fimmtudagur, febrúar 02, 2006

þrauka fram yfir hádegi

Ég er búinn að þjást af því undanfarna daga að verða óendanlega þreyttur á slaginu 14:08! Þessi þreyta breiðist yfir mig eins og blýteppi og varir alvega fram til svona rúmlega tíu um kvöldið.. frekar pirrandi þannig að ég ætlaði að vera voða snjall í gær og notfæra mér þetta ástand með því að fara hreinlega að sofa fyrir tíu! Það gekk eftir, ég svaf eins og steinn í alla nótt (enda veður gott í augnablikinu hér á svæðinu) og vaknaði alveg bling-bling klukkan korter í sjö í morgun.

Nú er bara að sjá hvernig þessi dagur verður.

Annars skellti ég í vél í vikunni og viti menn, auðvitað gleymdi ég að taka úr henni! grrr! Reyndar skellti ég í 2 vélar, fyrri gekk vel en seinni var ekki alveg jafn hress..

Það eru búin að vera mjög tíð mannaskipti hérna á svæðinu og er staða búðarsjóra engin undantekning á því. Þegar ég byrjaði þá var hér afar hress maður sem var hörkuduglegur og málglaður með meiru í þessu starfi.
Hann vann sína vinnu mjög vel en ef honum mislíkaði eitthvað í þínu fari þá varstu nánast umsvifalaust kominn á svartan lista hjá honum og á endanum voru 90% af öllum starfsmönnum svæðisins komnir á þennan lista!

Í lokin þá voru "allir með tölu hérna á svæðinu bara ekki heilbrigðir! þetta eru allt asnar!" þannig að veru hans lauk því miður, rétt áður en hann var kominn uppí 100% skráningu.

Eftir því sem listinn hjá kallinum lengdist þá fór einn af "tækjamönnunum" (var aldrei alveg viss hvað hann gerði) að gera hosur sínar grænar fyrir starfi búðarstjóra og virtist eiginlega sjá það í hyllingum. Þegar sá fyrsti var loks látinn fara þá gekk þessi "tækjamaður" hart á eftir því að fá að skipta yfir og fékk að lokum að gera það. Það kom fljótlega í ljós afhverju hann hafði sótt svona fast eftir starfinu. Strákgreyið var latara en allt sem latt var og hélt að hann ætti bara að vera svona "vaktmaður" fyrir búðirnar.

Í því fólst að "vakta" reykingaskúrinn, "vakta" poolborðið og að "vakta" borðtennisborðið!

Starfsmenn á svæðinu vissu auðvitað afhverju hann hafði viljað koma sér yfir í þetta sem hann hélt að væri kósí-letistarf (sem það er alls ekki) og gerðu í því að bögga hann með því að auka við vinnuna fyrir hann. Það var t.d. hans starf að þrífa klósett búðanna og ég var að frétta það í gær að einn ónefndur starfsmaður hefði alltaf pissað útí horn til að ergja félagann, sem þurfti síðan á hverjum degi að þrífa upp hlandpoll sér til mikillar ánægju! Þessi sami starfsmaður hellti líka alltaf úr öskubökkunum í reykingarskúrnum af sömu ástæðu!

Þessi búðarstjóri var á endanum látinn fara þegar hann var búinn að vera "veikur" 50% af einum mánuðnum og gerði lítið sem ekkert þessa daga sem hann mætti!

Nú er kominn enn einn í starfið en ég er ekki alveg búinn að taka hann út ennþá þannig að ég ætla ekkert að skrifa neitt um hann strax.

..hlaupakettir eru katta verstir! Þá vitið þið það!
 

blogger templates |