föstudagur, september 30, 2005

Nóg að gera..

..um helgina sko.. ég er að fara í partí til Svenna félaga í kvöld og hef ekki hugmynd hvort að ég komi til með að þekkja nokkurn skapaðan mann þar, nema kannski Svenna þá einna helst og mögulega Gauja vin en ég er ekki viss hvort hann ætlar að mæta á þetta. Planið er reyndar að taka Atla og KK með en KK var eitthvað á báðum áttum, enda dulur maður í meira lagi.

Svo er partí hjá Möggu Vodafone á morgun og ég er að fara í það líka. Þar er alveg 100% vísst að ég þekki einhvern, ef ekki alla.. :)

Tók mig til og rakaði mig í gær fyrir helgina.. BIG mistake! Ég verð ótrúlega kjánalega sorgmæddur svona nýrakaður! Ég á greinilega að vera með brodda sem SJÁST! Ekki bara smábrodda eins og núna.. GAK!!! prrrfff grrrrrr!!

Ætlaði svo ekki að vera lengi í dag í vinnunni en hérna til hliðar er semsagt mynd af þeim bunka sem ég þarf að vaða í gegnum í dag þannig að ég sé ekki fram á að vera kominn á skikkanlegum tíma heim!!

miðvikudagur, september 28, 2005

Eru..




..draumsysturnar bara báðar á markaðnum núna? þótt önnur sé reyndar útá landi :P

úff, hvernig á maður að höndla svona eitthvað?!

þriðjudagur, september 27, 2005

Baugsdrottinssaga

Jónína Ben er bara að fara hamförum í öllum fréttum allstaðar hvort sem það er 365 fjölmiðlar sem birta hana eða MBL eða RÚV eða skrif á 5aurnum.. kellan er bara kreisí ..
Segjandi að Jóhannes sé eiginlega bara gay og hann hafi í rauninni aldrei viljað neitt með hana hafa, og ekkert verið neitt æstur í að hafa mök við hana þennan tíma sem þau deituðu.. hún segir líka að hann hafi í raun alltaf grunað hana um græsku og vitað til þess að hún væri bara á höttunum eftir peningunun hans og hann hafi fyrst um sinn látið eins og hann tæki ekki eftir því .. en þegar hann var farinn að neita henni alfarið um “styrk” og sonur hans farin að sjá í gegnum kelluna .. sem er nú ekki mikið erfiðara en að sjá í geng um nælonsokk sem er 10 den.. þá bara ákvað hún að segja skilið við Baugsveldið!
Hún kannski orðaði þetta ekki alveg beint svona.. en .. með óbeinumum orðum var þetta sem maður las ( á milli línanna )

En aumingja Jóhannes tók þessu nú ekki betur en svo að hann fjárfesti í skútu sem ber nafnið Viking og keypti sér Karen Miller í sorginni .. aumingja maðurinn !! ég bara vorkenni honum!!

Krónína.. ég meina Jónína var nú ekki lengi að jafna sig eftir aumingja manninn og snér sér að Árvaki.. eða.. var það Styrmir.. ég man það ekki .. ! hún alla vegana var komin með puttana á púlsinn og lét alþjóð vita að hún þekkti jú sitt heimafólk… en ekki hvað ??? !!!! hver efaðist um það .. alla vegana ekki skattstjórinn .. svo mikið er víst! hehe

En auðvita vitum við að þeir feðgar eru brotlegir á allan hátt og menn sem selja matvörur á lægsta verðinu og hagnast á því eru náttúrulega bara fávitar og brotlegir á allan hátt .. og ekkert annað.. ég meina hvernig datt þeim þetta í hug! !! Ég ætla bara rétt að vona að þeir fari nú ekki að stöðva þetta samráð sem olíufélögin neituðu allri sök af .. og LÆKKA BENSÍNIÐ … guð minn góður.. hvar eeeeeeeendum við þá.. ég þori bara ekki að hugsa þessa hugsun til enda.. ég er svo bit, ég er mjög sáttur við að eiga bíl sem eyðir 25 á hundraði og fara að borga hátt í 200kall fyrir líterinn!

Alla vegana þá vitum við öll að Krónína heldur ótröð áfram og gott ef hún hefur ekki fengið augastað á Karli Garðarssyni.. og Blaðið sé farið að fjalla ítarlega um púlsplanetsdrottninguna og hvað Nesi í Bónus sé ómerkilegur pappírrrr…
Nei ég meina.. þeir Blaðamenn eru ekkert óvanir að láta sig hverfa úr forstjórastóli sporlaust… Geirfinnur hvað ??

mánudagur, september 26, 2005

Matarboðið


..tókst alveg glimmrandi vel..

