föstudagur, ágúst 12, 2005

Orðinn nett þreyttur á þessu


Á hverri nóttu er mig farið að dreyma einhverja stórfurðulega drauma sem eru svo raunverulegir þrátt fyrir skringilegheitin að ég vakna alltaf dauðþreyttur! Hvað er eiginlega að valda þessum andskota? grrrrr

Ég er nánast farinn að fá kvíðaköst rétt fyrir háttatíma, óttast draumana og sé það orðið í hillingum að fá góðan og eðlilegan nætursvefn! Ok, þetta er kannski ekki alveg svona alvarlegt mikið svakalega er þetta samt óþægilegt. Draumarnir eru yfirleitt keimlíkir, ég er að tala við einhvern grautfúlan kall og er eiginlega að reyna að semja við hann um eitthvað en það gengur treglega þannig að ég verð pirraður og finn nánast í gegnum svefninn að ég eigi ekki að láta þetta hafa áhrif á mig, þetta er bara draumur.. gengur samt hálf brösulega eitthvað.

Svo er smá grill hérna heima í kvöld í góða veðrinu! wheee kjúklingur here æ komm!!
 

blogger templates |