þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Asnalega fallegt fólk..

..og áfengi..

Mér finnst þetta alltaf frekar spes blanda.. Núna er ég ekki að tala um venjulegt myndarlegt fólk eins og mig og þig, heldur þetta fólk sem er þannig að það eyðir öllum stundum í að hugsa um útlitið, getur ekki farið útúr húsi nema að eyða 3 tímum í að hafa sig til og lætur ekki sjá sig nema í nýjustu tísku því það gætu alltaf verið ljósmyndarar á ferðinni sko.

Ég kíkti á pöbb um daginn eftir að hafa verið að spila með félögunum þannig að ég var edrú og athyglisgáfan því í sérstaklega góðu formi. Þegar ég var búinn að vera inni í stutta stund þá tók ég eftir (veit ekki alveg afhverju) manni sem var sérlega vel tilhafður, með breiðan bosskjálka og hann gekk um staðinn með mjög virðulegu fasi og á mörkunum að vera hreinlega hrokafullur. Ég tók einnig stuttu seinna eftir mjög fallegri stelpu sem var á svipuðu leveli og gaurinn. Mjög dönnuð og meðvituð um sjálfa sig.

Ég vil samt taka það fram að svona manneskjur heilla mig alls ekki. Það, að maður taki eftir þeim er bara.... þannig.

Þær stinga í stúf.

Seinna um kvöldið þá var greinilega þónokkuð mikið magn af áfengi komið inn um þeirra varir því að bæði voru farin að slaga um svæðið, hanga fram á barborðið og á endanum stóðu þau vart í lappirnar. Kannski vert að taka það fram að þau voru ekki saman heldur sitt í hvoru lagi.

Litli heilinn í mér hefur alltaf þessa einföldu mynd af hlutunum: Asnalega fallegt fólk verður ekki dauðadrukkið, við hin verðum það.

Svo þegar ég sé að það er ekki rétt (auðvitað er það ekki rétt!) þá er mér alltaf jafn mikið skemmt.. 1-0 fyrir okkur hinum! muaahahaha
 

blogger templates |