Keyra með kerru

..sá kellingu í dag vera að reyna að keyra í Þingholtunum með kerru.. þetta er í raun ekki erfitt í framkvæmd en konugreyið hélt greinilega að hún væri á 18 hjóla trukk með extra löngum trailer því að hún var að taka þvííílíkar borgarstjórabeygjur að hún gat eiginlega ekki athafnað sig þarna.. hahaha

sunnudagur, september 25, 2005

Smá fyrir Bigga Gringó

föstudagur, september 23, 2005

Viðtalsuppskrift

Stal smá viðtalsuppskrift af blogginu hennar Mæju námshesti..

Hæð: ætli maður sé ekki í kringum 182cm, held ég
Hárlitur: kastaníubrúnn, meira samt útí brúnt
Augnlitur: fagurgrár, konur standast hann ekki
tattoo: nope, ekki á dagskrá eins og er, en allt er fimmtugum fært þannig að aldrei að vita hvað gerist þá
Í hverju ertu? Tveimur flíspeysum, gallabuxum, sokkum, bol og stáltá og hjálm
Á hvað ertu að hlusta? Röflið í Bensa vinnufélaga mínum
Hvernig bragð er upp í þér? Kaffi og íþróttasúrmjólkur bragð
Hvernig er veðrið hjá þér? Hálfskýjað og líklega ekki mikið meira en svona 2-3°c
Hvernig líður þér? Ég er bara býsna góður
Verðuru bíl-, flug- eða sjóveik(ur)? Nibbs, ekki fundið fyrir því ennþá
Hefuru slæman ávana? Hmmmm... já, er allt of veikur fyrir BMW, á það til að kaupa þá þó ég hafi ekkert við þá að gera
Sátt(ur) við foreldra þína? Ójá, mjög svo og alla mína fjölskyldu ef útí það er farið
Finnst þér gaman að keyra? Mér finnst mjög gaman að keyra góðan bíl en alveg jafn leiðinlegt að keyra lélegan bíl
Kærasti? Nope.. anyone? Anyone? Hehe djók
Kærasta? Nibbs, ekki fundið þá réttu ennþá, eða fundið þá réttu og hún var ekki sammála mér
Börn? Nibbs ekki enn.. svo ég viti allavega
Átt í erfiðleikum með að jafna þig á ein-hverri/hverjum? Jájá, hafa ekki allir átt í erfiðleikum með að jafna sig eftir sambandsslit?
Verið særð(ur)?
Mesta eftirsjá þín? Hmmm...nokkur slæm spor í lífinu sem ég get ekki gert upp á milli
Á hvaða tónlist ertu að hlusta þessa dagana? Eiginlega ekkert, það er Korn og Linkin Park í bílnum mínum og þar sem magasínið er í skottinu þá hef ég ekki komið mér í það að skipta um diska.. shit hvað ég er latur!
Ef þú værir litur, hvaða litur væri það? Mjög líklega svartur held ég, þó svo að ég viti ekki alveg hvað litir segja um fólk, held að bjartir litir þýði ekki endilega hressa og káta manneskju..
Hvað gerir þig ánægða(n)? þegar vinir mínir og fjölskylda eru ánægð, þá líður mér vel
Sjö hlutir í herberginu þínu: rúm, laptop, sjónvarp, lampi, afruglari, náttborð, gsmsímar
Sjö atriði sem þú ætlar að gera fyrir dauða þinn: púff, done it all hehe
Hvaða sjö orð segiru oftast? Njah, sko, en, jújú, wheee, magntaka, kíkja
Reykiru? nope
Dóparu? nibbs
Biðuru til æðri máttarvalda? ónei
Ertu í vinnu? Já, er verkefnastjóri hjá Eykt byggingarverktaka
Ferðu í kirkju? Aldrei, nema ég sé dreginn þangað

Hefurðu…
..verið ástfangin(n)? Já, alveg yfir haus
..lent í alvarlegu slysi? Jaaaa, klessti eitt stk BMW í DK og hann fór í köku, en það slasaðist enginn alverlega, nema buddan hjá mér og stoltið
..farið í aðgerð? Já, minniháttar
..synt í myrkri? nibbs
..orðið full(ur)? Jaaaaaa, léttur allavega
..farið í fatapóker? Hehe, já og úr öllu þar að auki, og já, það voru stelpur þarna, ekki bara einhverjir fullir strákar
..verið lamin(n)? jáms, var kýldur síðasta vetur uppúr þurru, mjög gaman að mæta í vinnuna á mánudeginum bólginn og með glóðurauga
..lamið einhvern? Ekkert alvarlega
..vakað heila nótt? auðvitað
..komið í útvarpið eða sjónvarpið? Jáms, amma sá mig einhverntíman í fréttaskoti frá þjóðhátið hahaha
..áttu homma- eða lesbíuvinkonu?

Drekkuru kaffi? Í ótæpilegu magni
Hvernig ilmvatn notaru? Armani

Á síðustu 24 tímum, hefurðu…
..grátið? nibbs
..keypt eitthvað (ekki mat)? Já, filmuísetningu í bílinn minn
..orðið óglatt? nei
..sungið? hehe, raulað smá
..verið kysst(ur)? Nei :(
..fundið til heimsku? Hmm.. jú ég er ekki frá því
..talað við fyrrverandi kærasta/kærustu? Jájá, geri það reglulega enda þykir mér mjög vænt um hana
..talað við einhvern sem þú ert hrifin(n) af? jájá
..saknað einhvers? Jáms, ég er ekki frá því að ég sakni Gumma bróðurs soldið sem býr í USA

fimmtudagur, september 22, 2005

Gleymdi að klukka fólk..

