laugardagur, september 02, 2006

Náttúran

Ég hef af og til verið að velta einu fyrir mér varðandi manninn og dýrin. Mér finnst það alltaf jafn magnað að flest dýr eiga það á hættu að vera hreinlega étin hvenær sem er og hvar sem er! Pæliði í því ef maður færi alltaf í vinnunna á morgnana vitandi það, sko vitandi það að líkurnar á því að maður yrði gúffaður þann daginn væru meiri heldur en að komast aftur heim! haha

Var líka að skoða vídeó á Metacafe þar sem verið er að sýna ljónynjur að gúffa í góðum gír. Svo koma hýenur að kræsingunum og þessir 2 hópar fara eitthvað að slást um matinn, lengi vel virðist sem ljónynjurnar fái að eiga þetta í friði en smámsaman missa þær tökin á þessu og forða sér hreinlega allar uppí nærliggjandi tré. Ok.. stuttu seinna - eða löngu, erfitt að átta sig á því en allavega svo er sýnt þegar karlljónið kemur hlaupandi að tékka á hlutunum og vá hann er sko ekkert að stand í neinum smáryskingum við hýenurnar eins og ljónynjurnar heldur brunar inní hópinn sem er að borða matinn hans, splundar honum alveg og drepur bara allar þær hýenur sem verða á vegi hans! Bara stútar þeim! úfff!
Og það er sko engin smá stærðarmunur á ljónynjum og ljóni! Djöfull voru hýenurnar hræddar þegar þær sáu hann koma.. enda kannski ekki að ástæðulausu.

En þetta sýnir bara að meira að segja þó þú sért ofarlega eða jafnvel nánast efst í fæðukeðjunni þá er samt ekki tryggt að þú lifir daginn af í hinni villtu náttúru!
 

blogger templates |