þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Hífing uppá þak

Við Bensi þurfum að nota krana til að hífa okkur í körfu uppá litla þakið á virkjuninni..

Helvítis kranamaðurinn ætlaði sko ekki að nenna að hífa okkur af því að hann þarf að klifra upp um 30m til að komast uppí stýrishúsið og þegar hann hífði okkur upp þá setti hann allt í botn, fór með okkur leeeeeengst út í bómuna og sveiflaði okkur á fúll svíng til hliðar hahahaha!!

Þetta var sko eins og besti rússíbani! En allt innan skynsemismarka að sjálfsögðu, það þýðir ekkert annað í þessum bransa.

Sprang uppá þaki

Jæja, það er aldeilis að maður er að njóta lífsins í augnablikinu! Við Bensi erum að setja út nokkra punkta uppá þakinu á virkjuninni þannig að maður er bara að tjilla í 30m hæð með mælitæki í glampandi sól og hita! Það er nú einusinni þannig að það er alltaf gott veður hérna á suðurnesjunum.. hefur einhver nokkurntíman frétt af slæmum degi hérna? nei, hélt nefninlega ekki!!

Svo var ég að skipta við Bensa um gistivakt þannig að ég verð hérna í 2 nætur í röð og svo aftur á fimmtudagsnóttina :S shit hvað það verður eitthvað steikt.. En svo kemur á móti að hann verður þannig í næstu viku og ég bara eina nótt. WHEEE! Það verður bara nánast eins og að vera í sumarfríi aftur, ok, kannski ekki alveg..

..var að heyra að það væri svo bara grenjandi rigning í Reykjavík muaahahaha!!

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

á hverjum morgni


..rembist ég við að koma mér á lappir á skikkanlegum tíma, það hefst auðvitað alltaf á endanum en með þvílíkum átökum að annað eins sést varla núorðið! Afhverju þarf maður endilega að vera svona B-maður, þ.e.a.s. maður sem hangir langt fram á nótt yfir engu og er síðan ómögulegur á morgnana?

Nema þegar ég er í fríi...

Ég fór til að mynda svakalega seint að sofa í nótt, var eitthvað að horfa á nátthrafna með öðru auganu og á aukaefnið sem kemur með Sleepy Hollow með hinu. Þetta stóð yfir til rétt rúmlega hálf fjögur og þá fyrst var ég orðinn eilítið sybbinn þannig að ég lognaðist útaf bara til þess eins að vera orðinn glað-fokking-vakandi klukkan hálf átta í morgun! Hressandi! Þetta þýðir að sjálfsögðu bara eitt, ég verð að leggja mig einhverntíman í dag og þetta verður nákvæmlega eins í nótt hahaha! Ég elska vítahringi! Best að finna góðan DVD disk með plenty af aukaefni!

mánudagur, ágúst 15, 2005

Heitur draumur II

HAHA, ok ekkert sérlega heitur kannski en mig dreymdi soldið spes draum í nótt þar sem ég var að spekúlera svakalega mikið í því hvað það er gott að vera í góðri og hlýrri úlpu þegar og ef maður þarf að líta út í nepjulegt veður! Afhverju dreymir mann svona vitleysu?!
Get sko hugsað mér fullt af meira spennandi hlutum til að dreyma um heldur en hlýjar úlpur og leiðinlega kalla sem pirra mig!

GAK!!

föstudagur, ágúst 12, 2005

þvílíkur klaufaskapur!


Var rétt í þessu að pota í augað á mér af fullum krafti!!

Djísús!!

Hvernig er hægt að vera svona mikill klaufi?!

prrrfff

Orðinn nett þreyttur á þessu


Á hverri nóttu er mig farið að dreyma einhverja stórfurðulega drauma sem eru svo raunverulegir þrátt fyrir skringilegheitin að ég vakna alltaf dauðþreyttur! Hvað er eiginlega að valda þessum andskota? grrrrr

Ég er nánast farinn að fá kvíðaköst rétt fyrir háttatíma, óttast draumana og sé það orðið í hillingum að fá góðan og eðlilegan nætursvefn! Ok, þetta er kannski ekki alveg svona alvarlegt mikið svakalega er þetta samt óþægilegt. Draumarnir eru yfirleitt keimlíkir, ég er að tala við einhvern grautfúlan kall og er eiginlega að reyna að semja við hann um eitthvað en það gengur treglega þannig að ég verð pirraður og finn nánast í gegnum svefninn að ég eigi ekki að láta þetta hafa áhrif á mig, þetta er bara draumur.. gengur samt hálf brösulega eitthvað.

