Jæja, þá fer bara að koma að því að maður skelli sér til Lúndúna..
Klára að koma þessari dýnu á kerruna og svo er maður bara reddí tú gó í nótt..
þriðjudagur, mars 28, 2006
laugardagur, mars 25, 2006
Nörd? nibbs, held nú ekki.. ok, kannski smá
Núna er ég að nördast eins og Hranfhildur kallar það, þ.e.a.s að horfa á Stargate þætti út í eitt en ég er samt alveg kominn á þá skoðun að þetta er bara alls ekki nördaskapur. Þessir þættir eru uppfullir af brilljant húmor, skemmtilegu plotti og svo skemmir alls ekki fyrir að hver þáttur er alltaf að koma með smá heilaleikfimi (eins og CSI reyndar líka) og pælingar um sagnfræði og líf á öðrum plánhnetum..
..ég hef alveg ótrúlega gaman af þessu..
Sé maður nörd fyrir vikið þá er það bara hið besta mál.. og ef einhver sem hefur staðið sjálfan sig að því að horfa á “The OC”, “Friends”, “One Tree Hill” eða álíka skemmtilegar sápur dirfist að koma með neikvætt komment á þetta þá er eitthvað meira en lítið að hjá viðkomandi! Muaahahahaha
.
..ég hef alveg ótrúlega gaman af þessu..
Sé maður nörd fyrir vikið þá er það bara hið besta mál.. og ef einhver sem hefur staðið sjálfan sig að því að horfa á “The OC”, “Friends”, “One Tree Hill” eða álíka skemmtilegar sápur dirfist að koma með neikvætt komment á þetta þá er eitthvað meira en lítið að hjá viðkomandi! Muaahahahaha
.
föstudagur, mars 24, 2006
Ganga mörgæsanna
Ég var að horfa á March of the Penguins og verð að segja eins og er að þessi litlu kríli í Smókingfötunum eru alveg mögnum kvikyndi!
Þau labba í grilljón kílómetra í margar vikur bara til þess eins að fá sér drátt! Þetta kallar maður þrautseigju!
Fyrir þá sem hafa ekki séð þessa mynd þá mæli ég hiklaust með henni, flott myndataka, Morgan Freeman klikkar aldrei og það að horfa á hegðun þessara dýra er alveg magnað.. þegar mörgæsirnar eru loks búnar að para sig saman þá tekur við alveg meiriháttar rómantíkst kúr og kelerí hjá þeim sem er ótrúlegt að fylgjast með. Þetta er reyndar svona RBB (í átta mánuði hehe) hjá þessum dýrum en þau virðast njóta þess á meðan á því stendur.
Annars er ég með frekar stappaða helgi framundan.. ég þarf að flytja út af Laugaveginum og inn til Hrafnhildar sem er í raun ekkert meiriháttar aðgerð nema hvað að frænka hennar tekur rúmið hennar og ég kem með mitt hingað. Þar sem stigagangurinn upp á risið er frekar þröngur þá þarf ég að selflytja þetta allt í gegnum svalirnar hjá fólkinu á annari hæð! Haha.. gaaaaman gaman!
Svo er litla frænka mín hún Sigríður Brynja að fermast á morgun þannig að ég sé alveg fram á að vera fram á sunnudag að græja þessi flutningsmál. Vona bara að ég geti reddað bíl án teljandi erfiðleika sem nær að rúma eitt tvö rúm eða svo.
Þau labba í grilljón kílómetra í margar vikur bara til þess eins að fá sér drátt! Þetta kallar maður þrautseigju!
Fyrir þá sem hafa ekki séð þessa mynd þá mæli ég hiklaust með henni, flott myndataka, Morgan Freeman klikkar aldrei og það að horfa á hegðun þessara dýra er alveg magnað.. þegar mörgæsirnar eru loks búnar að para sig saman þá tekur við alveg meiriháttar rómantíkst kúr og kelerí hjá þeim sem er ótrúlegt að fylgjast með. Þetta er reyndar svona RBB (í átta mánuði hehe) hjá þessum dýrum en þau virðast njóta þess á meðan á því stendur.
