mánudagur, mars 14, 2005

(Draum)farir mínar ósléttar..

mamma og pabbi fóru í byko í gær að sækja klósett og vask og á meðan þau voru í burtu þá dottaði ég aðeins (já ég veit) og var að dreyma allskonar skrítið og óþægilegt
og svo eru þau að koma og ég fer upp til að opna fyrir þeim.. kem að útidyrahurðinni og verð allt í einu svona allur seigur, eins og maður verður stundum þegar maður hefur sofið asnalega á hendinni eða löppinni og klessist svo alveg upp við útidyrahurðina
...og hugsa með mér "djööhh, það er bara eins og mig sé enn að dreyma.."
og um leið og ég var búinn að hugsa það þá sveif ég aðeins upp á miðja hurð, heyri pabba vera að opna hana og hrekk upp.. vakna þ.e.a.s

30 sek seinna heyri ég í þeim renna í hlað!

þetta var alveg spúkí!

en það er geeeðveikt óþægilegt að vera sofandi en halda að maður sé vakandi
eiginlega sama þó svo að eitthvað gott gerist eða slæmt í draumnum

ef það er slæmt, þá líður manni geðveikt ílla á meðan á þessu stendur
ef það er gott þá verður maður ferlega svekktur yfir því að þetta var ekki alvöru lottovinningur sem maður fékk

þannig að þetta segir manni að maður á ekki að dotta um miðjan dag!
 

blogger templates |