Svo er smá grill hérna heima í kvöld í góða veðrinu! wheee kjúklingur here æ komm!!

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Létt nörda-grín

.... maður sem að er alveg eins og kona kemur og ber að dyrum hjá þér. þú þekkir ekki gimpið (svona karl með brjóst) og fattar síðan allt í einu að einhver hefur ruglast og sent þér she-mail en ekki e-mail - hahaha

mánudagur, ágúst 08, 2005

holiday


Jæja, loksins kominn í sumarfrí! Dagurinn í dag var reyndar soldið spes þar sem ég þurfti að vinna fyrripart dagsins og var eiginlega ekki kominn heim fyrr en klukkan fimm eða álíka.. en það varð nú ekki til þess að spilla ánægjunni af því að vera kominn í frí, 2ja vikna frí!!

Það eru engar hugmyndir í gangi eða eitthvað planað, þetta á bara að vera algjör afslöppun á milli þess sem ég kem örugglega til með að vera með annan fótinn uppí virkjun þar sem túrbínan er að koma í vikunni og ég ætla að vera á staðnum þegar hún verður hífð á sinn stað enda 117 tonn! Og það kemur líklega til með að taka 2-3 daga bara til að koma hjólakrananum fyrir inní stöðvarhúsin.
Get samt ekki neitað því að það blundar smá ótti í mér að eitthvað klikki í að koma túrbínunni að og inní stöðvarhúsið.

Kemur í ljós í vikunni.

föstudagur, ágúst 05, 2005

so true so true


If u c4n r34d this u r34lly n33d SeX

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

hitinn heldur áfram



..en vonandi ekki mikið lengur (",)

Þetta er eitt það alleiðinlegasgta sem ég lendi í, að liggja veikur með hita heima hjá mér.. ætla rétt að vona að mér verði aldrei misdægurt aftur það sem eftir er af árinu! Þó það væri næstu 5 árin!! grrrr

Fletti sko upp "happygolucky" á google og þetta er mynd sem birtist við það.. sérlega svona glöð-fara-heppin mynd, haggi?

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

heitar draumfarir


..en ekkert sérlega spennandi eða skemmtilegar draumfarir, er kominn með hita og það er alveg óþolandi hvað maður svitnar mikið á nóttunni og dreymir alveg fokked öpp drauma! Ég var að sjálfsögðu í vinnunni í alla nótt (þegar ég náði að festa svefn) en bara á nærbuxunum og í skítugum þröngum hlýrabol. Og stáltá og hjálm að sálfsögðu.

Það eina sem mér fannst verulega óþægilegt í þessari stöðu var að bolurinn var svo skítugur!

Og svo var ég reyndar að rökræða við einhvern (furðulegur maður sem ég vinn ekkert með og er auðvitað ekki einusinni til en var sko heldur betur til þarna í nótt) á íllu nótunum um útfærslu á ákveðnum hlutum og mér fannst ekkert vera að ganga upp sem hann var að leggja til, þannig að ég var sjálfur að glíma við að finna lausn (hehe,finna lausn með Excel sko, veit ekki afhverju en allir reitirnir voru orðnir svo óvinveittir að það var að gera mig brjálaðan) og þegar maður er í hita og svitakófi þá er það ekki til að skýra hugsunina að vera að rífast við einhvern í draumum...

Minnti bara sjálfan mig á Fjólsið mitt! Öss

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

kláðamaurinn knái!


Það er soldið fyndið að það er kláðamaur farinn að hrjá vinnubúðirnar.. Og það sem er eiginlega lang fyndnast er að hún Heiða frammi svo klíjugjörn fyrir þessu að hún meikar það ekki að sjá neinn klóra sér án þess að byrja að klæja sjálfri! Hahaha

Er reyndar ekki frá því að mig sé farið að klæja líka eftir allt þetta tal í Heiðu! prrfff

hæhójibbíjeij

..nei, það er ekki kominn 17.júní!!

Fóru einhverjir til Eyja? að láta sig rigna í stöppu og vera að skríða heim á leið í morgun hehe, það er sko nokkuð ljóst að ef ég ætla einhverntíman að fara aftur til eyja þá er það bara Herjólfur sem kemur til greina! Í fyrra þá var ég fastur þarna langt fram á þriðjudag og fékk orð í eyra í gömlu vinnunni minni, átti nibblega að vera einn með vaktina.. ekki vinsælt!
 

blogger templates |