Ég elska konur! Ég er einn heima eins er, makin er í London að heilsa uppá nýfæddan son vinkonu sinnar sem er algjört krútt.. ég spjallaði við móður mína í dag og það fyrsta sem hún spurði mig var hvort að ég væri búinn að borða eitthvað síðan Hrafnhildur fór út. Ég játti því. Svo spjallaði ég við Hrabbadú og hún spurði mig líka hvort að ég væri búinn að borða eitthvað í dag. Umhyggjan hjá konum er miklu meiri eða kannski öllu heldur sýnilegri heldur en hjá köllum. Ég veit nefninlega að allar frænkur mínar myndu spyrja mig að þessu sama sem og ömmur mínar. Föður mínum, frændum og öfum myndi aldrei detta í hug að spyrjast fyrir um þetta haha, enda kannski óþarfa áhyggjur að hafa af 100kg átvagli.
En það er mjög gott að vita að væntumþykjan er mikil. Og ég sakna Hrafnhildar minnar..
sunnudagur, júlí 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)