Ég var að hlusta á útvarpið í morgun og er bara hreinlega að komast í þetta fína jólaskap af því að það er verið að spila svo mikið af jólalögum. Svo kemur hið klassíska lag með Djakkson “I Saw Mommy Kissing SantaClaus” sem er nú að margra mati með því jólalegra sem til er. Ég fór aðeins að hlusta á textann og fór þá að velta fyrir mér hversu pervisinn hann í raun er, þ.e.a.s. ef maður lítur á þetta frá nokkrum sjónarhornum..
Guttinn er að læðast einhverstaðar sem hann á ekki að vera, hann sér móður sína vera að kela við einhvern skeggjaðan durg, kyssa hann og strjúka, kítlandi á kinn, allt mjög erótískt (hlustaði vel á texstann sko) og það eina sem honum dettur í hug er að pabbi sinn (eiginmaður þeirrar sem rauðklæddi durgurinn er að slefa uppí) myndi nú alveg örugglega hlægja dátt og skemmta sér vel við þessa sjón! Hahahaha, gaman af þessu.. ég átta mig að sjálfsögðu á því að þetta er eiginmaður hennar sem er að kela við hana en það sem skýtur skökku við er að sjálfsögðu það að strákurinn veit það ekki og finnst þetta ekkert nema kúl, enda er Djakkson frekar grillaður í dag.
..æm át..