjast þessu og þá er maður að fara heim. Reyndar skildum við 5 manneskjur eftir þarna úti sem ættu að koma heim eins og kolamolar næsta miðvikudag.. öss!

Svo er nú líka planið að skella einhverjum skemmtilegum myndum inn þegar þessar 5 koma með lappann minn til baka (600+ myndir!! ójá!).

En nóg í bili, ætla að skrifa meira á morgun...

þriðjudagur, júní 29, 2004


Júbbs! Metallica er að bresta á núna á sunnudaginn næstkomandi og ég er sko kominn með miða í hendurnar (sjá mynd hehe) og býst við svakalegu fjöri!
Mynd

mánudagur, júní 28, 2004


Prufa nýtt vídeó frá 1 mpix símanum frá Nokia..




Póstbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Vinnumynd


Biggi var eitthvað að sprella en ég rétt missti af því..
Póstbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Reddaði essu

Sjhóóó, ég kippti þessu inn aftur og tapaði ekki einu einasta kommennti, þannig þessu 7 sem voru komin lifa góðu lífi!! ójá!!

Fiktarinn ég...

Jújú, ég fór að fikta og tók út allt kommentakerfið hjá mér.. algjör auli :(

sunnudagur, júní 27, 2004

Eternal sunshine of the spotless mind!

Ég féll í þá gryfju að leggja mig í dag eftir vinnu og viti menn.. klukkan er orðin fimm á sunnudagsmorgni og ég er ekki vitund syfjaður.. svona getur maður verið vitlaus alltaf hreint.

Annars var ég að horfa á myndina Eternal sunshine of the spotless mind með Jim Carrey og Kate Winslet. Þetta er mynd sem hlýtur að fá óskarinn í ár, í það minnsta nokkrar tilnefningar. Ég er alveg viss um að Tótla mundi brynna músum yfir henni (skilst á blogginu hennar að slíkt hendi), enda ekkert smá magnþrungin mynd! Stórleikur hjá öllum leikurum og plottið svona nett óþægilegt og fær mann virkilega til að velta hlutunum fyrir sér.

Var einmitt að lesa gagnrýni um hana á imdb.com þar sem eitthvað merkikerti vildi meina að þetta væri stórgóð mynd en væri alveg að drukkna í tæknibrellum og gaf henni bara 6 af 10 mögulegum.. huh? ekki alveg að sjá það, en fólk tekur eflaust eftir mismunandi hlutum þegar það horfir á bíómyndir. T.d. fannst Robba félaga Star Ship Troopers alveg sökka á meðan allir sem ég þekki elska þessa mynd! Ætli hann hafi nokkuð verið að átta sig á því að þetta er kolsvört kómedía sem er að gera grín að því hvað allir eru bjánalega fullkomnir í hollívúdd myndum.

Jæja, ég vona að KKK hafi skemmt sér vel í kvöld og hafi ekki verið sár yfir því að ég nennti ekki að koma með honum út á lífið.. meika það ekki að vera þunnur 2 daga í röð, nibbs.. ok, farinn að sofa.. eða uppí rúm að reyna að sofna (hver veit nema maður spekki 1 24 þátt í 3ju seríu..)

laugardagur, júní 26, 2004


Allt ad gerast hèrna!
Póstbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

föstudagur, júní 25, 2004

Smá garlar!

Gunni foli fann þetta á netinu.. alveg ótrúlegt, þetta er kona sem getur notað viljastyrkinn til að koma í veg fyrir að hægt sé að lyfta henni (feikað? maður veit ekki en skondið engu að síður.)


fimmtudagur, júní 24, 2004


Sést kannski ekki vel hérna..
Mynd

Pönkara klippingin komin í hús!

Jæja, ég fór í klippingu í gær og lét hana bara ráða stúlkuna en sagði þó að ég greiddi hárið gjarnan útí loftið.. hún tók sig bara til og setti nettan hanakamb á mig (sem betur fer var hann mjög nettur) og smá sítt að attann.

grúví!

miðvikudagur, júní 23, 2004

Nördakvöld!

Jæja, þá er komið að því að fara í smá nörda pakka á Bunker!
Það er showdown í hinum knáa tölvuleik WarCraft 3 (eða WC3 fyrir þá sem eru pró!) og hafa nokkrir leikmenn meldað sig til leiks! Þar með taldir Egill og Eiki hjá Vodafone en Atli félagi og fyrrverandi sambýlismaður minn sá sér ekki fært að mæta í þetta skiptið enda fór hann ílla útúr síðustu viðureign.. reyndar kemst hann ekki þar sem hann er að fara að eyða kvolítí tæm með Kollu sinni og Hrafnkötlu litlu.

