Uss hvað ég er búinn að vera lélegur í að blogga! Skrifaði reyndar alveg klukkutíma blogg um daginn á lappann minn en viti menn..
"Critical batterí.."
Svona alveg við það að ég var að smella á publish, allt draslið komið uppí 80% þá deyr helvítis vélin! Og eins og allir þekkja þá nennir maður hreinlega ekki að skrifa eitthvað aftur því það verður avo mikill útdráttarbragur á því.. þessi klukkutíma skrif eru kláruð á 10 mín og maður er svona ekki alveg að muna allt þetta mest hnyttna sem maður skrifaði áður. Dæmigert!
En það var askoti gaman á Benedorm þrátt fyrir veikindi í tæpa 2 sólarhringa af 6 þannig að brunkukeppninni við Karó er hér með blásið af! Ég þarf bara að finna leið til að segja henni það án þess að missa útlim!
Ég er samt alveg á því að 32-35° hiti er svona nánast tú mötch.. maður er rétt að venjast þessu og þá er maður að fara heim. Reyndar skildum við 5 manneskjur eftir þarna úti sem ættu að koma heim eins og kolamolar næsta miðvikudag.. öss!
Svo er nú líka planið að skella einhverjum skemmtilegum myndum inn þegar þessar 5 koma með lappann minn til baka (600+ myndir!! ójá!).
En nóg í bili, ætla að skrifa meira á morgun...
miðvikudagur, júlí 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)