Það er svo merkilegt hvað tíminn flýgur áfram þegar maður hefur meira en nóg að gera, ég held að eins og það er þægilegt að þá verði manni einhvernvegin minna úr verki ef það er OF mikið að gera..
Heilinn á manni nær ekki að ganga í eitt, klára það, ganga svo í næsta af því að það eru öll verkefnin með einhverja menn að baki sér sem eru alltaf að pressa á mann og heimta að maður sýni þeim athygli þannig að maður gefur eftir, hættir í því sem maður var nýbyrjaður á (af því að maður var hvort eða er svo nýbyrjaður) og fer að einbeita sér að þessu nýja.
Nú er algjörlega kominn tími á To-Do lista sem verður mjög ítarlegur og uppfærður á klukkutíma fresti og bullandi forgangsraðaður! Þýðir greinilega ekkert annað í þessum bransa.. (",)