.
Jæja, KoRn liðar stóðu sko heldur betur fyrir sínu um helgina! Úff hvað þetta er góð grúppa! Söngvarinn var að gera alveg fáránlega hluti þarna með röddinni, klikkaði ekki í einu einasta lagi og krafturinn í þeim öllum alveg svakalegur.
Þetta var sko gæsahúð eftir gæsahúð og stemmarinn alveg svakalega góður í höllinni.
Reyndar voru allir sammála (þá er ég að tala um 5000 manns sko) um að það hefði ekki verið hægt að velja verri upphitunarhljómsveit. Ég nennti ekki einusinni að muna hvað hún hét því að hún var púuð niður af sviðinu trekk í trekk.. ekki gott.. eiginlega bara mjög slæmt. En þeir áttu það svo sannarlega skilið! öss öss
.