Það verður spilað svokallað Tower defense kerfi og getur það verið gífurlega spennandi enda hafa menn leyfi til að beita öllum tiltækum bellibrögðum í þeim geiranum..

Alltaf gaman að vera nörd og aldrei að vita nema að Stebbi pulsa líti við til að læra af meisturunum..

Magni kötturinn minn er alveg ótrúlegur með að finna staði til að leggja sig á.. soldið hýrt að setja mynd af kettinum sínum á síðuna en mér finnst þetta bara sjúklega fyndin mynd!
Mynd

byrjuðum ekkert smá vel.. Steinunn eitthvað feimin við að vera í mynd
Mynd

...það er ekkert grín að ná öllum hópnum á fullri ferð..
Mynd

Gunnar :" HEY hafiði séð myndina Michael? Með Travolta! geeðveikt góð mynd, er ég ekki alveg eins og hann með svona geislabaug?"
Mynd

júbb.. þetta er húsið.. Gunnar:"já, mér sýnist þetta vera 2 íbúðir.. júbb.. sé ekki betur sko.."
Mynd

alveg ótrúlegt hvað maður getur náð flottum myndum með þessum símum! Nokia 7650 rúlar sko!!
Mynd

þetta er alltaf jafn flott hús
Mynd

..frítt föruneyti..
Mynd

tókum smá pásu og veltum lífinu fyrir okkur.. svipur sem sést ekki oft á Gunna hahaha
Mynd

Eiki tekur stökk í loftið.. wheee.. smá sirkús stönt..
Mynd

..og svo lendingin..
Mynd

Það er alveg ótrúlega lítill kraftur í þessum krana.. skil ekki alveg afhverju þeir hafa þetta þannig, maður yrði klukkutíma að fylla einn bolla..
Mynd

Stefnan tekin á að snúa sér við.. og ..
Mynd

Eiki að monta sig af því að geta farið afturábak..
Mynd

...og svo klessir hann á Steinunni.. Eiki!!
Mynd

þriðjudagur, júní 22, 2004


Maður er orðinn svo gamall að allskyns handverk er farið að heilla mann.. enda orðinn 31s í dag!
Mynd

mánudagur, júní 21, 2004


Stebbi að æfa höstltaktíkia á sjálfboðaliða áður en hann hélt útí alvöruna.. Júbb hann er smooooth strákurinn!
Mynd


Póstbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Thràtt fyrir rigningu skemmtu sèr allir vel à bìlastædarokki og vodafone..
Póstbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

föstudagur, júní 11, 2004



Gunni að hita upp fyrir boltaleik eftir skautagrínið


Póstbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone


Póstbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Eiki ad tæknitröllast

Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Snilldar lyklaborð!
Mynd

Kommentakerfið komið í gagnið! Taka 2!

Jæja, þá er ég kominn með Haloscan kerfið hjá mér og það svínvirkar!

Línuskautar dauðans!

Við ákváðum nokkrir í vinnunni að skella okkur á línuskauta í Nautholtsvík (hmm... kannski soldið gay en..) og stóðum okkur bara askoti vel. Reyndar klikkaði myndatakan eitthvað á meðan á þessu stóð þannig að það eru bara myndir af eftirleiknum. Reyndar eitt vídeó sem ég þarf aðstoð við að setja inn :(

Hvað er Eiki að gera við Gunna? Gunni virðist vera ánægður!
Mynd

Gunni að sýna öllum heiminum hvað hann er liðugur! Úje.. jú gó görl!! Aaaaaaalgjör foli! HAHA
Mynd

Eiki leiddi hópinn enda mikill íþróttamaður og freestyler á skautunum!
Mynd

Menn að teygja á eftir ferðina..
Mynd

fimmtudagur, júní 10, 2004


Við skelltum okkur í óvissuferð með Og Vodafone um síðustu helgi og fengum verkefni allan tímann sem við vorum í rútinni.. þetta var ein sú skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í í langan tíma og ekki verra að enda hana á sleðaferð uppá Langjökli! Hérna er Helga að sýna Gunna taktana við að prjóna og einbeitingin skín alveg úr augunum á honum..
Mynd

föstudagur, júní 04, 2004


Jubbs, stoltið svoleiðis geislar af þessum manni.. myndin er tekin útum gluggan af Celicu Sport, það er alveg á hreinu!
Mynd

fimmtudagur, júní 03, 2004


HAHA, smá grín í vinnunni á kostnað Bigga Gringó, ákváðum öll að skíra okkur sama nafninu og fokka í honum á MSN!!
Mynd

miðvikudagur, júní 02, 2004

Ný Tæknimanneskja að koma inn

Það verður ekkert smá spennandi að sjá hver hreppir nýju stöðuna sem verið er að ráða í hérna á tækniborðinu í OG.. Mér skilst að kandidatarnir séu allir vel að stöðunni komnir og valið verði ekki auðvelt. Hann Snorri boss er að mínu mati ekki í öfundsverðri stöðu í að gera upp á milli þeirra en ég hef fulla trú á að hann velji vel.

