föstudagur, janúar 27, 2006

helgin komin

..og ég fer að fara heim.. stuttur dagur svona for once!

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Rafsuðukall



Tók þessa mynd af einum Portúgalanum við suðuvinnu.. fannst hún bara koma askoti skemmtilega út. Smellið á hana til að sjá hana stærri.

mánudagur, janúar 23, 2006

Ömurlegur dagur

Já, ég er ekki frá því að þetta sé rétt hjá þessum vísindamönnum í Bretlandi sem hafa komist að því að dagurinn í dag sökkar mest af öllum dögum ársins!

Ég vaknaði geðveikt þreyttur í morgun og þakkaði guði fyrir að Bensi væri að keyra hingað úteftir en ekki ég og svo til að gera daginn enn skemmtilegri þá er frunsan mín (er að spá í að gefa hana til ættleiðingar þannig að áhugasamir geta slegið á þráðinn) alveg svoleiðis að blómstra og gott ef hún er ekki barasta búin að bjóða vinkonu sinni í heimsókn! SHIT! Eins gott að þau fari ekki að búa til lítil frunsubörn! þá verður öll vikan hræðileg! ..varirnar á mér eru eiginlega bara alveg í stöppu!

En þessi dagur er nú að verða búinn þannig að ... bara spurning um að þrauka þessa fáu tíma sem eftir eru..

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Leikur bloggsins

Jæja, enn einn leikurinn kominn á ról..
Fyllið bara út þennan lista í kommentinu :D


1. Hver ert þú?

2. Erum við vinir?

3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?

4. Ertu hrifinn af mér?

5. Langar þig að kyssa mig?

6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.

7. Lýstu mér í einu orði.

8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?

9. Lýst þér ennþá þannig á mig?

10. Hvað minnir þig á mig?

11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?

12. Hversu vel þekkiru mig?

13. Hvenær sástu mig síðast?

14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?

15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

mánudagur, janúar 16, 2006

Hressir í góða veðrinu

Hérna sjáiði mynd af hressum Pólverjum sem eru í pínulitlu körfupriki í 25m hæð að bardúsa eitthvað og það eru sko 20 vindstig úti! Það er ekki tekið með sældinni að orkuvæða Ísland, það er nokkuð ljóst!

Jæja ég er farinn að sofa..

Fólki sem leiðist => leiðinlegt fólk?

Þetta er auðvitað alls ekki svona einfalt samband þarna á milli, það hefur hverjum og einasta manni leiðst einhverntíman án þess að verða leiðinlegur til lengdar.

Málið er að ég er að vinna með nokkrum mönnum sem komast ekki mikið í snertingu við fólk í sinni vinnu, t.d. rafsuðumenn sem eru útí hrauni inní litlu tjaldi allan daginn að sjóða saman einhver rör og lyftaramenn sem keyra hér um að safna saman tómum brettum og öðru lauslegu.

Þessu fólki leiðist.. eða.. þegar maður hittir á þessa gaura, kastar léttri kveðju og spyr fyrir kurteisis sakir hvort að allt sé ekki í góðum gír þá er maður umsvifalaust búinn að festast í 30 mín spjalli, eða 30 mín mónólog þar sem allur dagurinn og í þessum sérstaklega slæmu tilfellum, öll vikan er gjörsamlega tíunduð upp fyrir mann, í smáatriðum! Þetta getur verið gaman inná milli en þegar fólk sem maður þekkir ekki neitt gjörsamlega tapar sér á manni þá verður þetta þreytandi og vandræðalegt til lengdar! Ég þurfti að flýja inná klósett fyrr í dag bara til að losna eftir 35 mín lýsingu á deginum hjá einum slíkum. Og trúið mér, hann var sko bara rétt að nálgast hádegi þegar ég slapp..

Þessu fólki hlýtur að leiðast..

sunnudagur, janúar 15, 2006

Magnaður andskoti

Vatn.. alveg magnaður drykkur! þegar ég byrjaði að vinna í virkjuninni þá fékk ég mér alltaf djús með matnum og pirraði mig á því þegar hann var of vatnsblandaður hjá kellingunum.. svo fór það að verða algengara en hitt að hann væri vel útþynntur og ég fór að finna meira og meira vantsbragð af honum. Þegar þær loks tóku sig svo á og blönduðu helvítið rétt þá var ég alveg kominn í það að fá mér 80% vatn og rétt svona dash af djús, svona rétt til að fá smá lit..

