föstudagur, nóvember 17, 2006

Góð lykt maður!





Ég er svo heppinn að Hrafnhildur mín gaf mér rakspíra um daginn sem er þeim kostum gæddur að alltaf þegar ég set hann á mig þá er lyktin svo góð að ég fer hreinlega í gott skap! Geri aðrir spírar betur..
Annars vorum við Bensi að taka nokkrar myndir hérna útí Svartsengi í frostinu.. úff, hvað það var kalt hérna í gær! -10° og vindkæling uppá -25° samtals um -35°frost!! Enda voru kallagreyin alveg að deyja hérna.

En eins og sést á myndinni af okkur nöfnunum þá er sumum greinilega meira kalt en öðrum, enda yfirmaðurinn mikill fjallagarpur og hefur klifið hæðstu fjöll (í orðins fyllstu merkingu, hann fór á Everest!).

laugardagur, október 21, 2006

Range Rover til sölu


Jæja, ég er með 1 stk Range Rover til sölu þar sem ég þarf víst ekki á jeppa að halda lengur, reyndar er ég mest á því að skipta á honum og leðruðum BMW þannig að ef þið vitið um einhvern sem vill slétt skipti látið mig endilega vita..

Það koma myndir af gripnum á morgun en þetta er grænn Reynsi HSE 4.6 1996 árgerð með svörtu leðri og öllum hugsanlegum búnaði miðað við aldur held ég barasta. Hann er ekinn 180þ (tékka á því á morgun og uppfæri töluna) og er á meðalslitnum dekkjum.

Hann er skoðaður 2006 en ég er að fara að skella honum í 2007 skoðunina hvað úr hverju.

En annars skoða ég öll skipti á hvernig fólksbíl sem er þó svo að Bimminn sé í fyrsta sæti (en ekki hvað?!).

laugardagur, október 07, 2006

"..ha? eru stráhús þarna?"

".. hvernig getur mamma þá verið þarna? hún getur ekki einusinni verið á fjögurra stjörnu hóteli!"

hahahahahaha

miðvikudagur, september 27, 2006

hahahahaha

hey.. pollo alla cacciatora...

Er á fullu að undirbúa matarboðið mitt, Hrafnhildur lætur mig lesa matreiðslubækur spjaldanna á milli, þrífa íbúðina og versla í matinn en hún eldar sko matinn í okkur strákanna.

En jæja best að fara að lesa :)

föstudagur, september 15, 2006

Ammlis

Til hamingju með daginn Alli!

fimmtudagur, september 07, 2006

Ósmekklegt?

Er það ekkert ósmekklegt að prómótera myndina um Jón Pál með slagorðinu :

Risinn með barnshjartað!

Kommon, maðurinn dó úr hjartaáfalli!! úff

Alltaf gaman af aulahúmor

Hló hreinlega upphátt þegar ég rakst á þessa skrítlu á palmar.leti.is

miðvikudagur, september 06, 2006

"Á annasömum degi.."

"...getur komi sér vel að vera í Rugby undirfatnaði!"

Þessi texti er lesinn í auglýsing á karlmannsnærbuxum og á meðan þulurinn er að lesa þennan texta þá er sýnt myndskeið þar sem par á nærbuxum einum fata er í koddaslag uppí rúmi!!!

jáhá!! Heldur betur annasamur dagur og sem betur fer allir vel dressaðir í Rugby naríum!!

hahahaha! Elska heimskar auglýsingar!

laugardagur, september 02, 2006

Náttúran

Ég hef af og til verið að velta einu fyrir mér varðandi manninn og dýrin. Mér finnst það alltaf jafn magnað að flest dýr eiga það á hættu að vera hreinlega étin hvenær sem er og hvar sem er! Pæliði í því ef maður færi alltaf í vinnunna á morgnana vitandi það, sko vitandi það að líkurnar á því að maður yrði gúffaður þann daginn væru meiri heldur en að komast aftur heim! haha

Var líka að skoða vídeó á Metacafe þar sem verið er að sýna ljónynjur að gúffa í góðum gír. Svo koma hýenur að kræsingunum og þessir 2 hópar fara eitthvað að slást um matinn, lengi vel virðist sem ljónynjurnar fái að eiga þetta í friði en smámsaman missa þær tökin á þessu og forða sér hreinlega allar uppí nærliggjandi tré. Ok.. stuttu seinna - eða löngu, erfitt að átta sig á því en allavega svo er sýnt þegar karlljónið kemur hlaupandi að tékka á hlutunum og vá hann er sko ekkert að stand í neinum smáryskingum við hýenurnar eins og ljónynjurnar heldur brunar inní hópinn sem er að borða matinn hans, splundar honum alveg og drepur bara allar þær hýenur sem verða á vegi hans! Bara stútar þeim! úfff!
Og það er sko engin smá stærðarmunur á ljónynjum og ljóni! Djöfull voru hýenurnar hræddar þegar þær sáu hann koma.. enda kannski ekki að ástæðulausu.

