þriðjudagur, maí 25, 2004

.

Úff, ég var að lesa síðustu færslu yfir.. ekkert smá biturt blogg hahaha

ætti ekki að koma fyrir aftur..

.
.

Enn og aftur er maður að vinna á Bunker! Þarf að reyna að kynna mér betur hvernig maður getur fengið Ghost til að virka þannig að það sé ekki eeeeendalaust vesen á því..

Þá hættir fólk kannski að kvarta undan því að helvítis BF1942 virki ekki á öllum vélum.. þetta er að flestu leyti fínn leikur nema þegar maður þarf að hafa hann í lagi á 24 vélum þá verður maður frekar pirraður á honum.

Af hverju virkar hann ekki bara?

Ha?

Skil þetta ekki.. svo koma einvherjir besservisserar og spyrja

"afhverju fáiði ekki bara einhvern sem kann á þetta til að kippa þessu í lag?!"

Nó sjit Sherlock, okkur datt það EKKI í hug!!!!!! fávitar..

Annars er ég ekkert bitur útí BF1942, ég bara þoli ekki þennan leik. punktur.

Svo er KoRn á dagskrá á sunnudaginn og hvað gerist? Jú, ég er að vinna á Bunker og ekki alveg ljóst hvort að ég komist. Reyndar er Rabbi búinn að taka vel í það að vinna fyrir mig rétt á meðan þessu stendur. Kemur svo í ljós hvað verður úr því.

Ég missi reyndar af innflutningspartíinu hans Steina sem er á laugardaginn en svona er lífið, maður fær ekki allt sem maður vill, það er nokkuð ljóst. En ég hefði reynar viljað komast í þetta partí enda Steini og frú eðalmanneskjur í alla staði. Ég verð bara að reyna að ná í næsta partí sem þau halda og leggja mat á fasteignina þá.

Jæja, best að skella sér í þetta Ghost, þarf eiginlega að hringja í Gunna Ghost til að fá smá upplýsingar. Best að slá á þráðinn.

.

föstudagur, maí 21, 2004


Fyrst maður er byrjaður þá er engin ástæða til að hætta...
Mynd

�etta er víst líkara Peter en hitt!
Mynd
HAHAHAHA!

Fann þetta á batman.is

Þú getur gifst konu
sem læknar hafa breytt.

Þú getur gifst konu
sem fyrir fegurð sína hefur greitt.

En mundu…
ósnert er hennar rót.
Börnin ykkar verða ljót.


..

Þetta er svo bíllinn sem keyrt var á (sjá sögu neðar)
Mynd
Það verður þetta fína matarboð hjá Nonna í kvöld þar sem [-M.K.K-] meðlimir hittast og ræða málin yfir góðu gúffi og sötra veigar með..

Verst með veðrið af því að Nonni var að plana grill en það veðrur örugglega lítið úr því núna.

En við látum það ekki skemma fyrir okkur og tökum bara vel á þvi.

Svipaður bíll og keyrði á guttann!
Mynd
Bílasagan


Ég var að keyra hjá Kringlunni á miðvikudaginn í alveg sjúklega þungri umferð þegar ég heyri svona ískur eða skrens og svo háværan dynk í beinu framhaldi. Ég lít auðvitað í allar áttir til að reyna að komast að því hvar þessi árekstur hefði átt sér stað. Þegar ég lít inná bensínstöðina þá sé ég að svört Mazda 323F (sjá mynd) er að bakka frá skottinu á gamalli Toyotu Carinu. Hann bakkaði meira að segja það hart að það stóð reykur úr dekkjunum.

Kannski ekki merkilegur árekstur nema fyrir það að þegar Mazdan er búin að bakka frá bílnum, þá smellir gaurinn bílnum í fyrsta og reykspólar af stað og klessir aftur á Toyotuna!! Og aftur!! Aumingja bílstjóranum í Toyotunni var alveg hætt að lítast á blikuna og brunar af stað en Mazdan fylgir honum fast á eftir.

Toyotan tekur skarpa beygju fyrir hornið á stöðinni og lendir nánsat í hliðinni á sendiferðabil en nær að bjarga sér með því að grípa eldsnöggt í handbremsuna og halda svo áfram. Þessir gaurar keyrðu 3 hringi í kringum stöðina og Mazdan var sífellt að nudda húddinu í skottið á Toyotunni á meðan á þessu stóð.

