mánudagur, mars 15, 2004

Bunker er spunker! ójá..

Ég er að deyja úr þreytu og er að vinna á Bunker í allt kvöld. Hefði svo viljað vera heima að tjilla í baði með Hildi í staðin, en svona er þetta, maður fær ekki allt sem maður vill.. og svo þarf ég eiginlega að rúlla heim að sækja lappann minn til að geta klárað ákveðið verkefni en kemst ekkert frá.

Aldrei að vita hvort að einhver sem getur leyst mig af í 10 mín kíki við í kvöld.

Dublin kom ekkert smá sterk inn. Það er margt verra en að vera þar í góðu yfirlæti að sötra öl með félögunum á svo rammírksum pöbbum að það hálfa væri nóg. Írar eru frekar léttir á bárunni og það er virkilega gaman að tala með írskum hreim þó svo að heimamönnum hafi eflaust fundist við allir tala með íslenskum plain hreim (eins og Björk syngur en talar ekki!! haha)
 

blogger templates |