Svo kemur loks að því að átta ára stúlknedeildin fer að spila í stóru móti. Spennan er gríðarleg, liðin eru öll búin að hafa sig til fyrir leikina, þrotlausar æfingar að baki og foreldrarnir fylgjast spenntir með í áhorfendastúkunni.
Dómarinn flautar og fyrsti leikurinn hefst.
Einn og einn pabbinn stekkur upp og æpir hvatningarorð þegar dóttirin nær boltanum, hún spilar upp völlinn, sólar eina og.. stoppar til að laga aðeins á sér hárið, bévítans teygjan eitthvað að losna.. boltinn rúllar stjórnlaust áfram en er fljótlega og fimlega tekinn af mótherja sem brunar í átt að miðju vallarins og gerir sig klára í að takast á við.. Siggu? Siggu úr Seljaskóla? Það þýðir nú ekki að hlaupa bara framhjá henni án þess að spjalla aðeins um það sem á hennar daga hefur drifið síðan í síðustu viku þannig að enn og aftur rúllar boltinn stjórnlaust áfram á meðan síðustu dagar eru rifjaðir upp í góðu tómi. Á miðju vallarins.
Og leikurinn heldur áfram.. í þessum dúr.
Svona var einn verkstjórinn að lýsa fótboltamóti sem hann fór á um helgina með dóttur sinni! Haha! Krakkar eru snilld!