Svo stefnir alveg í að þetta verði suuultuslök helgi hjá manni, það er óvissuferð hjá símaverinu sem manni er ekki boðið í og ég verðu nú reyndar eitthvað að vinna á Bunker fyrir Valla um helgina.. Hann ætlar með fjölskylduna útúr bænum í smá tjill. Enda er það alveg nauðynlegt að fá að slaka aðeins á inná milli.

Jæja, ég er farinn heim að tjilla..

Var að snikka þetta gay logo fyrir tvíeykið Bigga Gringó og Gunna Kisu fyrir hljómsveitar trallið sem þeir voru að setja saman vegna óvissuferðar ó-djí! Það er ekki til dúó án þess að vera með gott logo sem lýsir sálarástandi meðlima :D
Mynd

Commentakerfið

Jæja, eins og Fía benti mér á þá var eitthvað klikkelsi á þessu commentakerfi en það er búið að laga það núna þannig að ég bíð spenntur eftir að þessir 4 sem vita af þessari síðu láti í sér heyra hehe..

þriðjudagur, júní 01, 2004

Kommentakerfið komið í gagnið!

Ég var aðeins að skoða stillingarnar hérna og vit menn, það er bara innbyggt kommentanerfi í þessu!

Afhverju var mér ekki sagt frá þessu? ha? HA?

HAHA, ég var að fara í Kringluna um daginn og tók eftir því að bíllinn við hliðiná mér var með þessa fínu "þjófavörn" í gangi!
Mynd

rétt missti af snilldarmómenti hérna.. en það er alltaf gaman að hafa myndir á síðunni
Mynd
.

Jæja, KoRn liðar stóðu sko heldur betur fyrir sínu um helgina! Úff hvað þetta er góð grúppa! Söngvarinn var að gera alveg fáránlega hluti þarna með röddinni, klikkaði ekki í einu einasta lagi og krafturinn í þeim öllum alveg svakalegur.

Þetta var sko gæsahúð eftir gæsahúð og stemmarinn alveg svakalega góður í höllinni.

Reyndar voru allir sammála (þá er ég að tala um 5000 manns sko) um að það hefði ekki verið hægt að velja verri upphitunarhljómsveit. Ég nennti ekki einusinni að muna hvað hún hét því að hún var púuð niður af sviðinu trekk í trekk.. ekki gott.. eiginlega bara mjög slæmt. En þeir áttu það svo sannarlega skilið! öss öss

.

þriðjudagur, maí 25, 2004

.

Úff, ég var að lesa síðustu færslu yfir.. ekkert smá biturt blogg hahaha

ætti ekki að koma fyrir aftur..

.
.

Enn og aftur er maður að vinna á Bunker! Þarf að reyna að kynna mér betur hvernig maður getur fengið Ghost til að virka þannig að það sé ekki eeeeendalaust vesen á því..

Þá hættir fólk kannski að kvarta undan því að helvítis BF1942 virki ekki á öllum vélum.. þetta er að flestu leyti fínn leikur nema þegar maður þarf að hafa hann í lagi á 24 vélum þá verður maður frekar pirraður á honum.

Af hverju virkar hann ekki bara?

Ha?

Skil þetta ekki.. svo koma einvherjir besservisserar og spyrja

"afhverju fáiði ekki bara einhvern sem kann á þetta til að kippa þessu í lag?!"

Nó sjit Sherlock, okkur datt það EKKI í hug!!!!!! fávitar..

Annars er ég ekkert bitur útí BF1942, ég bara þoli ekki þennan leik. punktur.

Svo er KoRn á dagskrá á sunnudaginn og hvað gerist? Jú, ég er að vinna á Bunker og ekki alveg ljóst hvort að ég komist. Reyndar er Rabbi búinn að taka vel í það að vinna fyrir mig rétt á meðan þessu stendur. Kemur svo í ljós hvað verður úr því.

