mánudagur, nóvember 28, 2005

Mánudagur

..en ekkert endilega til mæðu sko..

Bensi er kominn aftur úr fæðingarorlofi, fyrsta hlutanum þannig að þá ætti að vera aðeins skaplegra álag hérna á svæðinu. Ég ákvað að halda smá teiti um helgina og bauð gömlu bekkjarfélögunum úr verkfræðinni á Laugaveginn. Það tókst alveg glimrandi vel og voru menn á því að þetta yrði að verða reglulegur viðburður, enda komin 4 ár síðan þessi hópur kom saman síðast.

Jæja, best að skella sér í gúffið..

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Hva getur maur gert

Hvað getur maður gert þegar maður er óstjórnlega þreyttur í vinnunni og er kominn í brjálað letikast fyrir vikið?

Demit!

..ég er bara ekki að nenna neinu!

Svo er til hópur í þýskalandi sem er að berjast fyrir jólasveinalausum jólum, þ.e.a.s. þeir vilja upphefja Sankti Nikulaus í stað þessa ameríska kókakóla-Santa. Og svo hefur helmingur mannkyns aldrei notað síma. Og konur geta lesið minna letur en karlar. Og loksins er kominn alvöru orkudrykkur á Íslandi, Cult.

mánudagur, nóvember 21, 2005

Pubbinn í Þingholtunum..

Ég var svo ljónheppinn að vera boðið út að borða á Holtið á laugardaginn! Það gerist nú ekki á hverjum degi og það er nokkuð ljóst að ég er alltaf að verða sáttari og sáttari við þetta blessaða fyrirtæki sem ég vinn hjá..

Ekki nóg með það að allt væri í boði heldur mátti maður að sjálfsögðu velja hvað sem hugurinn girntist og á svona stað girnist hann ansi margt get ég sagt ykkur. Eftir að við vorum búin að kýla vömbina á þessum eðalpöbb þá var stefnan tekin á Vínbarinn en þegar þangað var komið þá þótti öllum röðin vera heldur ófrýnileg þannig að plan B hrökk snögglega í gagnið.

Leiðin lá semsagt til eins verkfræðingsins sem býr í miðbænum og státar af því að eiga vínkjallara sem er líklega metinn á um 5milljónir! Öss! Ég held að okkur hafi nú tekist að höggva smá skarð í hann en varla svo einhverju nemi, þrátt fyrir heiðarlega tilraun!

Fín helgi, ekki hægt að segja annað..

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Ótrúlega ófrumlegt... eða hvað?!

Ég tók mig til í gær og tengdi lappann minn við skjávarpann í fundarherberginu hérna uppí virkjun. Myndin sem varð fyrir valinu var T3 eða Terminator 3 með Arnaldi í aðalhlutverki. Þetta er svosem ekki í frásögur færandi nema að ég var alveg viss um að ég væri búinn að sjá myndina. Svo þegar hún byrjar þá kannast ég hreinlega ekkert við eitt né neitt þannig að ég sá fram á að geta skemmt mér alveg ágætlega yfir þessum óséða hasar.

Svo líður á myndina og eins og gengur og gerist þá er að sjálfsögðu svipað þema í þessari mynd og í öllum hinum, vélmenni ferðast aftur í tímann til að drepa Connor, annað eltir til að vernda og þar fram eftir götunum. Ekkert frumlegt en formúla sem hefur virkað hingað til.

Þannig að ég er ekkert að kippa mér upp við það þó svo að Arnold sé á mótórhjóli á meðan hitt vélmennið er á risatrukki, slíkt hefur gerst áður og engin synd í að endurtaka það. Svo fara að koma atriði sem mér finnst minna óþægilega mikið á atriði úr fyrri myndum, sömu setningar, mjög svipaðar staðsetningar, eins farartæki (fékk nánast gubbuna þegar ég sá kranabíla-atriðið! komon!) og ég hugsa með mér að þetta sé líklega ein sú allra lélegasta og mest cheap mynd sem ég hafi nokkurntíman séð um ævina! Gátu mennirnir ekki einusinni reynt að breyta handritinu frá fyrri myndum það mikið að maður fengi í það minnsta ekki hreint og beint dejavu við að horfa á þriðju myndina?!