Annars er ég með frekar stappaða helgi framundan.. ég þarf að flytja út af Laugaveginum og inn til Hrafnhildar sem er í raun ekkert meiriháttar aðgerð nema hvað að frænka hennar tekur rúmið hennar og ég kem með mitt hingað. Þar sem stigagangurinn upp á risið er frekar þröngur þá þarf ég að selflytja þetta allt í gegnum svalirnar hjá fólkinu á annari hæð! Haha.. gaaaaman gaman!
Svo er litla frænka mín hún Sigríður Brynja að fermast á morgun þannig að ég sé alveg fram á að vera fram á sunnudag að græja þessi flutningsmál. Vona bara að ég geti reddað bíl án teljandi erfiðleika sem nær að rúma eitt tvö rúm eða svo.
föstudagur, mars 10, 2006
Orsök og afleiðing
Lífið byggir víst allt á orsökum og afleiðingum..
t.d. drepur Curt Cobain sig sem var mikill missir en við fengum vissulega Foo Fighters í staðin..
Svona hangir allt lífið saman sjáiði til..
t.d. drepur Curt Cobain sig sem var mikill missir en við fengum vissulega Foo Fighters í staðin..
Svona hangir allt lífið saman sjáiði til..
mánudagur, mars 06, 2006
KB
Jæja, við skötuhjúin skelltum okkur á árshátíð KB um helgina og skemmtum okkur aldeilis konunglega. Laugardagurinn byrjaði reyndar mjög skemmtilega á því að ég þurfti að mæta uppí vinnu í Reykjanesvirkjun klukkan 8:00! Mjög svo gaman!
Reyndar var alveg meira en nóg að gera þannig að dagurinn var eldsnöggur að líða. Alltaf gaman af því.
Þegar ég var á leiðnni heim þá bjallaði ég í KK og bað hann um að sækja mig á Laugaveginn sem hann og gerði. Við skelltum okkur síðan útí Hafnarfjörð í smá bröns og KK fékk afhenta ammlisgjöf og blystertu í tilefni dagsins.
Síðan var skundað í kokteilboð hjá yfirmanni Bridgetar og skellt í sig fínustu veitingum í glampandi sól. Þar hitti ég 3 kumpána sem voru líka makar og við héldum eiginlega hópinn alla árshátíðina. Ekki amalegt að stökkva strax inní vinnufélaga hópinn og kynnast fólki.
Svo hittum við KK og kó niðrí bæ eftir mikið stuð á hátíðinni þrátt fyrir að sumum hafi allt í einu fundist of kalt til að hreyfa sig á miðri Hverfisgötunni “nema við förum á KaffiBarinn” haha
..annars kallar vinnan í augnablikinu
Reyndar var alveg meira en nóg að gera þannig að dagurinn var eldsnöggur að líða. Alltaf gaman af því.
Þegar ég var á leiðnni heim þá bjallaði ég í KK og bað hann um að sækja mig á Laugaveginn sem hann og gerði. Við skelltum okkur síðan útí Hafnarfjörð í smá bröns og KK fékk afhenta ammlisgjöf og blystertu í tilefni dagsins.
Síðan var skundað í kokteilboð hjá yfirmanni Bridgetar og skellt í sig fínustu veitingum í glampandi sól. Þar hitti ég 3 kumpána sem voru líka makar og við héldum eiginlega hópinn alla árshátíðina. Ekki amalegt að stökkva strax inní vinnufélaga hópinn og kynnast fólki.
Svo hittum við KK og kó niðrí bæ eftir mikið stuð á hátíðinni þrátt fyrir að sumum hafi allt í einu fundist of kalt til að hreyfa sig á miðri Hverfisgötunni “nema við förum á KaffiBarinn” haha
..annars kallar vinnan í augnablikinu
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)