mánudagur, nóvember 21, 2005

Pubbinn í Þingholtunum..

Ég var svo ljónheppinn að vera boðið út að borða á Holtið á laugardaginn! Það gerist nú ekki á hverjum degi og það er nokkuð ljóst að ég er alltaf að verða sáttari og sáttari við þetta blessaða fyrirtæki sem ég vinn hjá..

Ekki nóg með það að allt væri í boði heldur mátti maður að sjálfsögðu velja hvað sem hugurinn girntist og á svona stað girnist hann ansi margt get ég sagt ykkur. Eftir að við vorum búin að kýla vömbina á þessum eðalpöbb þá var stefnan tekin á Vínbarinn en þegar þangað var komið þá þótti öllum röðin vera heldur ófrýnileg þannig að plan B hrökk snögglega í gagnið.

Leiðin lá semsagt til eins verkfræðingsins sem býr í miðbænum og státar af því að eiga vínkjallara sem er líklega metinn á um 5milljónir! Öss! Ég held að okkur hafi nú tekist að höggva smá skarð í hann en varla svo einhverju nemi, þrátt fyrir heiðarlega tilraun!

Fín helgi, ekki hægt að segja annað..
 

blogger templates |