föstudagur, mars 24, 2006

Ganga mörgæsanna

Ég var að horfa á March of the Penguins og verð að segja eins og er að þessi litlu kríli í Smókingfötunum eru alveg mögnum kvikyndi!

Þau labba í grilljón kílómetra í margar vikur bara til þess eins að fá sér drátt! Þetta kallar maður þrautseigju!

Fyrir þá sem hafa ekki séð þessa mynd þá mæli ég hiklaust með henni, flott myndataka, Morgan Freeman klikkar aldrei og það að horfa á hegðun þessara dýra er alveg magnað.. þegar mörgæsirnar eru loks búnar að para sig saman þá tekur við alveg meiriháttar rómantíkst kúr og kelerí hjá þeim sem er ótrúlegt að fylgjast með. Þetta er reyndar svona RBB (í átta mánuði hehe) hjá þessum dýrum en þau virðast njóta þess á meðan á því stendur.

Annars er ég með frekar stappaða helgi framundan.. ég þarf að flytja út af Laugaveginum og inn til Hrafnhildar sem er í raun ekkert meiriháttar aðgerð nema hvað að frænka hennar tekur rúmið hennar og ég kem með mitt hingað. Þar sem stigagangurinn upp á risið er frekar þröngur þá þarf ég að selflytja þetta allt í gegnum svalirnar hjá fólkinu á annari hæð! Haha.. gaaaaman gaman!

Svo er litla frænka mín hún Sigríður Brynja að fermast á morgun þannig að ég sé alveg fram á að vera fram á sunnudag að græja þessi flutningsmál. Vona bara að ég geti reddað bíl án teljandi erfiðleika sem nær að rúma eitt tvö rúm eða svo.
 

blogger templates |