En þetta sýnir bara að meira að segja þó þú sért ofarlega eða jafnvel nánast efst í fæðukeðjunni þá er samt ekki tryggt að þú lifir daginn af í hinni villtu náttúru!

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Fjör á Mæjamí

Jæja, stelpan stödd á Miami að sletta úr klaufun og skoða síneríið.. ætla reyndar ekki að skrifa mikið hérna í dag en langaði bara að skella inn myndum. Hrafnhildur fór í smá leiðangur á fenjasvæðið þarna á Miami eða í kringum Miami og rakst á þónokkuð marga krókódíla svo ekki sé meira sagt! Það var víst allt krökkt af þeim í kringum bátinn þeirra og eins og sést á myndinni að þá er þetta ekki beint neinn togari eða eitthvað slíkt, smá kitra úr einhverjum skæni! Eitt *hrammbbs* og þær hefðu orðið gott gúff stúlkurnar!!

Verð að segja eins og er að þegar þær voru í ferðinni að þá var eiginlega ekkert samband á gemsanum hennar Hrafnhildar þannig að mér var sko alveg hætt að lítast á blikuna á tímabili, þær umkringdar krókódílum og dautt á símanum.. sá sko alveg fyrir mér að eitthvað hefði komið fyrir þannig að ég var mjög feginn þegar hún loks hringdi í mig þessi elska!

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Nær dauða en lífi


..vægast sagt!

Ég gerði þau stóru mistök að leggja mig þegar ég kom heim frá USA.. BIG mistake!

Ég er ss alveg ósofinn núna í vinnunni, búinn að vera vakandi í 17 tíma og klukkan ekki nema hálf ellefu!

Það er ekki gott.

Svo er þetta allt spurning um sjálfsaga þegar heim kemur, að leggja sig ekki. grrrr

mánudagur, ágúst 21, 2006

Alcatraz


Fórum í smá túr í Alcatraz.. skelli inn einni mynd hérna.. þetta var alveg mögnuð upplifun að skoða þetta, pínulitlir klefar og allt eiginlega töluvert þröngt þarna.

Þegar maður sér svona staði í bíómyndum þá finnst mér allt virka svo risastórt. Svo er víst ekki.

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Smá djókur frá san

haha, mér fannst þetta soldið fyndið hjá honum bróður mínum.. við erum að keyra um hverfi sem er ekki alveg hjá Gumma, soldið í burtu..

Gummi: shit ég er alveg lost..
Halli: HA? ertu ekki að grínast!
Gummi: nei, bíddu þarna er Maccidí, þá get ég oríenterað mig útfrá honum..
Halli: aha, ertu búinn að kynna þér staðsetninguna á öllum Donaldsstöðunum í nágrenninu?
Gummi: huh? eru til fleirri en EINN?!!! Það skýrir afhverju ég er alltaf að villast hérna úti

hahaha

laugardagur, ágúst 19, 2006

San Fagsisco

Jæja þá er maður búinn að vera í heila viku hérna úti og orðinn kaffibrúnn þrátt fyrir morgunkuldann sem ætlar mann alveg lifandi að drepa. Ég er reyndar ekki frá því að maður hafi hreinlega líka bætt á sig nokkrum kílóum :S

Það verður reyndar engin ferðasaga alveg strax, ætli ég reyni ekki að skella inn nokkrum myndum og smá glósum um það sem á daga mína hefur drifið í næstu viku..

Tjaó belló

sunnudagur, júlí 09, 2006

Móðureðlið

Ég elska konur! Ég er einn heima eins er, makin er í London að heilsa uppá nýfæddan son vinkonu sinnar sem er algjört krútt.. ég spjallaði við móður mína í dag og það fyrsta sem hún spurði mig var hvort að ég væri búinn að borða eitthvað síðan Hrafnhildur fór út. Ég játti því. Svo spjallaði ég við Hrabbadú og hún spurði mig líka hvort að ég væri búinn að borða eitthvað í dag. Umhyggjan hjá konum er miklu meiri eða kannski öllu heldur sýnilegri heldur en hjá köllum. Ég veit nefninlega að allar frænkur mínar myndu spyrja mig að þessu sama sem og ömmur mínar. Föður mínum, frændum og öfum myndi aldrei detta í hug að spyrjast fyrir um þetta haha, enda kannski óþarfa áhyggjur að hafa af 100kg átvagli.

En það er mjög gott að vita að væntumþykjan er mikil. Og ég sakna Hrafnhildar minnar..