Eftir að hafa horft á hálfa myndina, yfir mig hneykslaður og alveg að gefast upp á þessari hörmung fara að lifna við minningar úr bíósal í stórborg óttans, þar sem Halli litli situr með popp og kók og er að horfa á þessa sömu mynd rétt eftir að hún var frumsýnd!

Ég held að ég hafi aldrei lent í þessu áður að muna hreinlega ekki nema einstaka brot og brot úr bíómynd sem ég hef séð og hafa ekki einusinni hugmynd um það hvernig hún endar!

Ellimörk? Varla, þetta er svo langt síðan sjáðu til Biggi! Og ég er ekki búinn að gleyma einni einustu mynd fyrir eða eftir þetta atvik!

...svo ég muni til...

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Afhverju?

Afhverju þarf ég að vinna fyrir mér?

Afhverju þarf ég að vinna tvöfalt þessa dagana?

Afhverju fæ ég sáran sting í hjartað í hvert sinn sem ég hugsa um ákveðna fyrrverandi kærustu (farið að gerast skuggalega oft þessa dagana.. ekki gott!)?

Afhverju þarf ég að vera í jakkafötum á föstudögum?

Afhverju er ég ekki með ofurkrafta?

Afhverju get ég ekki klárað prótótýpuna?

Afhverju er ég búinn að vera kvefaður í 2 vikur?

Afhverju? Afhverju? ...skil iggi...

mánudagur, nóvember 14, 2005

mánudagur til mæðu!

Alveg ferlegt þegar menn sem maður vinnur mikið með og skiptir með verkum tekur allt í einu uppá því að fara bara að eignast barn! Hað gerist þá? Jú, allt sem hann sinnti lendir á mér og ég fæ örugglega magasár eða verð svo skapstyggur að ég hætti að geta unnið nokkurn skapaðan hlut ef fer sem horfir!

Það er t.d. vika síðan félaginn átti litla krílið og það er eins og að það sé ekki enn runnið upp fyrir verkstjórunum hérna að ég er bara einn og get ekki tekið að mér 3-4 stk af 8 tíma verkefnum á dag, til þess þarf sko 3-4 daga!! grrrrr!! En þetta gengur örugglega allt upp á endanum, enda mikill jafnaðargeðsmaður.. vona bara að það dugi til!

Annars ætla ég nú ekki að vera að kvarta yfir vinnunni sem ég er í, er alveg að fíla þetta, nema kannski akkúrat álagið þessa stundina, en það er fínt að sjá fram á að þetta verði ekki nema í 2 vikur í viðbót.. geðveikin það er að segja!

Vona bara að mig dreymi ekki alla verkstjórana í nótt... úff, það hefur nú aldeilis komið fyrir að mig hafi dreymt vinnunna á álagstímum! Það er kannski ekki svo slæmt í sjálfum sér nema að þegar álagið er mikið og mann dreymir vinnuna þá eru það yfirleitt ekki góðir draumar þannig að maður hvílist sama og ekkert.

Vona þess vegna bara að mig dreymi eitthvað notalegt.. eins og ... tjah.. ;)

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Pest, þ.e.a.s. Búda

Ég er að vinna hjá enn einu fyrirtækinu sem virðist vera í því að bjóða starfmönnum sínum til útlanda við sérstök tækifæri. Ég get nú ekki kvartað yfir því og núna um daginn þá var okkur öllum boðið til Búdapest og ætlunin var að halda árshátíð fyrirtækisins þar.