Ég missi reyndar af innflutningspartíinu hans Steina sem er á laugardaginn en svona er lífið, maður fær ekki allt sem maður vill, það er nokkuð ljóst. En ég hefði reynar viljað komast í þetta partí enda Steini og frú eðalmanneskjur í alla staði. Ég verð bara að reyna að ná í næsta partí sem þau halda og leggja mat á fasteignina þá.

Jæja, best að skella sér í þetta Ghost, þarf eiginlega að hringja í Gunna Ghost til að fá smá upplýsingar. Best að slá á þráðinn.

.

föstudagur, maí 21, 2004


Fyrst maður er byrjaður þá er engin ástæða til að hætta...
Mynd

�etta er víst líkara Peter en hitt!
Mynd
HAHAHAHA!

Fann þetta á batman.is

Þú getur gifst konu
sem læknar hafa breytt.

Þú getur gifst konu
sem fyrir fegurð sína hefur greitt.

En mundu…
ósnert er hennar rót.
Börnin ykkar verða ljót.


..

Þetta er svo bíllinn sem keyrt var á (sjá sögu neðar)
Mynd
Það verður þetta fína matarboð hjá Nonna í kvöld þar sem [-M.K.K-] meðlimir hittast og ræða málin yfir góðu gúffi og sötra veigar með..

Verst með veðrið af því að Nonni var að plana grill en það veðrur örugglega lítið úr því núna.

En við látum það ekki skemma fyrir okkur og tökum bara vel á þvi.

Svipaður bíll og keyrði á guttann!
Mynd
Bílasagan


Ég var að keyra hjá Kringlunni á miðvikudaginn í alveg sjúklega þungri umferð þegar ég heyri svona ískur eða skrens og svo háværan dynk í beinu framhaldi. Ég lít auðvitað í allar áttir til að reyna að komast að því hvar þessi árekstur hefði átt sér stað. Þegar ég lít inná bensínstöðina þá sé ég að svört Mazda 323F (sjá mynd) er að bakka frá skottinu á gamalli Toyotu Carinu. Hann bakkaði meira að segja það hart að það stóð reykur úr dekkjunum.

Kannski ekki merkilegur árekstur nema fyrir það að þegar Mazdan er búin að bakka frá bílnum, þá smellir gaurinn bílnum í fyrsta og reykspólar af stað og klessir aftur á Toyotuna!! Og aftur!! Aumingja bílstjóranum í Toyotunni var alveg hætt að lítast á blikuna og brunar af stað en Mazdan fylgir honum fast á eftir.

Toyotan tekur skarpa beygju fyrir hornið á stöðinni og lendir nánsat í hliðinni á sendiferðabil en nær að bjarga sér með því að grípa eldsnöggt í handbremsuna og halda svo áfram. Þessir gaurar keyrðu 3 hringi í kringum stöðina og Mazdan var sífellt að nudda húddinu í skottið á Toyotunni á meðan á þessu stóð.

Á endanum þá skellir Toyotan sér útaf planinu og keyrir niður að undirgöngunum sem liggja að Kringlunni. Það síðasta sem ég sá var að einhver Tyrki var að hlaupa úr Mözdunni (sem var þá dauð í brekkunni) með grjót í hendi og kastaði því á eftir Toyotunni og öskraði eins og brjálæðingur.

Löggan sem var svo heppilega stödd á beygjuljósunum tók allskarpan júara og tók manninn til yfirheyrslu! Biggi vinnufélagi keryði þarna framhjá nokkrum mínútum síðar og sá að Mazdan var komin uppá planið, 1,5m styttri en lög gera ráð fyrir.

Og þetta vakti greinilega það mikla eftirtekt að önnur aftanákeyrsla hafði átt sér stað á Miklubrautinni sjálfri! Einhver greinileg ekki alveg að fylgjast með umferðinni..

Ég sem hélt að svona gerðist bara í úttlandinu eða í bíómyndum! Úff..

miðvikudagur, maí 19, 2004

hmmm... flott auglýsing..

http://www.gringo.is/auto.mov

kann ekkert að fela slóð og hafa einhverja stafi til að smella á.. :(

nema það sé svona:

bílaauglýsing
Jæja, þessi hálsrígur er orðinn freeekar þreytandi..

Er þetta málið? Maður sefur skringilega eina nótt fyrir 2 vikum síðan og fer bara í stöppensí? Díses hvað það sökkar að vera orðinn gamall kall.


HEHE! Þetta fannst öllum voða gaman, að gera grín að Steina vinnufélaga á MSN...
Mynd
Wheee þá er maður búinn að finna tól til að setja inn eina og eina mynd..

Svona var maður þegar Mottan 2004 fór í gang. Vann Og Vodafone keppnina!
Mynd
 

blogger templates |