sunnudagur, júní 27, 2004

Eternal sunshine of the spotless mind!

Ég féll í þá gryfju að leggja mig í dag eftir vinnu og viti menn.. klukkan er orðin fimm á sunnudagsmorgni og ég er ekki vitund syfjaður.. svona getur maður verið vitlaus alltaf hreint.

Annars var ég að horfa á myndina Eternal sunshine of the spotless mind með Jim Carrey og Kate Winslet. Þetta er mynd sem hlýtur að fá óskarinn í ár, í það minnsta nokkrar tilnefningar. Ég er alveg viss um að Tótla mundi brynna músum yfir henni (skilst á blogginu hennar að slíkt hendi), enda ekkert smá magnþrungin mynd! Stórleikur hjá öllum leikurum og plottið svona nett óþægilegt og fær mann virkilega til að velta hlutunum fyrir sér.

Var einmitt að lesa gagnrýni um hana á imdb.com þar sem eitthvað merkikerti vildi meina að þetta væri stórgóð mynd en væri alveg að drukkna í tæknibrellum og gaf henni bara 6 af 10 mögulegum.. huh? ekki alveg að sjá það, en fólk tekur eflaust eftir mismunandi hlutum þegar það horfir á bíómyndir. T.d. fannst Robba félaga Star Ship Troopers alveg sökka á meðan allir sem ég þekki elska þessa mynd! Ætli hann hafi nokkuð verið að átta sig á því að þetta er kolsvört kómedía sem er að gera grín að því hvað allir eru bjánalega fullkomnir í hollívúdd myndum.

Jæja, ég vona að KKK hafi skemmt sér vel í kvöld og hafi ekki verið sár yfir því að ég nennti ekki að koma með honum út á lífið.. meika það ekki að vera þunnur 2 daga í röð, nibbs.. ok, farinn að sofa.. eða uppí rúm að reyna að sofna (hver veit nema maður spekki 1 24 þátt í 3ju seríu..)
 

blogger templates |