þriðjudagur, júní 27, 2006

Útálandi lið

Við skötuhjúin skelltum okkur í ammlisveislu núna um helgina sem var haldin uppí sumarbústað rétt við Landmannalaugar. Ekki amalegt það. Þetta var nú ekki stórammli þannig séð en alveg kjörið að bregða undir sig betri fætinum á laugardagsmorgni og skella sér uppí sveit að heiðra litla frænda minn hann Polbein Puma, sem varð 4 vetra deginum á undan mér!


Við kipptum Lísu litlu prinsessu með og skemmtum okkur konunlega við að rúnta um sveitir landsins. Eftir ammlið þá hittum við vinafólk Bridget og skelltum kjúlla á grillið hjá þeim. Mér finnst húsvagnar snilld.. Við hjúin gistum reyndar ekki í slíkum en nutum góðs af aðstöðunni. Það er ekki það þægilegasta í heimi að sofa á grjóti í halla. En maður lifi þetta af.. en ekki hvað?!

Erum að standa upp úr heita pottinum á Hellu:
Halli: "Við Hrafnhildur ætlum bara rétt að sækja kúta og svo getum við farið í laugina Lísa mín.."
þögn - og svo sagt lágt með fýlusvip
Lísa: "Hrafnhildur getur alveg farið ein á klósettið.. þú getur alveg komið með mér í laugina!"

hehe, hún var greinilega ekki alveg að heyra orðið "kúta" rétt

fimmtudagur, júní 15, 2006

Eldhús Helvítis?

Hvar er Eldhús Helvítis? Ég er nokk viss um að það sé statt á Suðurlandsbraut.. en er þó ekki viss. Sambýlið fór nibblega í matarheimsókn í þetta eldhús og viti menn, heil vika af niðurgangi fylgdi í kjölfarið! vúff

Ég er reyndar ekki alveg viss hvort að sökin liggi hjá þessu eldhúsi en líkurnar eru samt yfirgnæfandi þar sem við fengum þetta bæði og svo lagðist tengdapabbi líka í þetta í stundarkorn en virðist þó hafa sloppið fyrir horn.

Þetta er þó ekki alslæmt þar sem maður er búinn að léttast um 100kg á þessari viku.. hehe

fimmtudagur, júní 01, 2006

Express tilboð

Já, það er eitthvað tilboð í gangi hjá Iceland Express þannig að nú er að hrökkva eða stökkva klukkan 12:00 í dag og festa sér miða til köben.. wheee!!!

Svo virðist síðan mín vera eitthvað í fokki, ætli það sé lítil notkun sem valdi því?

hmmmmmmmmmmmmmm

þriðjudagur, maí 23, 2006

Myndasíðan að stækka

Jæja, myndasíðan hér til hliðar er eitthvað að bæta á sig..

Ég er byrjaður á nýjum vinnustað sem er gríðarlega spennandi og krefjandi þannig að maður er á tánum alla daga, ekki það að maður hafi ekki verið það hjá Eyktinni en þetta er töluvert meira álag og ábyrgð þannig að nú er bara um að gera að standa sig.

Úff, ég er alveg ferlegur, mér dettur alltaf eitthvað svakalega sniðugt í hug að blogga um þegar ég er að keyra, labba, nývaknaður, að fara að sofa, í afmælum, á djamminu, í matarboðum.. en aldrei þegar ég er við tölvuna. Bévítans gullfiskaminnið að fara með mig!

sunnudagur, maí 07, 2006

Fimmtudagsmatur

Við skötuhjúin ákváðum í vetur að bjóða Stjána og Írisi sys alltaf í mat á fimmtudögum.. þetta gekk eftir í nokkur skipti en svo hætti KK að vinna hérna í Hafnarfirðinum þannig að rúntur úr Mosó útí Fjörðinn var ekki alveg það hentugasta. Nú stendur aldeilis til að endurnýja þetta og af einhverjum undarlegum ástæðum þá er það ekkert mikið mál lengur að skjótast útí Hafnarfjörðinn einusinni í viku til að fá gott gúff. Þó það nú væri..

Ég held samt að þetta hefjist ekki fyrr en ég er farinn að vinna í bænum aftur. Ef allt gengur eftir þá verður það um miðja næstu viku en í versta falli þá verður það ekki fyrr en í vikunni þar á eftir.

Wheeeeeeee.. stelpan sofandi í sófanum, talandi uppúr svefni og stríðnispúkinn ég að svara henni með alskonar bulli hehehe..

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Kaffibollinn knái


Jæja, er kominn tími á að skola kaffibollann sinn?
hmmmmmm

mánudagur, apríl 24, 2006

Smá bíódagur

Við skötuhjúin horfðum á myndina Syriana í gær og vorum eiginlega bæði jafn ringluð eftir hana. Reyndar sofnaði Hrafnhildur í miðri mynd og þegar hún vaknaði fór hún að spyrja mig hvað væri búið að gerast. Ég gat bara engan vegin svarað henni því ég hafði ekki hugmynd hvað var búið að gerast.. í allri myndinni í heild sinni.

