þriðjudagur, mars 16, 2004

Þetta var nú bara frekar rólegur vinnudagur hjá mér. Náði að leysa flest þau verkefni sem lágu fyrir eða að koma með vísi að lausn fyrir þá sem tóku við þeim frá mér.

Ég fór svo aðeins í leikinn FarCry í gær (demóútgáfuna þ.e.a.s.) og mikið djöfull er það smekklegur leikur! Bíð spenntur eftir að þeir gefi út endanlegu útgáfuna þannig að maður get gleymt sér smá í honum. Skoðaði svo líka nokkur vídeó úr HalfLife 2 og Doom3. Úff, ég held að Ómar verði fyrsti maðurinn til að fá hjartaáfall við það að spila tölvuleik. En ég svosem skil það vel að hann sé smeykur við svona ljóta leiki, enda saklaus og lítil sál!

Það verður sko sannk0lluð veisla þegar þessir leikir koma út, en stærsti gallinn kannski sá að allt bendir til þessa að tölvan sem ég á núna komi ekki alveg til með að ráða við herlegheitin.. sjáum til.. annars uppfærir maður bara.

mánudagur, mars 15, 2004

Úff.. ekki nóg með það að maður sé að alveg að krepera úr þreytu heldur er ekkert í sjónvarpinu nema Spaugstofan.. og guð hvað þessi þáttur er ekki fyndinn. Ég er búinn að horfa á hann núna í ca. 30 mín og hef ekki náð því að brosa nema einusinni. Ekki gaman.

Held að töfraráðið sé að ræsa upp tölvu og fara að nördast í einhverjum tölvuleik..

okbæ
Bunker er spunker! ójá..

Ég er að deyja úr þreytu og er að vinna á Bunker í allt kvöld. Hefði svo viljað vera heima að tjilla í baði með Hildi í staðin, en svona er þetta, maður fær ekki allt sem maður vill.. og svo þarf ég eiginlega að rúlla heim að sækja lappann minn til að geta klárað ákveðið verkefni en kemst ekkert frá.

Aldrei að vita hvort að einhver sem getur leyst mig af í 10 mín kíki við í kvöld.

Dublin kom ekkert smá sterk inn. Það er margt verra en að vera þar í góðu yfirlæti að sötra öl með félögunum á svo rammírksum pöbbum að það hálfa væri nóg. Írar eru frekar léttir á bárunni og það er virkilega gaman að tala með írskum hreim þó svo að heimamönnum hafi eflaust fundist við allir tala með íslenskum plain hreim (eins og Björk syngur en talar ekki!! haha)
Hmm, ég kann ekkert á þetta.. þyrfti eiginlega að fá einhvern góðan til að sýna mér hvernig þetta er gert..
Jæja, þá er maður dottin inní þessa blessuðu blog menningu. Ég ætla að prufa þetta í nokkra daga og sjá hvað ég endist.

Ég er hreinlega ekki viss um að ég hafi neitt merkilegt að segja (fyrir utan það sem maður talar við félagana um).

En sjáum hvað þetta leiðir af sér.
 

blogger templates |