föstudagur, september 23, 2005

Viðtalsuppskrift

Stal smá viðtalsuppskrift af blogginu hennar Mæju námshesti..

Hæð: ætli maður sé ekki í kringum 182cm, held ég
Hárlitur: kastaníubrúnn, meira samt útí brúnt
Augnlitur: fagurgrár, konur standast hann ekki
tattoo: nope, ekki á dagskrá eins og er, en allt er fimmtugum fært þannig að aldrei að vita hvað gerist þá
Í hverju ertu? Tveimur flíspeysum, gallabuxum, sokkum, bol og stáltá og hjálm
Á hvað ertu að hlusta? Röflið í Bensa vinnufélaga mínum
Hvernig bragð er upp í þér? Kaffi og íþróttasúrmjólkur bragð
Hvernig er veðrið hjá þér? Hálfskýjað og líklega ekki mikið meira en svona 2-3°c
Hvernig líður þér? Ég er bara býsna góður
Verðuru bíl-, flug- eða sjóveik(ur)? Nibbs, ekki fundið fyrir því ennþá
Hefuru slæman ávana? Hmmmm... já, er allt of veikur fyrir BMW, á það til að kaupa þá þó ég hafi ekkert við þá að gera
Sátt(ur) við foreldra þína? Ójá, mjög svo og alla mína fjölskyldu ef útí það er farið
Finnst þér gaman að keyra? Mér finnst mjög gaman að keyra góðan bíl en alveg jafn leiðinlegt að keyra lélegan bíl
Kærasti? Nope.. anyone? Anyone? Hehe djók
Kærasta? Nibbs, ekki fundið þá réttu ennþá, eða fundið þá réttu og hún var ekki sammála mér
Börn? Nibbs ekki enn.. svo ég viti allavega
Átt í erfiðleikum með að jafna þig á ein-hverri/hverjum? Jájá, hafa ekki allir átt í erfiðleikum með að jafna sig eftir sambandsslit?
Verið særð(ur)?
Mesta eftirsjá þín? Hmmm...nokkur slæm spor í lífinu sem ég get ekki gert upp á milli
Á hvaða tónlist ertu að hlusta þessa dagana? Eiginlega ekkert, það er Korn og Linkin Park í bílnum mínum og þar sem magasínið er í skottinu þá hef ég ekki komið mér í það að skipta um diska.. shit hvað ég er latur!
Ef þú værir litur, hvaða litur væri það? Mjög líklega svartur held ég, þó svo að ég viti ekki alveg hvað litir segja um fólk, held að bjartir litir þýði ekki endilega hressa og káta manneskju..
Hvað gerir þig ánægða(n)? þegar vinir mínir og fjölskylda eru ánægð, þá líður mér vel
Sjö hlutir í herberginu þínu: rúm, laptop, sjónvarp, lampi, afruglari, náttborð, gsmsímar
Sjö atriði sem þú ætlar að gera fyrir dauða þinn: púff, done it all hehe
Hvaða sjö orð segiru oftast? Njah, sko, en, jújú, wheee, magntaka, kíkja
Reykiru? nope
Dóparu? nibbs
Biðuru til æðri máttarvalda? ónei
Ertu í vinnu? Já, er verkefnastjóri hjá Eykt byggingarverktaka
Ferðu í kirkju? Aldrei, nema ég sé dreginn þangað

Hefurðu…
..verið ástfangin(n)? Já, alveg yfir haus
..lent í alvarlegu slysi? Jaaaa, klessti eitt stk BMW í DK og hann fór í köku, en það slasaðist enginn alverlega, nema buddan hjá mér og stoltið
..farið í aðgerð? Já, minniháttar
..synt í myrkri? nibbs
..orðið full(ur)? Jaaaaaa, léttur allavega
..farið í fatapóker? Hehe, já og úr öllu þar að auki, og já, það voru stelpur þarna, ekki bara einhverjir fullir strákar
..verið lamin(n)? jáms, var kýldur síðasta vetur uppúr þurru, mjög gaman að mæta í vinnuna á mánudeginum bólginn og með glóðurauga
..lamið einhvern? Ekkert alvarlega
..vakað heila nótt? auðvitað
..komið í útvarpið eða sjónvarpið? Jáms, amma sá mig einhverntíman í fréttaskoti frá þjóðhátið hahaha
..áttu homma- eða lesbíuvinkonu?

Drekkuru kaffi? Í ótæpilegu magni
Hvernig ilmvatn notaru? Armani

Á síðustu 24 tímum, hefurðu…
..grátið? nibbs
..keypt eitthvað (ekki mat)? Já, filmuísetningu í bílinn minn
..orðið óglatt? nei
..sungið? hehe, raulað smá
..verið kysst(ur)? Nei :(
..fundið til heimsku? Hmm.. jú ég er ekki frá því
..talað við fyrrverandi kærasta/kærustu? Jájá, geri það reglulega enda þykir mér mjög vænt um hana
..talað við einhvern sem þú ert hrifin(n) af? jájá
..saknað einhvers? Jáms, ég er ekki frá því að ég sakni Gumma bróðurs soldið sem býr í USA
 

blogger templates |