Við skötuhjúin skelltum okkur í ammlisveislu núna um helgina sem var haldin uppí sumarbústað rétt við Landmannalaugar. Ekki amalegt það. Þetta var nú ekki stórammli þannig séð en alveg kjörið að bregða undir sig betri fætinum á laugardagsmorgni og skella sér uppí sveit að heiðra litla frænda minn hann Polbein Puma, sem varð 4 vetra deginum á undan mér!
Við kipptum Lísu litlu prinsessu með og skemmtum okkur konunlega við að rúnta um sveitir landsins. Eftir ammlið þá hittum við vinafólk Bridget og skelltum kjúlla á grillið hjá þeim. Mér finnst húsvagnar snilld.. Við hjúin gistum reyndar ekki í slíkum en nutum góðs af aðstöðunni. Það er ekki það þægilegasta í heimi að sofa á grjóti í halla. En maður lifi þetta af.. en ekki hvað?!
Erum að standa upp úr heita pottinum á Hellu:
Halli: "Við Hrafnhildur ætlum bara rétt að sækja kúta og svo getum við farið í laugina Lísa mín.."
þögn - og svo sagt lágt með fýlusvip
Lísa: "Hrafnhildur getur alveg farið ein á klósettið.. þú getur alveg komið með mér í laugina!"
hehe, hún var greinilega ekki alveg að heyra orðið "kúta" rétt
þriðjudagur, júní 27, 2006
fimmtudagur, júní 15, 2006
Eldhús Helvítis?
Hvar er Eldhús Helvítis? Ég er nokk viss um að það sé statt á Suðurlandsbraut.. en er þó ekki viss. Sambýlið fór nibblega í matarheimsókn í þetta eldhús og viti menn, heil vika af niðurgangi fylgdi í kjölfarið! vúff
Ég er reyndar ekki alveg viss hvort að sökin liggi hjá þessu eldhúsi en líkurnar eru samt yfirgnæfandi þar sem við fengum þetta bæði og svo lagðist tengdapabbi líka í þetta í stundarkorn en virðist þó hafa sloppið fyrir horn.
Þetta er þó ekki alslæmt þar sem maður er búinn að léttast um 100kg á þessari viku.. hehe
Ég er reyndar ekki alveg viss hvort að sökin liggi hjá þessu eldhúsi en líkurnar eru samt yfirgnæfandi þar sem við fengum þetta bæði og svo lagðist tengdapabbi líka í þetta í stundarkorn en virðist þó hafa sloppið fyrir horn.
Þetta er þó ekki alslæmt þar sem maður er búinn að léttast um 100kg á þessari viku.. hehe
fimmtudagur, júní 01, 2006
Express tilboð
Já, það er eitthvað tilboð í gangi hjá Iceland Express þannig að nú er að hrökkva eða stökkva klukkan 12:00 í dag og festa sér miða til köben.. wheee!!!
Svo virðist síðan mín vera eitthvað í fokki, ætli það sé lítil notkun sem valdi því?
hmmmmmmmmmmmmmm
Svo virðist síðan mín vera eitthvað í fokki, ætli það sé lítil notkun sem valdi því?
hmmmmmmmmmmmmmm
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)