föstudagur, júlí 15, 2005

Að líkjast frægu fólki

Það eru margir sem líkjast einhverjum frægum einstaklingum, sumir fá vinnu útá það sem stuntleikarar, sem double-leikarar, sem elvis eftirhermur og svo eru náttúrulega sumir sem njóta bara athyglinnar sem þeir fá.

Svo er til fólk í Ammríkunni sem beinlínis fer í lýtaaðgerðir til að líkjast frægu fólki! Ég var að horfa á MTV-cut´n´slice þátt eitthvað þar sem fylgst er með fólki sem leggst undir hnífinn í von um að þegar það vakni að þá líti það út eins og idolið sitt..

Ég skil það vel að ófrítt fólk vilji gera eitthvað til að bæta útlitið, sérstaklega ef því líður ílla með það hvernig það lítur út af því að útlit er að sjálfsögðu afstætt, það sem einum finnst flott hryllir hinum við. Og sem betur fer..

En það var einn gaur í þessum þætti rétt áðan sem vildi láta breyta sér í Ricky Martin. Ekkert að því þannig séð, alveg jafn gott val eins og hver annar en það sem mér fannst svo skrítið var ástæðan fyrir því að hann vildi breyta sér.
Þetta var alls ekki ómyndarlegur maður, bara ósköp venjulegur latínó gutti.

Og hann átti vinkonu. Búinn að þekkja hana í mööörg ár og alltaf verið hrifinn af henni en ekki þorað að gera neitt í málinu vegna feimni. Þessvegna ákvað hann að breyta sér í Ricky Martin og láta slag standa!

Er ekki allt í lagi með fólk? Mér finnst það alveg hrikalegt að hugsa til þess að einhver vinkona mín til margra ára sem liti bara ósköp vel út og ég kynni vel að meta myndi bara allt í einu mæta á svæðið lítandi út eins og Angelina Jolie! Þó svo að mér finnist það líklega vera ein fallegasta kona í heimi þá á bara að vera til ein slík, ég efast um að einhver eftirlíking myndi gera það sama fyrir mig og originallinn! Og hvaða áhrif myndi það hafa á mann ef einhver manneskja sem maður er búinn að þekkja í mörg ár liti bara allt í einu allt öðruvísi út?!
Þá er ég ekki að tala um að fara í megrun og byrja að hugsa um útlitið, það er bara af hinu góða.

Eða hvað? Er ég bara eitthvað að bulla?
 

blogger templates |