þriðjudagur, maí 25, 2004

.

Enn og aftur er maður að vinna á Bunker! Þarf að reyna að kynna mér betur hvernig maður getur fengið Ghost til að virka þannig að það sé ekki eeeeendalaust vesen á því..

Þá hættir fólk kannski að kvarta undan því að helvítis BF1942 virki ekki á öllum vélum.. þetta er að flestu leyti fínn leikur nema þegar maður þarf að hafa hann í lagi á 24 vélum þá verður maður frekar pirraður á honum.

Af hverju virkar hann ekki bara?

Ha?

Skil þetta ekki.. svo koma einvherjir besservisserar og spyrja

"afhverju fáiði ekki bara einhvern sem kann á þetta til að kippa þessu í lag?!"

Nó sjit Sherlock, okkur datt það EKKI í hug!!!!!! fávitar..

Annars er ég ekkert bitur útí BF1942, ég bara þoli ekki þennan leik. punktur.

Svo er KoRn á dagskrá á sunnudaginn og hvað gerist? Jú, ég er að vinna á Bunker og ekki alveg ljóst hvort að ég komist. Reyndar er Rabbi búinn að taka vel í það að vinna fyrir mig rétt á meðan þessu stendur. Kemur svo í ljós hvað verður úr því.

Ég missi reyndar af innflutningspartíinu hans Steina sem er á laugardaginn en svona er lífið, maður fær ekki allt sem maður vill, það er nokkuð ljóst. En ég hefði reynar viljað komast í þetta partí enda Steini og frú eðalmanneskjur í alla staði. Ég verð bara að reyna að ná í næsta partí sem þau halda og leggja mat á fasteignina þá.

Jæja, best að skella sér í þetta Ghost, þarf eiginlega að hringja í Gunna Ghost til að fá smá upplýsingar. Best að slá á þráðinn.

.
 

blogger templates |