Eins og sönnum íslendingum sæmir þá var að sjálfsögðu mætt vel fyrir brottför útá Leifsstöð til að geta svooolgrað í sig nokkrum ísköldum og rætt síðan málin í setustofunni. Þegar við komum uppí vélina voru menn vægast sagt í misgóðu ásigkomulagi og til stóð að 2 menn ættu ekki að fá að fara með vélinni sökum þess hversu vel kenndir þeir voru.. Annar, sem var þá búinn að sitja við hliðiná eiganda fyrirtækisins og röfla í honum á milli Jagermæstersopa hlýddi nánast umorðalaust þegar hann var beðinn um að leggjast aftast í vélina og fara að sofa en hinn kúmpáninn var ekki alveg á þeim buxunum en ákvað samt að það væri meira virði að fara til Búdapest heldur en að hafa farið á skammvinnsta fyllerí æfi sinnar á Leifsstöð.
En þar með er ekki sagt að hann hafi verið búinn að ljúka sér af hahaha, langt í frá, hann byrjaði að sjálfsögðu að böggast í fólki þegar vélin var komin í loftið.. setningar eins og

“stelpur, má ég ekki vera á undan ykkur á klósettið afþví að ég er með svo stórt typpi?!”

fengu að fjúka við fínustu frúr fyrirtækisins, makar toppanna! Og svo þegar hann loks komst á klósettið í eitt skiptið þá fékk hann að sjálfsögðu þá stórnsjöllu hugmynd að nú væri aldeilis tilvalið að kveikja sér í rettu, enda “enginn” að fylgjast með eða þannig.. reykskynjari? Hvað er það?! Hahaha það varð allt vitlaust!
Og svo voru nokkur ungmenni með dólgslæti á þeim skalanaum að til stóð að láta lögregluna taka á móti þeim við lendingu! Semsagt alveg dæmigerð flugferð með grófum iðnaðar og verkamönnum hahaha! En mjög skemmtileg engu að síður..

Um kvöldið fórum við nokkur saman á Argentínu steikhús þeirra Pestverja og það var alveg fáránlega góður matur á boðstólnum á þeim bænum.. Allir fengu sér mörg hundruð gramma stórsteik, rauðvín og öl eins og menn gátu í sig látið og allt kostaði þetta innan við 18þ fyrir 6 manns... úff.. og svo var að sjálfsögðu skrallað eftir bestu getu á bar sem var í undirgöngum við hótelið, alveg steikt..

Daginn eftir fórum við nokkrir að fá okkur að borða eftir verlsunar og skoðunatúr dagsins og menn eru að sjálfsögðu spurðir fregna af kvöldinu áður.. þá kemur uppúr kafinu að tveir þessara herramanna höfðu ákveðið að skella sér á pútna hús bæjarins og heldur betur komist í krappan dans þar. Þeir völdu það ekki betur en svo að þegar þeir voru búnir að panta dömurnar og bjóða í kampavín og öllu sem því fylgir þá kemur að því að borga til að komast út af húsinu (reyndar áttu gellurnar að fara síðan með þeim uppá hótel) þá var gripið í tómt veskið enda reikningurinn uppá 150þúsund krónur! Þeir náðu þó að redda þessu fyrir horn með því að senda annan útí hraðbanka og hann átti sem betur fer nægilega feita innistæðu til að greiða þennan reikning!
Það sem var eiginlega hvað kómískast við þetta er að aðrir tveir sem sátu við matarborðið höfðu farið inná annað hóruhús þetta sama kvöld, spurt um verðið og þeim fannst 4000kr alveg svívirðilega dýrt og snéru við á punktinum og strunsuðu út.. hahaha

Eftir þetta var síðan farið í bátssiglingu upp og niður Dóná sem var mjög gaman og hefði eflaust mátt flokka sem rómantíska siglingu ef maður hefði haft einhvern til að rómantískast með.. Það voru þjóðleg skemmtiatriði og þetta fína hlaðborð.

