mánudagur, desember 13, 2004

Norðurljósagrín

Ég er búinn að vera að vinna töluvert mikið fyrir norðurljós á meðan þeir eru að koma þessu Digital dæmi í gagnið. Það hringja töluvert margir inn og eru eitthvað að vandræðast við að koma þessu í lag hjá sér og vandamálin eru alveg á öllum skalanaum, allt frá því að fólk fattar ekki að það þarf að vera kveikt á ruglaranum yfir í að það rjúki hreinlega úr gripnum..

Ég var að vinna þarna um helgina og fæ eitt símtal þar sem ég kannast eitthvað við nafnið sem poppar upp eftir innslátt kennitölu.. drengurinn sagðist vera að kanna málið fyrir móður sína og var alltaf að fá upp einhverja leiðinda meldingu á skjáinn eða "smart card wrong insert" og þar af leiðandi engin mynd. Maðurinn sem átti í hlut heitir Nonni og erum við báðir meðlimir í sama klúbbinum og höfum þekkst í, jaaaaaa, rétt rúman áratug eða svo. Hann kannaðist ekki við röddina í mér þannig að ég stóðst ekki mátið að rugla aðeins í honum.

Vitandi það að hann spilar sama tölvuleik og ég þá byrjaði grínið..

Ég sýndi að sjálfsögðu engin merki þess að ég hefði hugmynd um hver hann væri. Fór í gegnum nokkrar staðlar rullur og spurði hann svo hvort að það væri nokkuð heimilistölva í íbúðinni.

Hann sagði að svo væri.

Þá fer ég að segja honum frá því að við höfum verið að fá mikið af kvörtunum um að 1 ákveðinn leikur væri mikið að trufla útfrá sér, það væri búið að prufa þetta hérna hjá okkur líka með nokkrum afruglurum og PC-tölvum og niðurstaðan alltaf sú sama:

Ef menn eru að spila DOD innan við 50m frá ruglaranum þá virðast skothljóðin í leiknum hrekkja kortið það mikið að þau fara að koma með þessa "smart card wrong insert" meldingu

"Spilaru nokkuð tölvuleiki í þinni vél?"

"HA? JÁ! Ég spila einmitt DOD!! Ertu að meina þetta?"

"já, og ef þú skoðar kortið sjálft þá sérðu að á gullplattanum er hægt að greina ígreypt Sierra logoið þar sem við erum í samtarfsverkefni við þá í mælingum á því hversu margir sem horfa á og nota þessa afruglara spila DOD. En eins og þú sérð þá eru ákveðnir fylgikvillar sem tengdir þessu sem enn á .." hérna srping ég úr hlátri en næ að redda því með að segja að friends séu í sjónvarpinu og baðst innilegrar afsökunar "..eftir að laga.."

Nonni var orðinn frekar sáttur við þessa skýringu og ég ósáttur við það hvað hann efaðist lítið um þessa dellu þannig að ég bæti við..

"En það er fleirra sem kemur til, varstu nokkuð í brúnum leðurskóm þegar þú varst að stilla lykilinn?!"

Ok, hérna hætti hann að trúa mér og spurði hlæjandi hvað væri eiginlega í gangi..

Hehehe, hann sagðist hafa trúað þessu að hluta til svona lengi af því að þegar maður hringir í þjónustusíma útí bæ þá gerir maður ekki ráð fyrir því að maðurinn á hinni línunni fari hreinlega að fokka í manni.. nokkuð mikið til í því!

En gott grín engu að síður og ég skemmti mér konunglega!
 

blogger templates |