Og þessa helgi er ég líklega búinn að drekka svona 1000 lítra af vatni á meðan letikastið hefur staðið yfir, ííííískalt vatn með 10 klökum í.. m m mmm

helgin að baki

Þetta var ein sú afslappaðasta helgi sem ég hef upplifað í langan tíma :)

Alveg slakað á uppí rúmi og sófa þannig að ég gerði nákvæmlega ekki neitt þrátt fyrir heilmikla viðleitni og gott hugarfar.. en ég er mjög sáttur við helgina og kem alveg úthvíldur til vinnu á morgun.
Ég pantaði laptop á netinu frá usa um daginn fyrir hann karl föður minn.. sem heitir btw ekki karl heldur Hafsteinn, lenti nibblega í því fyrir nokkrum árum að vera stoppaður af löggunni þegar ég var á mótórhjólinu mínu sem var skráð á pabba og þegar ég var spurður hver ætti það þá sagði ég

"það er skráð á hann karl föður minn"

og lögguþumbinn sem var alveg búinn að stimpla mig sem dópsala from hell, að prómótera Helför sníglana gaf mér þvílíkt íllt auga og sagði kokhraustur

"JÆJA! það stendur nú að þú sért Hafsteinsson í ökuskirteninunu! ha?!hmm!"

.. ég fattaði ekki alveg hvað hann átti við þannig að saklausa 18 ára sálin mín svaraði mjög hissa til að hann héti nú hreinlega Hafsteinn. Löggan veðraðist öll upp við þetta og hreytti í mig

"bíddu, áðan hét hann Karl! Hvort er það eiginlega?!?!?!"

... ég var of vitlaus og óreyndur til að taka niður númerin hjá þessum 8 löggum sem voru að níðast á mér andlega á laugardagskvöldi, þetta er sko bara hluti af sögunni en restin er öll í þessum dúr.

En ég var semsagt að kaupa IBM lappa fyrir pabba og hann hreifst svo mikið af henni að þegar við sátum við eldhúsborðið ásamt mömmu (ég að kenna pabba á XP, hann kann ekkert á tölvur) þá fannst honum það alveg útí hött hvað það heyrðist mikið í viftunni í lappanum hennar mömmu, sem er reyndar aðeins kominn til ára sinna, að það var bara tekin ákvörðun á staðnum um að panta einn til viðbótar! Ekki amaleg nútima afi og amma sem eiga hvor um sig flaggskips-lappana frá IBM (T43p fyrir áhugasama) og sonur þeirra tekur auðvitað að sér eldri lappann sem fellur frá, gamall Dell Inspiron 8200 og nýtir hann sem ferðaleikjatölvu :D en ekki hvað..

..en í augnablikinu gleðst ég yfir því hvað ég er æðislegur gaur.. takk takk :P

neee djók

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Nýtt ár gengið í garð

Og óska ég allra sem ég þekki mikillar gleði á þessu herrans ári 2006 og þakka að sama skapi fyrir hið liðna.
Ég horfði á King Kong um daginn og verð bara að játa að ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum með hana. Það er ákaflega hentugt að gera engar væntingar til bíómynda..
Annars er alveg ótrúlegt hvað ég er latur við að laga til í herberginu mínu. Það er svosem ekki mikið til að drasla til en þegar þvottavélin er niðrí kjallara þá er ég orðinn eins og versta stelpa, öll fötin mín safnast fyrir í hrúgum útúm allt á gólfinu og ég kem mér ekki í að skella í vél. Reyndar er það ekki sjálf athöfnin að þvo sem ég er latur við heldur er ég svo gjarn á að gleyma þvottinum í vélinni og þar sem ég er að gista uppí virkjun ca annan hvern dag þá er þetta mjög svo hvimleitt. Annars er ég soldið farinn að gera það að taka þvottinn saman í eina ferðatösku og þvo allt drallið bara uppí vinnubúðunum. Þá eru meiri líkur (veit ekki afhverju samt) á að ég gleymi honum ekki.
Fékk annars þá spurningu um daginn hvort að ég þvoði af mér sjálfur.. þar sem ég leigi með öðrum karlmanni og foreldrar mínir búa uppí breiðholti þá kemur víst fátt annað til grein. Reyndar hætti móðir mín að þvo af mér þvott þegar ég byrjaði í menntaskóla. Harður heimur, úff...

Annars vona ég að þetta verði brill ár og spennan er alveg nánast að fara að segja til sín útaf tónleikunum með Depeche Mode í apríl í London.

Hmmm.. ég var að troða í mig heilum disk af spaghettí en langar enn í eitthvað til að maula, popp t.d. en þar sem ég á ekki popp þá verður það víst að bíða betri tíma.
 

blogger templates |