Það getur verið að þetta sé ein af þessum myndum sem maður verður að horfa á nokkrum sinnum til að átta sig á henni því að þetta fyrsta áhorf í gær skilaði engu. Það er engin aðalpersóna, það er aldrei skýrt eða ljóst hvert plottið er og maður flakkar á milli heimshluta alla myndina til að sjá örstutt brot úr lífi persóna sem virðast nánast vera ótengdar.
Það er samt rauður þráður í myndinni, því er ekki hægt að neita. Eins og ég skynjaði hana þá er þetta ádeila á olíufursta, bæði í USA og miðausturlöndum en ég náði ekki alveg inntakinu, hver gagnrýnin var eða hversvegna maður var að fylgjast með viku í lífi þessara manna.

Það vantaði reyndar íslenskan texta á myndina sem gæti skýrt það hversvegna athyglin hélst ekki alveg ótrufluð. Ég er tiltölulega sleipur í engilsaxneskunni en þetta er bara hreinlega það flókin mynd að ef maður tapar þræðinum þá er erfitt að ná honum upp aftur.

En leikurinn stórgóður og gaman að sjá Clooney þéttan á velli og alskeggjaðan.

mánudagur, apríl 10, 2006

Bolti fótarins

Svo kemur loks að því að átta ára stúlknedeildin fer að spila í stóru móti. Spennan er gríðarleg, liðin eru öll búin að hafa sig til fyrir leikina, þrotlausar æfingar að baki og foreldrarnir fylgjast spenntir með í áhorfendastúkunni.

Dómarinn flautar og fyrsti leikurinn hefst.

Einn og einn pabbinn stekkur upp og æpir hvatningarorð þegar dóttirin nær boltanum, hún spilar upp völlinn, sólar eina og.. stoppar til að laga aðeins á sér hárið, bévítans teygjan eitthvað að losna.. boltinn rúllar stjórnlaust áfram en er fljótlega og fimlega tekinn af mótherja sem brunar í átt að miðju vallarins og gerir sig klára í að takast á við.. Siggu? Siggu úr Seljaskóla? Það þýðir nú ekki að hlaupa bara framhjá henni án þess að spjalla aðeins um það sem á hennar daga hefur drifið síðan í síðustu viku þannig að enn og aftur rúllar boltinn stjórnlaust áfram á meðan síðustu dagar eru rifjaðir upp í góðu tómi. Á miðju vallarins.

Og leikurinn heldur áfram.. í þessum dúr.

Svona var einn verkstjórinn að lýsa fótboltamóti sem hann fór á um helgina með dóttur sinni! Haha! Krakkar eru snilld!

fimmtudagur, apríl 06, 2006

London var snilld!




and I´ve got the pictures 2 prove it!

þriðjudagur, mars 28, 2006

Londonononono

Jæja, þá fer bara að koma að því að maður skelli sér til Lúndúna..

Klára að koma þessari dýnu á kerruna og svo er maður bara reddí tú gó í nótt..

laugardagur, mars 25, 2006

Nörd? nibbs, held nú ekki.. ok, kannski smá

Núna er ég að nördast eins og Hranfhildur kallar það, þ.e.a.s að horfa á Stargate þætti út í eitt en ég er samt alveg kominn á þá skoðun að þetta er bara alls ekki nördaskapur. Þessir þættir eru uppfullir af brilljant húmor, skemmtilegu plotti og svo skemmir alls ekki fyrir að hver þáttur er alltaf að koma með smá heilaleikfimi (eins og CSI reyndar líka) og pælingar um sagnfræði og líf á öðrum plánhnetum..

..ég hef alveg ótrúlega gaman af þessu..

Sé maður nörd fyrir vikið þá er það bara hið besta mál.. og ef einhver sem hefur staðið sjálfan sig að því að horfa á “The OC”, “Friends”, “One Tree Hill” eða álíka skemmtilegar sápur dirfist að koma með neikvætt komment á þetta þá er eitthvað meira en lítið að hjá viðkomandi! Muaahahahaha

.

wheee

..og svo vill svo skemmtilega til að ég á alveg bestustu kærustu í heiminum..

..sem er í Lúndúnaborg í augnablikinu..

..og ég hitti hana eftir nokkra daga, í Lúndúnaborg, merkilegt nokk ;-)

föstudagur, mars 24, 2006

Ganga mörgæsanna

Ég var að horfa á March of the Penguins og verð að segja eins og er að þessi litlu kríli í Smókingfötunum eru alveg mögnum kvikyndi!

Þau labba í grilljón kílómetra í margar vikur bara til þess eins að fá sér drátt! Þetta kallar maður þrautseigju!

