mánudagur, mars 06, 2006

KB

Jæja, við skötuhjúin skelltum okkur á árshátíð KB um helgina og skemmtum okkur aldeilis konunglega. Laugardagurinn byrjaði reyndar mjög skemmtilega á því að ég þurfti að mæta uppí vinnu í Reykjanesvirkjun klukkan 8:00! Mjög svo gaman!

Reyndar var alveg meira en nóg að gera þannig að dagurinn var eldsnöggur að líða. Alltaf gaman af því.
Þegar ég var á leiðnni heim þá bjallaði ég í KK og bað hann um að sækja mig á Laugaveginn sem hann og gerði. Við skelltum okkur síðan útí Hafnarfjörð í smá bröns og KK fékk afhenta ammlisgjöf og blystertu í tilefni dagsins.

Síðan var skundað í kokteilboð hjá yfirmanni Bridgetar og skellt í sig fínustu veitingum í glampandi sól. Þar hitti ég 3 kumpána sem voru líka makar og við héldum eiginlega hópinn alla árshátíðina. Ekki amalegt að stökkva strax inní vinnufélaga hópinn og kynnast fólki.

Svo hittum við KK og kó niðrí bæ eftir mikið stuð á hátíðinni þrátt fyrir að sumum hafi allt í einu fundist of kalt til að hreyfa sig á miðri Hverfisgötunni “nema við förum á KaffiBarinn” haha

..annars kallar vinnan í augnablikinu
 

blogger templates |