fimmtudagur, apríl 27, 2006
mánudagur, apríl 24, 2006
Smá bíódagur
Við skötuhjúin horfðum á myndina Syriana í gær og vorum eiginlega bæði jafn ringluð eftir hana. Reyndar sofnaði Hrafnhildur í miðri mynd og þegar hún vaknaði fór hún að spyrja mig hvað væri búið að gerast. Ég gat bara engan vegin svarað henni því ég hafði ekki hugmynd hvað var búið að gerast.. í allri myndinni í heild sinni.
Það getur verið að þetta sé ein af þessum myndum sem maður verður að horfa á nokkrum sinnum til að átta sig á henni því að þetta fyrsta áhorf í gær skilaði engu. Það er engin aðalpersóna, það er aldrei skýrt eða ljóst hvert plottið er og maður flakkar á milli heimshluta alla myndina til að sjá örstutt brot úr lífi persóna sem virðast nánast vera ótengdar.
Það er samt rauður þráður í myndinni, því er ekki hægt að neita. Eins og ég skynjaði hana þá er þetta ádeila á olíufursta, bæði í USA og miðausturlöndum en ég náði ekki alveg inntakinu, hver gagnrýnin var eða hversvegna maður var að fylgjast með viku í lífi þessara manna.
Það vantaði reyndar íslenskan texta á myndina sem gæti skýrt það hversvegna athyglin hélst ekki alveg ótrufluð. Ég er tiltölulega sleipur í engilsaxneskunni en þetta er bara hreinlega það flókin mynd að ef maður tapar þræðinum þá er erfitt að ná honum upp aftur.
En leikurinn stórgóður og gaman að sjá Clooney þéttan á velli og alskeggjaðan.
Það getur verið að þetta sé ein af þessum myndum sem maður verður að horfa á nokkrum sinnum til að átta sig á henni því að þetta fyrsta áhorf í gær skilaði engu. Það er engin aðalpersóna, það er aldrei skýrt eða ljóst hvert plottið er og maður flakkar á milli heimshluta alla myndina til að sjá örstutt brot úr lífi persóna sem virðast nánast vera ótengdar.
Það er samt rauður þráður í myndinni, því er ekki hægt að neita. Eins og ég skynjaði hana þá er þetta ádeila á olíufursta, bæði í USA og miðausturlöndum en ég náði ekki alveg inntakinu, hver gagnrýnin var eða hversvegna maður var að fylgjast með viku í lífi þessara manna.
Það vantaði reyndar íslenskan texta á myndina sem gæti skýrt það hversvegna athyglin hélst ekki alveg ótrufluð. Ég er tiltölulega sleipur í engilsaxneskunni en þetta er bara hreinlega það flókin mynd að ef maður tapar þræðinum þá er erfitt að ná honum upp aftur.
En leikurinn stórgóður og gaman að sjá Clooney þéttan á velli og alskeggjaðan.
mánudagur, apríl 10, 2006
Bolti fótarins
Svo kemur loks að því að átta ára stúlknedeildin fer að spila í stóru móti. Spennan er gríðarleg, liðin eru öll búin að hafa sig til fyrir leikina, þrotlausar æfingar að baki og foreldrarnir fylgjast spenntir með í áhorfendastúkunni.
Dómarinn flautar og fyrsti leikurinn hefst.
Einn og einn pabbinn stekkur upp og æpir hvatningarorð þegar dóttirin nær boltanum, hún spilar upp völlinn, sólar eina og.. stoppar til að laga aðeins á sér hárið, bévítans teygjan eitthvað að losna.. boltinn rúllar stjórnlaust áfram en er fljótlega og fimlega tekinn af mótherja sem brunar í átt að miðju vallarins og gerir sig klára í að takast á við.. Siggu? Siggu úr Seljaskóla? Það þýðir nú ekki að hlaupa bara framhjá henni án þess að spjalla aðeins um það sem á hennar daga hefur drifið síðan í síðustu viku þannig að enn og aftur rúllar boltinn stjórnlaust áfram á meðan síðustu dagar eru rifjaðir upp í góðu tómi. Á miðju vallarins.
Og leikurinn heldur áfram.. í þessum dúr.
Svona var einn verkstjórinn að lýsa fótboltamóti sem hann fór á um helgina með dóttur sinni! Haha! Krakkar eru snilld!
Dómarinn flautar og fyrsti leikurinn hefst.
Einn og einn pabbinn stekkur upp og æpir hvatningarorð þegar dóttirin nær boltanum, hún spilar upp völlinn, sólar eina og.. stoppar til að laga aðeins á sér hárið, bévítans teygjan eitthvað að losna.. boltinn rúllar stjórnlaust áfram en er fljótlega og fimlega tekinn af mótherja sem brunar í átt að miðju vallarins og gerir sig klára í að takast á við.. Siggu? Siggu úr Seljaskóla? Það þýðir nú ekki að hlaupa bara framhjá henni án þess að spjalla aðeins um það sem á hennar daga hefur drifið síðan í síðustu viku þannig að enn og aftur rúllar boltinn stjórnlaust áfram á meðan síðustu dagar eru rifjaðir upp í góðu tómi. Á miðju vallarins.
Og leikurinn heldur áfram.. í þessum dúr.
Svona var einn verkstjórinn að lýsa fótboltamóti sem hann fór á um helgina með dóttur sinni! Haha! Krakkar eru snilld!
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)