Fyrir þá sem hafa ekki séð þessa mynd þá mæli ég hiklaust með henni, flott myndataka, Morgan Freeman klikkar aldrei og það að horfa á hegðun þessara dýra er alveg magnað.. þegar mörgæsirnar eru loks búnar að para sig saman þá tekur við alveg meiriháttar rómantíkst kúr og kelerí hjá þeim sem er ótrúlegt að fylgjast með. Þetta er reyndar svona RBB (í átta mánuði hehe) hjá þessum dýrum en þau virðast njóta þess á meðan á því stendur.

Annars er ég með frekar stappaða helgi framundan.. ég þarf að flytja út af Laugaveginum og inn til Hrafnhildar sem er í raun ekkert meiriháttar aðgerð nema hvað að frænka hennar tekur rúmið hennar og ég kem með mitt hingað. Þar sem stigagangurinn upp á risið er frekar þröngur þá þarf ég að selflytja þetta allt í gegnum svalirnar hjá fólkinu á annari hæð! Haha.. gaaaaman gaman!

Svo er litla frænka mín hún Sigríður Brynja að fermast á morgun þannig að ég sé alveg fram á að vera fram á sunnudag að græja þessi flutningsmál. Vona bara að ég geti reddað bíl án teljandi erfiðleika sem nær að rúma eitt tvö rúm eða svo.

föstudagur, mars 10, 2006

Orsök og afleiðing

Lífið byggir víst allt á orsökum og afleiðingum..

t.d. drepur Curt Cobain sig sem var mikill missir en við fengum vissulega Foo Fighters í staðin..

Svona hangir allt lífið saman sjáiði til..

mánudagur, mars 06, 2006

KB

Jæja, við skötuhjúin skelltum okkur á árshátíð KB um helgina og skemmtum okkur aldeilis konunglega. Laugardagurinn byrjaði reyndar mjög skemmtilega á því að ég þurfti að mæta uppí vinnu í Reykjanesvirkjun klukkan 8:00! Mjög svo gaman!

Reyndar var alveg meira en nóg að gera þannig að dagurinn var eldsnöggur að líða. Alltaf gaman af því.
Þegar ég var á leiðnni heim þá bjallaði ég í KK og bað hann um að sækja mig á Laugaveginn sem hann og gerði. Við skelltum okkur síðan útí Hafnarfjörð í smá bröns og KK fékk afhenta ammlisgjöf og blystertu í tilefni dagsins.

Síðan var skundað í kokteilboð hjá yfirmanni Bridgetar og skellt í sig fínustu veitingum í glampandi sól. Þar hitti ég 3 kumpána sem voru líka makar og við héldum eiginlega hópinn alla árshátíðina. Ekki amalegt að stökkva strax inní vinnufélaga hópinn og kynnast fólki.

Svo hittum við KK og kó niðrí bæ eftir mikið stuð á hátíðinni þrátt fyrir að sumum hafi allt í einu fundist of kalt til að hreyfa sig á miðri Hverfisgötunni “nema við förum á KaffiBarinn” haha

..annars kallar vinnan í augnablikinu

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Breytingar framundan

Loksins loksins loksins!

Fékk þær fréttir í gær að það er bannað að slást á vinnustað og að í byrjun apríl stendur til að breyta vinnutímanum hérna á svæðinu. Í stað þess að þurfa að vera með viðveru frá 7-19 og eitthvað aðeins aðrahverja helgi þá fer þetta niður í 8-17 og helgarvinnu hætt!

Þvílíkur lúxus! Þetta þýðir reyndar að maður verður að leggja af stað úr bænum ekki seinna en 7:20 og aldrei kominn heim fyrr en rétt fyrir 18:00 en það er alveg ásættanlegt þar sem ég hætti þá að gista hérna.. jössh!! mér líður bara eins og ég sé að komast í sumarfrí!

úff!!

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Svefnsturlun

úff, lenti í því í nótt að sofa eitthvað aðeins órólega og hrökk upp alveg skíthræddur um svona 4 leytið! Þetta er ferlega óþægilegt.. lendi nú sem betur fer ekki oft í þessu og þá aðallega ef það er eitthvað stress í vinnunni hjá mér.

Er með frekar langan lista af leiðindaverkefnum sem ég þarf að klára í vikunni.

Annars er mér alltaf að detta eitthvað sniðugt í hug til að skrifa um en hef náttúrulega ALDREI tíma til að koma því frá mér þegar ég fæ hugdettuna.. svo er það gleymt og grafið.

Ætti bara að lesa inn skilaboð á talhólfið mitt til að muna þetta allt..

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Svoooo sammála þessu!!



Stolið af www.5aur.net

Asnalega fallegt fólk..

..og áfengi..

