fimmtudagur, desember 23, 2004


Thà er bùid ad flòdlýsa skùrinn!

Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

mánudagur, desember 13, 2004

Norðurljósagrín

Ég er búinn að vera að vinna töluvert mikið fyrir norðurljós á meðan þeir eru að koma þessu Digital dæmi í gagnið. Það hringja töluvert margir inn og eru eitthvað að vandræðast við að koma þessu í lag hjá sér og vandamálin eru alveg á öllum skalanaum, allt frá því að fólk fattar ekki að það þarf að vera kveikt á ruglaranum yfir í að það rjúki hreinlega úr gripnum..

Ég var að vinna þarna um helgina og fæ eitt símtal þar sem ég kannast eitthvað við nafnið sem poppar upp eftir innslátt kennitölu.. drengurinn sagðist vera að kanna málið fyrir móður sína og var alltaf að fá upp einhverja leiðinda meldingu á skjáinn eða "smart card wrong insert" og þar af leiðandi engin mynd. Maðurinn sem átti í hlut heitir Nonni og erum við báðir meðlimir í sama klúbbinum og höfum þekkst í, jaaaaaa, rétt rúman áratug eða svo. Hann kannaðist ekki við röddina í mér þannig að ég stóðst ekki mátið að rugla aðeins í honum.

Vitandi það að hann spilar sama tölvuleik og ég þá byrjaði grínið..

Ég sýndi að sjálfsögðu engin merki þess að ég hefði hugmynd um hver hann væri. Fór í gegnum nokkrar staðlar rullur og spurði hann svo hvort að það væri nokkuð heimilistölva í íbúðinni.

Hann sagði að svo væri.

Þá fer ég að segja honum frá því að við höfum verið að fá mikið af kvörtunum um að 1 ákveðinn leikur væri mikið að trufla útfrá sér, það væri búið að prufa þetta hérna hjá okkur líka með nokkrum afruglurum og PC-tölvum og niðurstaðan alltaf sú sama:

Ef menn eru að spila DOD innan við 50m frá ruglaranum þá virðast skothljóðin í leiknum hrekkja kortið það mikið að þau fara að koma með þessa "smart card wrong insert" meldingu

"Spilaru nokkuð tölvuleiki í þinni vél?"

"HA? JÁ! Ég spila einmitt DOD!! Ertu að meina þetta?"

"já, og ef þú skoðar kortið sjálft þá sérðu að á gullplattanum er hægt að greina ígreypt Sierra logoið þar sem við erum í samtarfsverkefni við þá í mælingum á því hversu margir sem horfa á og nota þessa afruglara spila DOD. En eins og þú sérð þá eru ákveðnir fylgikvillar sem tengdir þessu sem enn á .." hérna srping ég úr hlátri en næ að redda því með að segja að friends séu í sjónvarpinu og baðst innilegrar afsökunar "..eftir að laga.."

Nonni var orðinn frekar sáttur við þessa skýringu og ég ósáttur við það hvað hann efaðist lítið um þessa dellu þannig að ég bæti við..

"En það er fleirra sem kemur til, varstu nokkuð í brúnum leðurskóm þegar þú varst að stilla lykilinn?!"

Ok, hérna hætti hann að trúa mér og spurði hlæjandi hvað væri eiginlega í gangi..

Hehehe, hann sagðist hafa trúað þessu að hluta til svona lengi af því að þegar maður hringir í þjónustusíma útí bæ þá gerir maður ekki ráð fyrir því að maðurinn á hinni línunni fari hreinlega að fokka í manni.. nokkuð mikið til í því!

En gott grín engu að síður og ég skemmti mér konunglega!

þetta fer svo undir hann í sumar. Þarf reyndar að glerblása þær svo þetta sé almennilegt.. það er alveg 30-40þ
Mynd

Þetta er gripurinn, svo var ég að festa kaup á 18" sumarfelgum undir hann..
Mynd

föstudagur, desember 03, 2004

BMW kominn í hús!

Þjóðverjinn kann sko að framleiða bíla! Það er bara ekki flóknara en það! Ég var að fjárfesta í 1.stk BMW 535 1996 módel og það er líklega ljúfasti bíll sem ég hef átt frá upphafi ("mér finnst minn 323 bara ekkert síðri góði minn" - mamma) og er sá listi samt sem áður töluvert veglegur:

1. MMC colt 1982 - snilldar kerra sem kom okkur félögunum uppí Húnaver og til baka með glans
þrátt fyrir að vera samt nokkrara vikur að jafna sig í fjöðruninni.. gekk undir nafninu Gölturinn enda gullbrons að lit og belgmikill eins og feitt svín

2. Opel Cadett 1985 - þennan bíl átti móðir mín eiginlega en við bræðurnir tókum hann traustataki og löppuðum uppá hann eftir atvikum.. sem var eiginlega í hverri viku. Bíll með mikin og sterkan karakter, kallaður Cadilakkinn og átti lyklakippu í stíl!

