sunnudagur, janúar 15, 2006

helgin að baki

Þetta var ein sú afslappaðasta helgi sem ég hef upplifað í langan tíma :)

Alveg slakað á uppí rúmi og sófa þannig að ég gerði nákvæmlega ekki neitt þrátt fyrir heilmikla viðleitni og gott hugarfar.. en ég er mjög sáttur við helgina og kem alveg úthvíldur til vinnu á morgun.
Ég pantaði laptop á netinu frá usa um daginn fyrir hann karl föður minn.. sem heitir btw ekki karl heldur Hafsteinn, lenti nibblega í því fyrir nokkrum árum að vera stoppaður af löggunni þegar ég var á mótórhjólinu mínu sem var skráð á pabba og þegar ég var spurður hver ætti það þá sagði ég

"það er skráð á hann karl föður minn"

og lögguþumbinn sem var alveg búinn að stimpla mig sem dópsala from hell, að prómótera Helför sníglana gaf mér þvílíkt íllt auga og sagði kokhraustur

"JÆJA! það stendur nú að þú sért Hafsteinsson í ökuskirteninunu! ha?!hmm!"

.. ég fattaði ekki alveg hvað hann átti við þannig að saklausa 18 ára sálin mín svaraði mjög hissa til að hann héti nú hreinlega Hafsteinn. Löggan veðraðist öll upp við þetta og hreytti í mig

"bíddu, áðan hét hann Karl! Hvort er það eiginlega?!?!?!"

... ég var of vitlaus og óreyndur til að taka niður númerin hjá þessum 8 löggum sem voru að níðast á mér andlega á laugardagskvöldi, þetta er sko bara hluti af sögunni en restin er öll í þessum dúr.

En ég var semsagt að kaupa IBM lappa fyrir pabba og hann hreifst svo mikið af henni að þegar við sátum við eldhúsborðið ásamt mömmu (ég að kenna pabba á XP, hann kann ekkert á tölvur) þá fannst honum það alveg útí hött hvað það heyrðist mikið í viftunni í lappanum hennar mömmu, sem er reyndar aðeins kominn til ára sinna, að það var bara tekin ákvörðun á staðnum um að panta einn til viðbótar! Ekki amaleg nútima afi og amma sem eiga hvor um sig flaggskips-lappana frá IBM (T43p fyrir áhugasama) og sonur þeirra tekur auðvitað að sér eldri lappann sem fellur frá, gamall Dell Inspiron 8200 og nýtir hann sem ferðaleikjatölvu :D en ekki hvað..

..en í augnablikinu gleðst ég yfir því hvað ég er æðislegur gaur.. takk takk :P

neee djók
 

blogger templates |