miðvikudagur, júlí 13, 2005

Krús kontról

Var að keyra í vinnuna í morgun og aldrei þessu vant þá var ég á mínum bíl en ekki þessum Lancer sem vinnan úthlutar mér og Bensa til að snattast á milli.

Það er alveg ótrúlegt hvað það er mikill munur á að keyra þann bíl og minn. En samt, skítt með allan búnað nema einn:

Krúskontról!

Þvílík snilld, sérstaklega á Reykjanesbrautinni þar sem alltaf er verið að taka fólk fyrir of hraðan akstur (held að það sé búið að taka 6 frá því að ég byrjaði hérna)! Þegar maður er með krúskontrólið þá setur maður bara á rétt rúmlega löglegan hraða og er síðan bara að tjilla alla leiðina, ekkert stress eða spenningur.. það munar hvort eð er ekki nema nokkrum mínútum á því að vera á 105 (ekki tekinn) eða 120 ( alveg örugglega tekinn ef mældur).

En það er bara svo askoti dýrt að vera að borga bensínið sjálfur hérna á milli og ekki fær maður kílómetra gjald þar sem ég "á" í raun að nota Lancerinn.. það er samt voða gott að grípa í góðan bíl annað slagið og krúsa á milli.
 

blogger templates |