Á laugardeginum var síðan sjálf árshátíðin og við tókum okkur þrír saman, keyptum alveg eins jakkaföt úr ljósbeige “gardínuefni” fyrir 4000kr haha.. vöktum ómælda athygli bæði fyrir litinn og að við skyldum vera allir í eins fötum, soldið spes að það standi hópur af mönnum í svörtum jakkafötum fyrir framan mann sem hlær af því að við erum allir “eins” hahaha

Reykingadólgurinn var á þessari stundu búinn að vera vel í glasi alveg frá því að við lentum og það dró ekkert af honum þegar hann var laminn í hausinn og rændur fyrsta kvöldið. Á árshátíðarkvöldinu vorum við þremenningarnir að sækja þriðja manninn þegar dólgurinn hringir uppá herbergið til hans. Herbergisfélaginn svarar og fer aðeins að spjalla.

“jájá, bara að hafa okkur til sko.. hmm, ha? hvað á að gera í kvöld?! Hvað meinaru?!”

Þá hafði dólgurinn semsagt ekki grænan grun um að það væri yfir höfðu árshátið í ferðinni!! HAHA

Hann kom ekki með hópnum heldur mætti vel seint á hátíðina og þar sem allir voru löngu sestir til borðs þá kom hann alveg eins og róni innaf götunni og þjónarnir ætluðu að fara að henda honum út! Hann náði þó að sannfæra þá um að hann væri hluti af hópnum og var að lokum vísað til sætis.

Kvöldið var mjög fjörugt og mikið af góðum skemmtiatriðum og svo vildi svo skemmtilega að til að það var kalkúnn í matinn sem dólgurinn neitaði að sjálfsögðu að innbyrða sökum fuglaflensunnar og var með uppsteyt og framíköll á meðan maturinn var borinn fram. Hann fékk samt sérrétt á endanum.

Eftir þessi herlegheit fórum við þremennigarnir ásamt fríðu föruneyti á aðal skemmtistaðaeyjuna í borginni og ætluðum að heiðra risastóran teknóstað með nærveru okkar. Því miður þá var ennþá hálftími í að sá mæti staður opnaði þegar við komum þannig að við neyddumst til að líta inná staðinn við hliðiná til að drepa tímann. Það vildi ekki betur til en svo að það var riiiiiiisastór teknó-leðurhommastaður! Mjööööög hressandi að vera þar inni en biðin var stutt þannig að okkur varð ekki meint af. Ekki mikið í það minnsta.

Teknóstaðurinn var risastór skemma sem búið var að innrétta á mjög töff hátt og þegar við vorum búnir að fá nægju okkar þarna inni þá hófst leitin að útganginum! Það var ekkert grín að finna hann og á tímabili héldum við að við myndum jafnvel daga uppi þarna inni, því að allar bardömur sem við spurðum vildu bara selja okkur drykki!

En svo áttuðum við okkur á því að það voru riiisastórar gardínur fyrir bæði klósetthurðum sem og útgönguhurðum þannig að við sluppum heim á endanum.

Sunnudagurinn fór svo bara í að ferðast heim og ég lenti á sæti í vélinni sem ekki var hægt að halla og ófrísk kona við gluggann sem var endalaust á klósettinu. Æðislegt í fjóra klukkutíma!

En all in all frekar skemmtileg ferð og gaman að kynnast samstarfsfélögum sínum á öðrum verkstöðum!

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Long tæm no bloggensí

Öss, maður drekkir sér í vinnu og þá er að sjálfsögu lítill tími aflögu til að blogga og hvað gerist? manni er hótað að fólk hætti að koma, fólk sendir manni háðsglósur í kommentunum og ég veit bara ekki hvað!! hahha, okok, ég er að semja ferðasöguna frá Búdapest og kem til með að skjóta inn nokkrum myndum í hana til að lífga uppá þetta allt saman... þetta verður komið inn í kvöld eða mööööögulega á morgun.. fer eftir því hversu ferskur ég verð í skrifunum

Lov jú all longtæm
 

blogger templates |