Loksins loksins loksins!
Fékk þær fréttir í gær að það er bannað að slást á vinnustað og að í byrjun apríl stendur til að breyta vinnutímanum hérna á svæðinu. Í stað þess að þurfa að vera með viðveru frá 7-19 og eitthvað aðeins aðrahverja helgi þá fer þetta niður í 8-17 og helgarvinnu hætt!
Þvílíkur lúxus! Þetta þýðir reyndar að maður verður að leggja af stað úr bænum ekki seinna en 7:20 og aldrei kominn heim fyrr en rétt fyrir 18:00 en það er alveg ásættanlegt þar sem ég hætti þá að gista hérna.. jössh!! mér líður bara eins og ég sé að komast í sumarfrí!
úff!!