Mér finnst þetta alltaf frekar spes blanda.. Núna er ég ekki að tala um venjulegt myndarlegt fólk eins og mig og þig, heldur þetta fólk sem er þannig að það eyðir öllum stundum í að hugsa um útlitið, getur ekki farið útúr húsi nema að eyða 3 tímum í að hafa sig til og lætur ekki sjá sig nema í nýjustu tísku því það gætu alltaf verið ljósmyndarar á ferðinni sko.

Ég kíkti á pöbb um daginn eftir að hafa verið að spila með félögunum þannig að ég var edrú og athyglisgáfan því í sérstaklega góðu formi. Þegar ég var búinn að vera inni í stutta stund þá tók ég eftir (veit ekki alveg afhverju) manni sem var sérlega vel tilhafður, með breiðan bosskjálka og hann gekk um staðinn með mjög virðulegu fasi og á mörkunum að vera hreinlega hrokafullur. Ég tók einnig stuttu seinna eftir mjög fallegri stelpu sem var á svipuðu leveli og gaurinn. Mjög dönnuð og meðvituð um sjálfa sig.

Ég vil samt taka það fram að svona manneskjur heilla mig alls ekki. Það, að maður taki eftir þeim er bara.... þannig.

Þær stinga í stúf.

Seinna um kvöldið þá var greinilega þónokkuð mikið magn af áfengi komið inn um þeirra varir því að bæði voru farin að slaga um svæðið, hanga fram á barborðið og á endanum stóðu þau vart í lappirnar. Kannski vert að taka það fram að þau voru ekki saman heldur sitt í hvoru lagi.

Litli heilinn í mér hefur alltaf þessa einföldu mynd af hlutunum: Asnalega fallegt fólk verður ekki dauðadrukkið, við hin verðum það.

Svo þegar ég sé að það er ekki rétt (auðvitað er það ekki rétt!) þá er mér alltaf jafn mikið skemmt.. 1-0 fyrir okkur hinum! muaahahaha

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

þrauka fram yfir hádegi

Ég er búinn að þjást af því undanfarna daga að verða óendanlega þreyttur á slaginu 14:08! Þessi þreyta breiðist yfir mig eins og blýteppi og varir alvega fram til svona rúmlega tíu um kvöldið.. frekar pirrandi þannig að ég ætlaði að vera voða snjall í gær og notfæra mér þetta ástand með því að fara hreinlega að sofa fyrir tíu! Það gekk eftir, ég svaf eins og steinn í alla nótt (enda veður gott í augnablikinu hér á svæðinu) og vaknaði alveg bling-bling klukkan korter í sjö í morgun.

Nú er bara að sjá hvernig þessi dagur verður.

Annars skellti ég í vél í vikunni og viti menn, auðvitað gleymdi ég að taka úr henni! grrr! Reyndar skellti ég í 2 vélar, fyrri gekk vel en seinni var ekki alveg jafn hress..

Það eru búin að vera mjög tíð mannaskipti hérna á svæðinu og er staða búðarsjóra engin undantekning á því. Þegar ég byrjaði þá var hér afar hress maður sem var hörkuduglegur og málglaður með meiru í þessu starfi.
Hann vann sína vinnu mjög vel en ef honum mislíkaði eitthvað í þínu fari þá varstu nánast umsvifalaust kominn á svartan lista hjá honum og á endanum voru 90% af öllum starfsmönnum svæðisins komnir á þennan lista!

Í lokin þá voru "allir með tölu hérna á svæðinu bara ekki heilbrigðir! þetta eru allt asnar!" þannig að veru hans lauk því miður, rétt áður en hann var kominn uppí 100% skráningu.

Eftir því sem listinn hjá kallinum lengdist þá fór einn af "tækjamönnunum" (var aldrei alveg viss hvað hann gerði) að gera hosur sínar grænar fyrir starfi búðarstjóra og virtist eiginlega sjá það í hyllingum. Þegar sá fyrsti var loks látinn fara þá gekk þessi "tækjamaður" hart á eftir því að fá að skipta yfir og fékk að lokum að gera það. Það kom fljótlega í ljós afhverju hann hafði sótt svona fast eftir starfinu. Strákgreyið var latara en allt sem latt var og hélt að hann ætti bara að vera svona "vaktmaður" fyrir búðirnar.

Í því fólst að "vakta" reykingaskúrinn, "vakta" poolborðið og að "vakta" borðtennisborðið!

Starfsmenn á svæðinu vissu auðvitað afhverju hann hafði viljað koma sér yfir í þetta sem hann hélt að væri kósí-letistarf (sem það er alls ekki) og gerðu í því að bögga hann með því að auka við vinnuna fyrir hann. Það var t.d. hans starf að þrífa klósett búðanna og ég var að frétta það í gær að einn ónefndur starfsmaður hefði alltaf pissað útí horn til að ergja félagann, sem þurfti síðan á hverjum degi að þrífa upp hlandpoll sér til mikillar ánægju! Þessi sami starfsmaður hellti líka alltaf úr öskubökkunum í reykingarskúrnum af sömu ástæðu!

