Ég held að ég verði bara að vera sammála vinkonu minni sem vildi meina að salernisaðstaða sem er þannig úr garði gerð að stóru rými er skipt uppí marga minni bása með örþunnum veggjum sem hvorki ná niður í gólf né uppí loft hljóti að vera skýlaust brot á mannréttindum! Ég veit að einhver hugsi kannski núna með sér “ vertu bara ánægður að vera með klósett yfir höfuð!” en þannig hugsunarháttur á bara sjaldnast við hérna á Íslandi, það er klósett til staðar en hönnunin á því er bara ömurleg!
Það er fátt leiðinlegra en að vera í góðum gír að tefla á eigin tempói þegar einhver sest í básinn við hliðiná manni og fer að gera slíkt hið sama..
Gefum okkur að maður sé nýbyrjaður á baráttunni þegar þessi staða kemur upp. Þarna gæti maður mögulega verið að sjá fram á 10mín “þögla” samverustund nema fyrir skemmtileg búkhljóð sem kunna að fylgja.
Ég er ekki mikið fyrir svona félagsskap.
Og það næst versta er að sjálfsögðu að fara á salernið, finna þessa líka kröftugu lykt taka á móti manni og helvítis setan er ennþá VOLG! Grrrr
En svona er víst lífið, efast um að þetta komi nokkurntíma til með að breytast nema á stöku stað.
Jólahlaðborð á morgun! Wheee! Er alveg á báðum áttum hvort að ég eigi að vera á bíl eða bara skella nokkrum rauðvín í mig, þar sem stuttmyndagerð fer fram á laugardeginum og maður vill nú vera í ferskari kantinum fyrir það.
Læt það bara ráðast af fólkinu sem mætir á svæðið.
Góð hugmynd.
Held það bara.