..þannig að hér með er það gert með formlegum hætti:

-Gunni ADSL dúd
-Árdís megatöffari
-Biggi 5aur
-Fjóla Dís
-Fíapía

.. og ef það er búið að klukka þetta fólk áður þá verður það bara að vísa í klukkið sitt :P

hafið það gott esskunar og ps, þetta er ekki jafn hræðilegt og það virðist á svipnum á gaurnum á myndinni! hehe

mánudagur, september 19, 2005

Klukk í borg

Jæja, þá er víst búið að klukka mann, sem þýðir að ég þarf að skrifa 5 algjörlega gagnslaus atriði um mig.. So here góes!

  1. Mér leiðist óskaplega í augnablikinu, er þreyttur og lúinn og þarf að gista útá Reykjanesi að auki..

  1. Ég er sjúklega lofthræddur, var bara að komast að því rétt áðan þegar ég þurfti að klifra eitthvað uppí rjáfur án þess að vera með öryggislínu

  1. Það er engin sæt stelpa að vinna með mér, það er sko heldur betur af sem áður var!

  1. ég hélt matarboð um helgina, “sofnaði” snemma, meira að segja í rúminu mínu að auki en er samt þreyttur í dag!

  1. þó svo að mér leiðist í augnablikinu þá finnst mér mjög gaman í vinnunni!


Hahahaha, algjörlega pointless points!
.

föstudagur, september 16, 2005

MKK rúlar!

Jújú, matarboð núna úm helgína!

Við ætlum að hittast heima hjá okkur Andra á Laugaveginum og gæða okkur á kræsingum sem ég mun framreiða eins og vindurinn!
Planið er sko að sækja gasgrillið mitt uppí Breiðholt, skella því í grillholið í íbúðinni og rúlla svona einu eða tveimur úrbeinuðum lambalærum í gegnum gasið..
Svo verður auðvitað hellings meðlæti og desert.. hmmm.. ætti eiginlega að fá Fjólsið í heimsókn í svona hálftíma til að útbúa galdrasósuna sína sem er sjúklega góð, en það verður víst ekki í boði þar sem hún er að fara í brúðkaup hjá Lellu! Það verður alveg garanterað stuð hjá þeim vínkonum!

Jæja, kaffið er búið, best að fara að vinna.. fékk stöðuhækkun í gær, er orðinn Drekinn á svæðinu! Wheeee grrrrrrr wraaaarrhhh gruuuuuhhhh *wosh* (ég að fljúga sko)

miðvikudagur, september 14, 2005

Kúl plebbi!
















hehe, ég er alveg sáttur við að vera kúl plebbi :)

þriðjudagur, september 13, 2005

Sól og blíða á nesinu..

..eins og alltaf! Það bara klikkar ekki! Annars var ég að láta sprauta litla greyið mitt sem var orðinn svo rispaður eftir krakkaskrattana sem gengu með bakpoka og skólatöskur aftur fyrir hann og drógu þetta alltsaman eftir skottlokinu grrrrrr!!

Þannig að núna verður hann eins og bómullarhnoðrinn eigandinn! Þyrfti eiginlega að útbúa mahónínaglaspýtu fyrir hann svo að hann geti varið sig!

Til að toppa allt þá ætla ég að láta skella í hann filmum af ljósustu gerð á föstudaginn.. öss hvað maður verður orðinn mikill spaði um helgina!

Enda eins gott þar sem maður er að halda matarboð fyrir strákana sína.

mánudagur, september 05, 2005

Long tæm no bloggensí

..ekki það að nokkur maður lesi þetta haha! En það er gaman að halda smá bókhald fyrir sjálfan sig, sérstaklega þegar aldurinn er að færast yfir mann, minni fer að bresta og maður er að plokka eitt og eitt grátt skegg úr "grímunni" eins og Gríngó orðar það alltaf svo nett.

Laugavegurinn er víst málið þessa dagana, ég er fluttur inn til Andra vinar minns og við erum að leigja ársgamla íbúð saman með heitum potti og læti og svölum bæði yfir Laugaveginn sjálfan og pottasvalir sem snúa frá Laugaveginum. Ég held að það sé ekkert sérlega spennandi að vera með pottinn yfir mestu verslunargötu landsins..

annars er þetta bara vinna vinna vinna vinna þessa dagana.. Bensi samstarfsmaður minn á von á barni þannig að hann verður eitthvað lítið við næstu daga! aarrggh, það verður víst eitthvað álag á manni þar sem yfirmaðurinn er líka ófrískur, eða konan hans öllu heldur hehe..
 

blogger templates |