Þessi búðarstjóri var á endanum látinn fara þegar hann var búinn að vera "veikur" 50% af einum mánuðnum og gerði lítið sem ekkert þessa daga sem hann mætti!

Nú er kominn enn einn í starfið en ég er ekki alveg búinn að taka hann út ennþá þannig að ég ætla ekkert að skrifa neitt um hann strax.

..hlaupakettir eru katta verstir! Þá vitið þið það!

föstudagur, janúar 27, 2006

helgin komin

..og ég fer að fara heim.. stuttur dagur svona for once!

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Rafsuðukall



Tók þessa mynd af einum Portúgalanum við suðuvinnu.. fannst hún bara koma askoti skemmtilega út. Smellið á hana til að sjá hana stærri.

mánudagur, janúar 23, 2006

Ömurlegur dagur

Já, ég er ekki frá því að þetta sé rétt hjá þessum vísindamönnum í Bretlandi sem hafa komist að því að dagurinn í dag sökkar mest af öllum dögum ársins!

Ég vaknaði geðveikt þreyttur í morgun og þakkaði guði fyrir að Bensi væri að keyra hingað úteftir en ekki ég og svo til að gera daginn enn skemmtilegri þá er frunsan mín (er að spá í að gefa hana til ættleiðingar þannig að áhugasamir geta slegið á þráðinn) alveg svoleiðis að blómstra og gott ef hún er ekki barasta búin að bjóða vinkonu sinni í heimsókn! SHIT! Eins gott að þau fari ekki að búa til lítil frunsubörn! þá verður öll vikan hræðileg! ..varirnar á mér eru eiginlega bara alveg í stöppu!

En þessi dagur er nú að verða búinn þannig að ... bara spurning um að þrauka þessa fáu tíma sem eftir eru..

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Leikur bloggsins

Jæja, enn einn leikurinn kominn á ról..
Fyllið bara út þennan lista í kommentinu :D


1. Hver ert þú?

2. Erum við vinir?

3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?

4. Ertu hrifinn af mér?

5. Langar þig að kyssa mig?

6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.

7. Lýstu mér í einu orði.

8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?

9. Lýst þér ennþá þannig á mig?

10. Hvað minnir þig á mig?

11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?

12. Hversu vel þekkiru mig?

13. Hvenær sástu mig síðast?

14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?

15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

mánudagur, janúar 16, 2006

Hressir í góða veðrinu

Hérna sjáiði mynd af hressum Pólverjum sem eru í pínulitlu körfupriki í 25m hæð að bardúsa eitthvað og það eru sko 20 vindstig úti! Það er ekki tekið með sældinni að orkuvæða Ísland, það er nokkuð ljóst!

Jæja ég er farinn að sofa..

Fólki sem leiðist => leiðinlegt fólk?

Þetta er auðvitað alls ekki svona einfalt samband þarna á milli, það hefur hverjum og einasta manni leiðst einhverntíman án þess að verða leiðinlegur til lengdar.

Málið er að ég er að vinna með nokkrum mönnum sem komast ekki mikið í snertingu við fólk í sinni vinnu, t.d. rafsuðumenn sem eru útí hrauni inní litlu tjaldi allan daginn að sjóða saman einhver rör og lyftaramenn sem keyra hér um að safna saman tómum brettum og öðru lauslegu.

Þessu fólki leiðist.. eða.. þegar maður hittir á þessa gaura, kastar léttri kveðju og spyr fyrir kurteisis sakir hvort að allt sé ekki í góðum gír þá er maður umsvifalaust búinn að festast í 30 mín spjalli, eða 30 mín mónólog þar sem allur dagurinn og í þessum sérstaklega slæmu tilfellum, öll vikan er gjörsamlega tíunduð upp fyrir mann, í smáatriðum! Þetta getur verið gaman inná milli en þegar fólk sem maður þekkir ekki neitt gjörsamlega tapar sér á manni þá verður þetta þreytandi og vandræðalegt til lengdar! Ég þurfti að flýja inná klósett fyrr í dag bara til að losna eftir 35 mín lýsingu á deginum hjá einum slíkum. Og trúið mér, hann var sko bara rétt að nálgast hádegi þegar ég slapp..

Þessu fólki hlýtur að leiðast..

sunnudagur, janúar 15, 2006

Magnaður andskoti

Vatn.. alveg magnaður drykkur! þegar ég byrjaði að vinna í virkjuninni þá fékk ég mér alltaf djús með matnum og pirraði mig á því þegar hann var of vatnsblandaður hjá kellingunum.. svo fór það að verða algengara en hitt að hann væri vel útþynntur og ég fór að finna meira og meira vantsbragð af honum. Þegar þær loks tóku sig svo á og blönduðu helvítið rétt þá var ég alveg kominn í það að fá mér 80% vatn og rétt svona dash af djús, svona rétt til að fá smá lit..

