fimmtudagur, júlí 21, 2005
London hera I come!
Uss, búinn að plana ferð til london í smá tíma og akkúrat daginn eftir að ég er búinn að panta og ganga frá öllu þá springur ALLT í London í loft upp!
Svo róast allt aftur... og... springur síðan enn einusinni í dag!! Daginn áður en ég á að fara út! Þetta getur ekki verið eðlilegt, þvílík óheppni!
Sé alveg fram á að þetta verður dýr ferð þar sem maður neyðist til að fara allt í leigubílum.
En ég er orðinn frekar spenntur fyrir því að vakna klukkan 4 í nótt, skella mér í sturtu og bruna útá völl, skemmta mér svakalega vel í London, koma heim á sunnudagskvöld og fara beint uppí virkjunina. Ég bara nenni ómögulega að keyra alla leið í bæinn, sofa hérna heima í nokkra klukkutíma og keyra síðan alla leið aftur útá Reykjanes.
Það er líka búið að vera svo brjálað að gera í vinnunni þannig að ég sé alveg fram á að þurfa að vinna aðeins kvöldið sem ég kem heim :(
En svona er lífið, alltaf nóg að gera..
Ég er alveg viss um að þegar þessu verki er lokið og maður verður farinn að vinna í bænum í næsta verki þá verður það eins og að vera kominn í sumarfrí! Þó að það sé rúmlega ár í það þá er ég alveg farinn að sjá þetta í hillingum..