þriðjudagur, janúar 03, 2006

Nýtt ár gengið í garð

Og óska ég allra sem ég þekki mikillar gleði á þessu herrans ári 2006 og þakka að sama skapi fyrir hið liðna.
Ég horfði á King Kong um daginn og verð bara að játa að ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum með hana. Það er ákaflega hentugt að gera engar væntingar til bíómynda..
Annars er alveg ótrúlegt hvað ég er latur við að laga til í herberginu mínu. Það er svosem ekki mikið til að drasla til en þegar þvottavélin er niðrí kjallara þá er ég orðinn eins og versta stelpa, öll fötin mín safnast fyrir í hrúgum útúm allt á gólfinu og ég kem mér ekki í að skella í vél. Reyndar er það ekki sjálf athöfnin að þvo sem ég er latur við heldur er ég svo gjarn á að gleyma þvottinum í vélinni og þar sem ég er að gista uppí virkjun ca annan hvern dag þá er þetta mjög svo hvimleitt. Annars er ég soldið farinn að gera það að taka þvottinn saman í eina ferðatösku og þvo allt drallið bara uppí vinnubúðunum. Þá eru meiri líkur (veit ekki afhverju samt) á að ég gleymi honum ekki.
Fékk annars þá spurningu um daginn hvort að ég þvoði af mér sjálfur.. þar sem ég leigi með öðrum karlmanni og foreldrar mínir búa uppí breiðholti þá kemur víst fátt annað til grein. Reyndar hætti móðir mín að þvo af mér þvott þegar ég byrjaði í menntaskóla. Harður heimur, úff...

Annars vona ég að þetta verði brill ár og spennan er alveg nánast að fara að segja til sín útaf tónleikunum með Depeche Mode í apríl í London.

Hmmm.. ég var að troða í mig heilum disk af spaghettí en langar enn í eitthvað til að maula, popp t.d. en þar sem ég á ekki popp þá verður það víst að bíða betri tíma.
 

blogger templates |