þriðjudagur, mars 16, 2004

Þetta var nú bara frekar rólegur vinnudagur hjá mér. Náði að leysa flest þau verkefni sem lágu fyrir eða að koma með vísi að lausn fyrir þá sem tóku við þeim frá mér.

Ég fór svo aðeins í leikinn FarCry í gær (demóútgáfuna þ.e.a.s.) og mikið djöfull er það smekklegur leikur! Bíð spenntur eftir að þeir gefi út endanlegu útgáfuna þannig að maður get gleymt sér smá í honum. Skoðaði svo líka nokkur vídeó úr HalfLife 2 og Doom3. Úff, ég held að Ómar verði fyrsti maðurinn til að fá hjartaáfall við það að spila tölvuleik. En ég svosem skil það vel að hann sé smeykur við svona ljóta leiki, enda saklaus og lítil sál!

Það verður sko sannk0lluð veisla þegar þessir leikir koma út, en stærsti gallinn kannski sá að allt bendir til þessa að tölvan sem ég á núna komi ekki alveg til með að ráða við herlegheitin.. sjáum til.. annars uppfærir maður bara.
 

blogger templates |