miðvikudagur, ágúst 18, 2004


Alveg eins og klipptir úr Resóvar Dawgs, alveg tilbúnir í golfmótið!
Mynd

Golfmót SoG (Og Vodafone)

Þá er golfmótinu lokið.. allt búið og ég vann ekki til verðlauna! Algjör bömmer..

Maður er svosem enginn stera spilari þannig að svekkelsið er nú ekkert geeeðveikt.

Verst að geta ekki skellt link á myndir af mótinu (það voru teknar um tæplega 300stk.) því að veðurblíðan var þvílík að annað eins hefur ekki sést í háherrans tíð! Hef nú sigurvegarna samt grunaða um svindl, enda slíkt mjög þekkt á þessum mótum.. haha! Með misalvarlegum afleiðingum þó, stundum hefur það endað með slagsmálum nokkrum árum seinna (t.d. þegar menn fara að játa hluti á árshátíðum og þess háttar)

En þetta mót var algjör snilld og fær mann gjörsamlega til að velta því fyrir sér hvernig strumpur verður á litinn þegar maður reynir að kyrkja hann.. bleikur? grænn? rauður? tjah, hver veit..
Ef rauður, er þá alltaf nýbúið að reyna að kyrkja Æðstastrump þegar hann kemur fyrir í sögunum?!?! öss, það er ekki nokkur leið að segja til um það held ég.

Jæja, best að fara að njóta sólarinnar á meðan hún endist.
.
 

blogger templates |