föstudagur, maí 21, 2004

Bílasagan


Ég var að keyra hjá Kringlunni á miðvikudaginn í alveg sjúklega þungri umferð þegar ég heyri svona ískur eða skrens og svo háværan dynk í beinu framhaldi. Ég lít auðvitað í allar áttir til að reyna að komast að því hvar þessi árekstur hefði átt sér stað. Þegar ég lít inná bensínstöðina þá sé ég að svört Mazda 323F (sjá mynd) er að bakka frá skottinu á gamalli Toyotu Carinu. Hann bakkaði meira að segja það hart að það stóð reykur úr dekkjunum.

Kannski ekki merkilegur árekstur nema fyrir það að þegar Mazdan er búin að bakka frá bílnum, þá smellir gaurinn bílnum í fyrsta og reykspólar af stað og klessir aftur á Toyotuna!! Og aftur!! Aumingja bílstjóranum í Toyotunni var alveg hætt að lítast á blikuna og brunar af stað en Mazdan fylgir honum fast á eftir.

Toyotan tekur skarpa beygju fyrir hornið á stöðinni og lendir nánsat í hliðinni á sendiferðabil en nær að bjarga sér með því að grípa eldsnöggt í handbremsuna og halda svo áfram. Þessir gaurar keyrðu 3 hringi í kringum stöðina og Mazdan var sífellt að nudda húddinu í skottið á Toyotunni á meðan á þessu stóð.

Á endanum þá skellir Toyotan sér útaf planinu og keyrir niður að undirgöngunum sem liggja að Kringlunni. Það síðasta sem ég sá var að einhver Tyrki var að hlaupa úr Mözdunni (sem var þá dauð í brekkunni) með grjót í hendi og kastaði því á eftir Toyotunni og öskraði eins og brjálæðingur.

Löggan sem var svo heppilega stödd á beygjuljósunum tók allskarpan júara og tók manninn til yfirheyrslu! Biggi vinnufélagi keryði þarna framhjá nokkrum mínútum síðar og sá að Mazdan var komin uppá planið, 1,5m styttri en lög gera ráð fyrir.

Og þetta vakti greinilega það mikla eftirtekt að önnur aftanákeyrsla hafði átt sér stað á Miklubrautinni sjálfri! Einhver greinileg ekki alveg að fylgjast með umferðinni..

Ég sem hélt að svona gerðist bara í úttlandinu eða í bíómyndum! Úff..
 

blogger templates |