Ég er að vinna hjá enn einu fyrirtækinu sem virðist vera í því að bjóða starfmönnum sínum til útlanda við sérstök tækifæri. Ég get nú ekki kvartað yfir því og núna um daginn þá var okkur öllum boðið til Búdapest og ætlunin var að halda árshátíð fyrirtækisins þar.
Eins og sönnum íslendingum sæmir þá var að sjálfsögðu mætt vel fyrir brottför útá Leifsstöð til að geta svooolgrað í sig nokkrum ísköldum og rætt síðan málin í setustofunni. Þegar við komum uppí vélina voru menn vægast sagt í misgóðu ásigkomulagi og til stóð að 2 menn ættu ekki að fá að fara með vélinni sökum þess hversu vel kenndir þeir voru.. Annar, sem var þá búinn að sitja við hliðiná eiganda fyrirtækisins og röfla í honum á milli Jagermæstersopa hlýddi nánast umorðalaust þegar hann var beðinn um að leggjast aftast í vélina og fara að sofa en hinn kúmpáninn var ekki alveg á þeim buxunum en ákvað samt að það væri meira virði að fara til Búdapest heldur en að hafa farið á skammvinnsta fyllerí æfi sinnar á Leifsstöð.
En þar með er ekki sagt að hann hafi verið búinn að ljúka sér af hahaha, langt í frá, hann byrjaði að sjálfsögðu að böggast í fólki þegar vélin var komin í loftið.. setningar eins og
“stelpur, má ég ekki vera á undan ykkur á klósettið afþví að ég er með svo stórt typpi?!”
fengu að fjúka við fínustu frúr fyrirtækisins, makar toppanna! Og svo þegar hann loks komst á klósettið í eitt skiptið þá fékk hann að sjálfsögðu þá stórnsjöllu hugmynd að nú væri aldeilis tilvalið að kveikja sér í rettu, enda “enginn” að fylgjast með eða þannig.. reykskynjari? Hvað er það?! Hahaha það varð allt vitlaust!
Og svo voru nokkur ungmenni með dólgslæti á þeim skalanaum að til stóð að láta lögregluna taka á móti þeim við lendingu! Semsagt alveg dæmigerð flugferð með grófum iðnaðar og verkamönnum hahaha! En mjög skemmtileg engu að síður..
Um kvöldið fórum við nokkur saman á Argentínu steikhús þeirra Pestverja og það var alveg fáránlega góður matur á boðstólnum á þeim bænum.. Allir fengu sér mörg hundruð gramma stórsteik, rauðvín og öl eins og menn gátu í sig látið og allt kostaði þetta innan við 18þ fyrir 6 manns... úff.. og svo var að sjálfsögðu skrallað eftir bestu getu á bar sem var í undirgöngum við hótelið, alveg steikt..
Daginn eftir fórum við nokkrir að fá okkur að borða eftir verlsunar og skoðunatúr dagsins og menn eru að sjálfsögðu spurðir fregna af kvöldinu áður.. þá kemur uppúr kafinu að tveir þessara herramanna höfðu ákveðið að skella sér á pútna hús bæjarins og heldur betur komist í krappan dans þar. Þeir völdu það ekki betur en svo að þegar þeir voru búnir að panta dömurnar og bjóða í kampavín og öllu sem því fylgir þá kemur að því að borga til að komast út af húsinu (reyndar áttu gellurnar að fara síðan með þeim uppá hótel) þá var gripið í tómt veskið enda reikningurinn uppá 150þúsund krónur! Þeir náðu þó að redda þessu fyrir horn með því að senda annan útí hraðbanka og hann átti sem betur fer nægilega feita innistæðu til að greiða þennan reikning!
Það sem var eiginlega hvað kómískast við þetta er að aðrir tveir sem sátu við matarborðið höfðu farið inná annað hóruhús þetta sama kvöld, spurt um verðið og þeim fannst 4000kr alveg svívirðilega dýrt og snéru við á punktinum og strunsuðu út.. hahaha
Eftir þetta var síðan farið í bátssiglingu upp og niður Dóná sem var mjög gaman og hefði eflaust mátt flokka sem rómantíska siglingu ef maður hefði haft einhvern til að rómantískast með.. Það voru þjóðleg skemmtiatriði og þetta fína hlaðborð.
Á laugardeginum var síðan sjálf árshátíðin og við tókum okkur þrír saman, keyptum alveg eins jakkaföt úr ljósbeige “gardínuefni” fyrir 4000kr haha.. vöktum ómælda athygli bæði fyrir litinn og að við skyldum vera allir í eins fötum, soldið spes að það standi hópur af mönnum í svörtum jakkafötum fyrir framan mann sem hlær af því að við erum allir “eins” hahaha
Reykingadólgurinn var á þessari stundu búinn að vera vel í glasi alveg frá því að við lentum og það dró ekkert af honum þegar hann var laminn í hausinn og rændur fyrsta kvöldið. Á árshátíðarkvöldinu vorum við þremenningarnir að sækja þriðja manninn þegar dólgurinn hringir uppá herbergið til hans. Herbergisfélaginn svarar og fer aðeins að spjalla.
“jájá, bara að hafa okkur til sko.. hmm, ha? hvað á að gera í kvöld?! Hvað meinaru?!”
Þá hafði dólgurinn semsagt ekki grænan grun um að það væri yfir höfðu árshátið í ferðinni!! HAHA
Hann kom ekki með hópnum heldur mætti vel seint á hátíðina og þar sem allir voru löngu sestir til borðs þá kom hann alveg eins og róni innaf götunni og þjónarnir ætluðu að fara að henda honum út! Hann náði þó að sannfæra þá um að hann væri hluti af hópnum og var að lokum vísað til sætis.
Kvöldið var mjög fjörugt og mikið af góðum skemmtiatriðum og svo vildi svo skemmtilega að til að það var kalkúnn í matinn sem dólgurinn neitaði að sjálfsögðu að innbyrða sökum fuglaflensunnar og var með uppsteyt og framíköll á meðan maturinn var borinn fram. Hann fékk samt sérrétt á endanum.
Eftir þessi herlegheit fórum við þremennigarnir ásamt fríðu föruneyti á aðal skemmtistaðaeyjuna í borginni og ætluðum að heiðra risastóran teknóstað með nærveru okkar. Því miður þá var ennþá hálftími í að sá mæti staður opnaði þegar við komum þannig að við neyddumst til að líta inná staðinn við hliðiná til að drepa tímann. Það vildi ekki betur til en svo að það var riiiiiiisastór teknó-leðurhommastaður! Mjööööög hressandi að vera þar inni en biðin var stutt þannig að okkur varð ekki meint af. Ekki mikið í það minnsta.
Teknóstaðurinn var risastór skemma sem búið var að innrétta á mjög töff hátt og þegar við vorum búnir að fá nægju okkar þarna inni þá hófst leitin að útganginum! Það var ekkert grín að finna hann og á tímabili héldum við að við myndum jafnvel daga uppi þarna inni, því að allar bardömur sem við spurðum vildu bara selja okkur drykki!
En svo áttuðum við okkur á því að það voru riiisastórar gardínur fyrir bæði klósetthurðum sem og útgönguhurðum þannig að við sluppum heim á endanum.
Sunnudagurinn fór svo bara í að ferðast heim og ég lenti á sæti í vélinni sem ekki var hægt að halla og ófrísk kona við gluggann sem var endalaust á klósettinu. Æðislegt í fjóra klukkutíma!
En all in all frekar skemmtileg ferð og gaman að kynnast samstarfsfélögum sínum á öðrum verkstöðum!