Á endanum þá skellir Toyotan sér útaf planinu og keyrir niður að undirgöngunum sem liggja að Kringlunni. Það síðasta sem ég sá var að einhver Tyrki var að hlaupa úr Mözdunni (sem var þá dauð í brekkunni) með grjót í hendi og kastaði því á eftir Toyotunni og öskraði eins og brjálæðingur.

Löggan sem var svo heppilega stödd á beygjuljósunum tók allskarpan júara og tók manninn til yfirheyrslu! Biggi vinnufélagi keryði þarna framhjá nokkrum mínútum síðar og sá að Mazdan var komin uppá planið, 1,5m styttri en lög gera ráð fyrir.

Og þetta vakti greinilega það mikla eftirtekt að önnur aftanákeyrsla hafði átt sér stað á Miklubrautinni sjálfri! Einhver greinileg ekki alveg að fylgjast með umferðinni..

Ég sem hélt að svona gerðist bara í úttlandinu eða í bíómyndum! Úff..

miðvikudagur, maí 19, 2004

hmmm... flott auglýsing..

http://www.gringo.is/auto.mov

kann ekkert að fela slóð og hafa einhverja stafi til að smella á.. :(

nema það sé svona:

bílaauglýsing
Jæja, þessi hálsrígur er orðinn freeekar þreytandi..

Er þetta málið? Maður sefur skringilega eina nótt fyrir 2 vikum síðan og fer bara í stöppensí? Díses hvað það sökkar að vera orðinn gamall kall.


HEHE! Þetta fannst öllum voða gaman, að gera grín að Steina vinnufélaga á MSN...
Mynd
Wheee þá er maður búinn að finna tól til að setja inn eina og eina mynd..

Svona var maður þegar Mottan 2004 fór í gang. Vann Og Vodafone keppnina!
Mynd
Myndir segja meira en þúsund orð.. ég held að það sé stálið. Mér var bent á eitthvað myndaforrit sem heitir Hello og er að fikta við að tengja það við þetta blessaða blogg mitt sem er líklega eitt það víðlesnasta á landinu.

Sjáum hvernig það gengur.

Annars er nóg að gera um helgina hjá mér.. Hildur er farin norður í land þannig að ég tók það að mér að gefa Magna í fjarveru hennar. Það verður nú ekki mikið mál og ég get sótt hjólið mitt í leiðinni á Hlíðarveginn. Svo er sjóvissuferð hjá Og Vodafone á föstudaginn en ég er samt ekki að fara að djamma eins og hinir af þvi að Gagga frænka er að útskrifast á laugardaginn úr kvöldskóla MH! Sko mína!! Ekkert smá stoltur af henni..

Þetta var massa kvöld á Bunker í gær, fullt alveg til að verða 23:00 en þegar allri voru að fara þá gaus upp þessi fína gubbulykt sem ætlaði alla að kæfa. Hef ekki grænan hvaðan hún kom en hef klósettið grunað þar sem hún var áberandi sterkust þar.

Annars lenti ég í skemmtilegum umræðum við samstarfskonu mína um helgina. Það var Eurovision partí hjá okkur Atla og við ákváðum að bjóða nokkrum félögum og samstarfsfólki okkar. Það var fín mæting og allir skemmtu sér mjög vel (voandi) og fóru í bæinn eftir herlegheitin.
Nú, þar sem við sátum á þeim eðal stað 11an þá poppar upp einhver feminista umræða á milli mín og þessarar stúlku. Ég er ekki mikill feministi en engan vegin á móti því sem þeir standa fyrir enda væri það algjör della (jafnrétti kynjana er sjálfsagður hlutur og ætti vart að þurfa að berjast fyrir því) þó svo að mér finnist öfga-feministar gera meira ógagn en gagn fyrir málstaðinn. Undirritaður ákveður að storka vinkonunni aðeins með svörtu og kaldhæðnu gríni sem átti að vera svo öfgakennt að ekki væri hægt annað en að sjá að það væri grín.. Setningin sem ég ákvað að slá fram í þessa umræðu var eitthvað á þessa leið:

"já.. en þú veist það að það er löngu búið að sanna það að heili kvenna er minni en hjá körlum og fjöldi heilasella ekki jafn mikill.. og þar að auki eru þessar fáu sem eru töluvert vitlausari en hjá körlum.."

...vakti ekki mikla kátínu...

Eeeen best að skella sér í myndafikt..
 

blogger templates |