miðvikudagur, maí 19, 2004

Myndir segja meira en þúsund orð.. ég held að það sé stálið. Mér var bent á eitthvað myndaforrit sem heitir Hello og er að fikta við að tengja það við þetta blessaða blogg mitt sem er líklega eitt það víðlesnasta á landinu.

Sjáum hvernig það gengur.

Annars er nóg að gera um helgina hjá mér.. Hildur er farin norður í land þannig að ég tók það að mér að gefa Magna í fjarveru hennar. Það verður nú ekki mikið mál og ég get sótt hjólið mitt í leiðinni á Hlíðarveginn. Svo er sjóvissuferð hjá Og Vodafone á föstudaginn en ég er samt ekki að fara að djamma eins og hinir af þvi að Gagga frænka er að útskrifast á laugardaginn úr kvöldskóla MH! Sko mína!! Ekkert smá stoltur af henni..

Þetta var massa kvöld á Bunker í gær, fullt alveg til að verða 23:00 en þegar allri voru að fara þá gaus upp þessi fína gubbulykt sem ætlaði alla að kæfa. Hef ekki grænan hvaðan hún kom en hef klósettið grunað þar sem hún var áberandi sterkust þar.

Annars lenti ég í skemmtilegum umræðum við samstarfskonu mína um helgina. Það var Eurovision partí hjá okkur Atla og við ákváðum að bjóða nokkrum félögum og samstarfsfólki okkar. Það var fín mæting og allir skemmtu sér mjög vel (voandi) og fóru í bæinn eftir herlegheitin.
Nú, þar sem við sátum á þeim eðal stað 11an þá poppar upp einhver feminista umræða á milli mín og þessarar stúlku. Ég er ekki mikill feministi en engan vegin á móti því sem þeir standa fyrir enda væri það algjör della (jafnrétti kynjana er sjálfsagður hlutur og ætti vart að þurfa að berjast fyrir því) þó svo að mér finnist öfga-feministar gera meira ógagn en gagn fyrir málstaðinn. Undirritaður ákveður að storka vinkonunni aðeins með svörtu og kaldhæðnu gríni sem átti að vera svo öfgakennt að ekki væri hægt annað en að sjá að það væri grín.. Setningin sem ég ákvað að slá fram í þessa umræðu var eitthvað á þessa leið:

"já.. en þú veist það að það er löngu búið að sanna það að heili kvenna er minni en hjá körlum og fjöldi heilasella ekki jafn mikill.. og þar að auki eru þessar fáu sem eru töluvert vitlausari en hjá körlum.."

...vakti ekki mikla kátínu...

Eeeen best að skella sér í myndafikt..
 

blogger templates |