föstudagur, nóvember 17, 2006

Góð lykt maður!





Ég er svo heppinn að Hrafnhildur mín gaf mér rakspíra um daginn sem er þeim kostum gæddur að alltaf þegar ég set hann á mig þá er lyktin svo góð að ég fer hreinlega í gott skap! Geri aðrir spírar betur..
Annars vorum við Bensi að taka nokkrar myndir hérna útí Svartsengi í frostinu.. úff, hvað það var kalt hérna í gær! -10° og vindkæling uppá -25° samtals um -35°frost!! Enda voru kallagreyin alveg að deyja hérna.

En eins og sést á myndinni af okkur nöfnunum þá er sumum greinilega meira kalt en öðrum, enda yfirmaðurinn mikill fjallagarpur og hefur klifið hæðstu fjöll (í orðins fyllstu merkingu, hann fór á Everest!).
 

blogger templates |