Og þessa helgi er ég líklega búinn að drekka svona 1000 lítra af vatni á meðan letikastið hefur staðið yfir, ííííískalt vatn með 10 klökum í.. m m mmm

helgin að baki

Þetta var ein sú afslappaðasta helgi sem ég hef upplifað í langan tíma :)

Alveg slakað á uppí rúmi og sófa þannig að ég gerði nákvæmlega ekki neitt þrátt fyrir heilmikla viðleitni og gott hugarfar.. en ég er mjög sáttur við helgina og kem alveg úthvíldur til vinnu á morgun.
Ég pantaði laptop á netinu frá usa um daginn fyrir hann karl föður minn.. sem heitir btw ekki karl heldur Hafsteinn, lenti nibblega í því fyrir nokkrum árum að vera stoppaður af löggunni þegar ég var á mótórhjólinu mínu sem var skráð á pabba og þegar ég var spurður hver ætti það þá sagði ég

"það er skráð á hann karl föður minn"

og lögguþumbinn sem var alveg búinn að stimpla mig sem dópsala from hell, að prómótera Helför sníglana gaf mér þvílíkt íllt auga og sagði kokhraustur

"JÆJA! það stendur nú að þú sért Hafsteinsson í ökuskirteninunu! ha?!hmm!"

.. ég fattaði ekki alveg hvað hann átti við þannig að saklausa 18 ára sálin mín svaraði mjög hissa til að hann héti nú hreinlega Hafsteinn. Löggan veðraðist öll upp við þetta og hreytti í mig

"bíddu, áðan hét hann Karl! Hvort er það eiginlega?!?!?!"

... ég var of vitlaus og óreyndur til að taka niður númerin hjá þessum 8 löggum sem voru að níðast á mér andlega á laugardagskvöldi, þetta er sko bara hluti af sögunni en restin er öll í þessum dúr.

En ég var semsagt að kaupa IBM lappa fyrir pabba og hann hreifst svo mikið af henni að þegar við sátum við eldhúsborðið ásamt mömmu (ég að kenna pabba á XP, hann kann ekkert á tölvur) þá fannst honum það alveg útí hött hvað það heyrðist mikið í viftunni í lappanum hennar mömmu, sem er reyndar aðeins kominn til ára sinna, að það var bara tekin ákvörðun á staðnum um að panta einn til viðbótar! Ekki amaleg nútima afi og amma sem eiga hvor um sig flaggskips-lappana frá IBM (T43p fyrir áhugasama) og sonur þeirra tekur auðvitað að sér eldri lappann sem fellur frá, gamall Dell Inspiron 8200 og nýtir hann sem ferðaleikjatölvu :D en ekki hvað..

..en í augnablikinu gleðst ég yfir því hvað ég er æðislegur gaur.. takk takk :P

neee djók

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Nýtt ár gengið í garð

Og óska ég allra sem ég þekki mikillar gleði á þessu herrans ári 2006 og þakka að sama skapi fyrir hið liðna.
Ég horfði á King Kong um daginn og verð bara að játa að ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum með hana. Það er ákaflega hentugt að gera engar væntingar til bíómynda..
Annars er alveg ótrúlegt hvað ég er latur við að laga til í herberginu mínu. Það er svosem ekki mikið til að drasla til en þegar þvottavélin er niðrí kjallara þá er ég orðinn eins og versta stelpa, öll fötin mín safnast fyrir í hrúgum útúm allt á gólfinu og ég kem mér ekki í að skella í vél. Reyndar er það ekki sjálf athöfnin að þvo sem ég er latur við heldur er ég svo gjarn á að gleyma þvottinum í vélinni og þar sem ég er að gista uppí virkjun ca annan hvern dag þá er þetta mjög svo hvimleitt. Annars er ég soldið farinn að gera það að taka þvottinn saman í eina ferðatösku og þvo allt drallið bara uppí vinnubúðunum. Þá eru meiri líkur (veit ekki afhverju samt) á að ég gleymi honum ekki.
Fékk annars þá spurningu um daginn hvort að ég þvoði af mér sjálfur.. þar sem ég leigi með öðrum karlmanni og foreldrar mínir búa uppí breiðholti þá kemur víst fátt annað til grein. Reyndar hætti móðir mín að þvo af mér þvott þegar ég byrjaði í menntaskóla. Harður heimur, úff...

Annars vona ég að þetta verði brill ár og spennan er alveg nánast að fara að segja til sín útaf tónleikunum með Depeche Mode í apríl í London.

Hmmm.. ég var að troða í mig heilum disk af spaghettí en langar enn í eitthvað til að maula, popp t.d. en þar sem ég á ekki popp þá verður það víst að bíða betri tíma.
 

blogger templates |