Ég er búinn að komast að því að ég er með einn ákaflega leiðinlegan ávana.. eflaust fleirri leiðinlega en þessi er soldið hvimleiður.
Málið er að stundum þegar ég er að tala við fólk og samtalinu fer að ljúka, það er komið að mér að segja síðasta orðið, hvort sem það er þá að samsinnast viðkomandi eða bara svara kommentinu hans með einföldu "já" eða "nei" eða "einmitt" þá hugsa ég það oft, heyri mig segja það í huganum..
.. en segi ekkert..
Þetta kemur eflaust út sem ég sé annað hvort ekkert að hlusta eða sé bara hreint og beint dónalegur. Það fyndna við þetta er að yfirleitt átta ég mig á þessu nokkrum mínútum seinna og þá er kannski búið að vera vandræðaleg þögn á djúga stund, t.d. ef ég er að keyra með einhverjum og stend sjálfan mig að þessu. Og þá er líka allt of seint að gera eitthvað í því, það þýðir ekkert að segja bara "einmitt" uppúr þurru hálftíma eftir að samtali lauk haha!
Uss, ég verð að fara að hætta þessu, ferlega pirrandi.