miðvikudagur, október 19, 2005

Raunveruleikasjónvarp dauðans

Ég var að horfa á sjónvarpið í gær afþví að þráðlausa netið var eitthvað að bögga mig heima og ég gat því ekki hangið á því að spjalla á msn eða skoða eitthvað fyndið á 5aurnum..
Datt inná einn þann viiiiiiðbjóðslegasta þátt sem ég hef séð á ævinni.
Þessi þáttur er sýndur á Sirkús og framleiddur af MTV. Þessi óbjóður gengur undir því saklausa nafni “My Sweet Super 16” og er þar verið að fylgjast með ungum stúlkum breytast í fullorðnar konur, þ.e.a.s. það er fylgst með þeim í viku fyrir afmælisdaginn og svo auðvitað dagurinn sjálfur documenteraður.

Þetta er alls ekki vitlausara en hvað annað raunveruleikasjónvarp þannig séð.

Nema hvað, það er að sjálfsögðu ekkert verið að fylgjast með neinum speeekuðum lágstéttar könum, ónei, þetta eru dætur milljarðamæringa.
Ég datt inn í miðjan þátt í gær þannig að ég var ekki að átta mig á þessu í fyrstu en þegar leið á þetta og ég fattaði að mæðgurnar voru staddar í París til að reyna að finna rétta kjólinn fyrir veisluna þá runnu á mig 2 grímur.
Sá kjóll sem þótti hvað heitastur hefði sómt sér vel á hvaða mellu sem er því að hann var fleginn niður á nafla, já niður á nafla, ég veit að þetta er orðatiltæki en þessi var virkilega fleginn niður á nafla! Einnig var hann með opnu baki alveg niður að rassaskoru, enn og aftur ekki orðatiltæki heldur blákaldur raunveruleikinn! Gripurinn átti að kosta litla 10 þúsund dollara og það eina sem var að stoppa kaupin var að mömmunni þótti hann full mellulegur fyrir 16 ára stelpu.

Alveg sammála mömmunni!

Þannig að þær fundu ekkert í París og létu bara sérsauma á stúlkuna í BNA. Svona gekk þetta allan þáttinn, það átti t.d. að gefa henni bíl fyrir afmælisdaginn en hún stalst út til Santa Barbara með vinkonu sinni í leyfisleysi þannig að þegar fjölskyldan fór út að borða kvöldið fyrir afmælið þá var henni tilkynnt að hún fengi ekki bílinn.
Ég hef aldrei séð jafn bitur tár og jafn hatursfullar yfirlýsingar í garð foreldra sinna. Skil það svosem vel þar sem barnið átti jú von á því að fá 2006 módel af Range Rover! Klikkun!

Hún fékk að sjálfsögðu bílinn á endanum af því að hún grét nógu andskoti mikið og hótaði að tala aldrei við þau aftur ef þau myndu dirfast að skemma svona fyrir sér afmælisdaginn!

Mér varð nánst jafn líkamlega íllt við að horfa á þetta og þegar ég frétti að AH hefði verið gerð að framkvæmdastjóra! Og trúið mér, það er alveg hellingur!

Lifi MTV! ...og dekurdrósir!

Biggi, Mahónínaglaspýta hvað?!?! hahaha
 

blogger templates |