þriðjudagur, júlí 12, 2005

War of the Worlds

Smellti mér í að horfa á þessa ræmu um daginn.. ekki gott

Ég held bara sveimér þá að ég hafi aldrei orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum með sögþráð, eða öllu heldur söguþráðleysi í bíómynd. Það er ekkert í henni, engin hetja, enginn vondigaur (nema auðvitað geimverurnar en þær koma lítið við sögu sem slíkar), enginn sem fattar allt í einu hvernig hægt er að sigra geimverurnar, ekkert púður lagt í bardaga á milli stríðandi fylkinga, sem er reyndar ekki endilega ókostur en svo gerist bara ekkert í þessari mynd!

Ekkert!

Enginn hápunktur eða miðbik eða upphaf (ok, jú það er upphaf) og endirinn er hvorki fugl né fiskur.

Öss að það sé verið að eyða peningum í svona sorp.. hvað skyldi nú Starship Troopers hafa kostað? Örugglega minna en það kostaði að búa til trailerinn fyrir þessa ómynd sem WoW er.
 

blogger templates |