3. MMC colt 1987 - Bíll sem ég notaði með henni Ingunni minni í nokkur ár, hvítur að lit og Jón Flasan klessti aftaná með stæl á bremsulausa Skódanum sínum (Skódi Rabbit!! grínlaust!) Þessi bíll fór víst bara nýlega (sem þýðir í mínum huga fyrir nokkrum árum) úr eigu Ingunnar skilst mér og hún fékk sér Yaris

4. Citroen Ax Sport 1988 - hehe, lítið og snaggaralegt tveggja blöndunga franskt hönnunarslys! En askoti sprækur og skemmtilegur.. þegar hann fór í gang og hægt var að halda innsoginu úti! Fékk símtal 3 árum eftir að ég seldi hann og þá var bíllinn búinn að vera númeralaus á einhverju bílastæði í Árbænum í nokkra mánuði og það eina sem fannst í bílnum var snepill með nafninu og símanúmerinu mínu á! Fríkí shit!

5. BMW M5 1993 - Mmmmmmm... hreinn eðall! Hreinn eðall!! Þvílíkur bíll, leðraður í hólf og gólf með ljósgráu leðri sem tónaði alveg fáránlega vel við svart lakkið á honum og 17" mutterbomser felgurnar (verð eiginlega að skella myndum inn af öllum þessum bílum). 340 hestöfl eru sko ekkert grín enda vafðist gripurinn utan um dansk tré.. Jónki leggur blómsveg við tréð á hverju ári til minningar um atvikið. Við KK erum eiginlega sammála um að þetta sé bíllinn!

6. Dodge GrandAm 1995 - Tók þennan uppí BMW M5 flakið, eða meira svona skipti á sléttu.. það var sko ekkert spennandi við þennan bíl enda staldraði hann stutt við..

7. MMC 3000gt VR-4 1991 - Skipti á þessum og bannsettum Dodginum.. fín skipti og gaman að vera aftur kominn á 300+ hö bíl, leður og rafmagn í sætum. mmm.. en maður verður nú samt soldið þreyttur á því að liggja alveg í götunni og þurfa að klifra útúr bílnum í hvert skipti. Bílprófsleysið á þessum tíma kom líka í veg fyrir að ég kynntist bílnum eitthvað að ráði. Helga frænka var með hann í láni í dágóðan tíma og KK fékk hann svo eftir það og var á honum þar til ég fékk bílprófið aftur.

8. BMW 750iAL 1991 - Skipti á MMCinum og þessum fleka. Uss hvað þetta er stór og mikill bíll! Og olíulekinn maður! Og stýrisvélin maður! Og 320 hestöflin! Mjög gaman að krúsa á þessum norður í land! En hann lenti á WV Polo.. reyndar kominn aftur á götuna, enda sveittur fully-loaded mafíósabíll!

9. Mazda 323 1982 - Bílnum hennar ömmu komið í mína umsjá. Þetta er líklega merkileagsti bíllinn í safninu, framleiddur 1982 og ekki ekinn nema 85þ KM árið 2004! Og ástandið eftir því! Hann fékk þó að víkja fyrir næsta bíl að neðan en ég hef nú ekki miklar áhyggjur af honum enda kominn í vandvirkar metro-hendur Bigga Gríngós! Loðstýrið fylgdi!

10. BMW 535 1996 - Þetta er hreinlega fullorðins kerra frá Germany! Þrátt fyrir að vera ekki alveg jafn sportí og M5-inn þá er þetta nýrri bíll og vegur upp það sem vantar í sportlegheitum og krafti með fágaðri og fallegri innréttingu og glæsilegri hönnun á boddíinu! It´s a keeper!

...annars er maður nú bara að vinna uppá Norðurljósum í frístundum sínum þessa dagana... reynir nú samt að eiga smá sosiallíf eftir það..

Ég ætla að reyna að finna myndir af þessum bílum öllum og skella þeim inn um helgina og ef ég finn ekki mynd af akkúrat því eintaki sem ég átti þá held ég að google vinur minn verði að redda þeim fyrir mig, en myndir skulu koma!
.

 

blogger templates |