fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Fjör á Mæjamí

Jæja, stelpan stödd á Miami að sletta úr klaufun og skoða síneríið.. ætla reyndar ekki að skrifa mikið hérna í dag en langaði bara að skella inn myndum. Hrafnhildur fór í smá leiðangur á fenjasvæðið þarna á Miami eða í kringum Miami og rakst á þónokkuð marga krókódíla svo ekki sé meira sagt! Það var víst allt krökkt af þeim í kringum bátinn þeirra og eins og sést á myndinni að þá er þetta ekki beint neinn togari eða eitthvað slíkt, smá kitra úr einhverjum skæni! Eitt *hrammbbs* og þær hefðu orðið gott gúff stúlkurnar!!

Verð að segja eins og er að þegar þær voru í ferðinni að þá var eiginlega ekkert samband á gemsanum hennar Hrafnhildar þannig að mér var sko alveg hætt að lítast á blikuna á tímabili, þær umkringdar krókódílum og dautt á símanum.. sá sko alveg fyrir mér að eitthvað hefði komið fyrir þannig að ég var mjög feginn þegar hún loks hringdi í mig þessi elska!

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Nær dauða en lífi


..vægast sagt!

Ég gerði þau stóru mistök að leggja mig þegar ég kom heim frá USA.. BIG mistake!

Ég er ss alveg ósofinn núna í vinnunni, búinn að vera vakandi í 17 tíma og klukkan ekki nema hálf ellefu!

Það er ekki gott.

Svo er þetta allt spurning um sjálfsaga þegar heim kemur, að leggja sig ekki. grrrr

mánudagur, ágúst 21, 2006

Alcatraz


Fórum í smá túr í Alcatraz.. skelli inn einni mynd hérna.. þetta var alveg mögnuð upplifun að skoða þetta, pínulitlir klefar og allt eiginlega töluvert þröngt þarna.

Þegar maður sér svona staði í bíómyndum þá finnst mér allt virka svo risastórt. Svo er víst ekki.

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Smá djókur frá san

haha, mér fannst þetta soldið fyndið hjá honum bróður mínum.. við erum að keyra um hverfi sem er ekki alveg hjá Gumma, soldið í burtu..

Gummi: shit ég er alveg lost..
Halli: HA? ertu ekki að grínast!
Gummi: nei, bíddu þarna er Maccidí, þá get ég oríenterað mig útfrá honum..
Halli: aha, ertu búinn að kynna þér staðsetninguna á öllum Donaldsstöðunum í nágrenninu?
Gummi: huh? eru til fleirri en EINN?!!! Það skýrir afhverju ég er alltaf að villast hérna úti

hahaha

laugardagur, ágúst 19, 2006

San Fagsisco

Jæja þá er maður búinn að vera í heila viku hérna úti og orðinn kaffibrúnn þrátt fyrir morgunkuldann sem ætlar mann alveg lifandi að drepa. Ég er reyndar ekki frá því að maður hafi hreinlega líka bætt á sig nokkrum kílóum :S

Það verður reyndar engin ferðasaga alveg strax, ætli ég reyni ekki að skella inn nokkrum myndum og smá glósum um það sem á daga mína hefur drifið í næstu viku..

Tjaó belló
 

blogger templates |