Þetta er auðvitað alls ekki svona einfalt samband þarna á milli, það hefur hverjum og einasta manni leiðst einhverntíman án þess að verða leiðinlegur til lengdar.
Málið er að ég er að vinna með nokkrum mönnum sem komast ekki mikið í snertingu við fólk í sinni vinnu, t.d. rafsuðumenn sem eru útí hrauni inní litlu tjaldi allan daginn að sjóða saman einhver rör og lyftaramenn sem keyra hér um að safna saman tómum brettum og öðru lauslegu.
Þessu fólki leiðist.. eða.. þegar maður hittir á þessa gaura, kastar léttri kveðju og spyr fyrir kurteisis sakir hvort að allt sé ekki í góðum gír þá er maður umsvifalaust búinn að festast í 30 mín spjalli, eða 30 mín mónólog þar sem allur dagurinn og í þessum sérstaklega slæmu tilfellum, öll vikan er gjörsamlega tíunduð upp fyrir mann, í smáatriðum! Þetta getur verið gaman inná milli en þegar fólk sem maður þekkir ekki neitt gjörsamlega tapar sér á manni þá verður þetta þreytandi og vandræðalegt til lengdar! Ég þurfti að flýja inná klósett fyrr í dag bara til að losna eftir 35 mín lýsingu á deginum hjá einum slíkum. Og trúið mér, hann var sko bara rétt að nálgast hádegi þegar ég slapp..
Þessu fólki hlýtur að leiðast..