laugardagur, mars 25, 2006

Nörd? nibbs, held nú ekki.. ok, kannski smá

Núna er ég að nördast eins og Hranfhildur kallar það, þ.e.a.s að horfa á Stargate þætti út í eitt en ég er samt alveg kominn á þá skoðun að þetta er bara alls ekki nördaskapur. Þessir þættir eru uppfullir af brilljant húmor, skemmtilegu plotti og svo skemmir alls ekki fyrir að hver þáttur er alltaf að koma með smá heilaleikfimi (eins og CSI reyndar líka) og pælingar um sagnfræði og líf á öðrum plánhnetum..

..ég hef alveg ótrúlega gaman af þessu..

Sé maður nörd fyrir vikið þá er það bara hið besta mál.. og ef einhver sem hefur staðið sjálfan sig að því að horfa á “The OC”, “Friends”, “One Tree Hill” eða álíka skemmtilegar sápur dirfist að koma með neikvætt komment á þetta þá er eitthvað meira en lítið að hjá viðkomandi! Muaahahahaha

.
 

blogger templates |